ADHD og Sköpunargáfa: Leyndarmál Skapandi Framfara: Steindór Þórarinsson skrifar 18. ágúst 2024 18:31 Eftir að hafa lært um mitt ADHD og farið í gegnum tveggja ára sjálfsrannsókn, lestri og endurmati á mínu eigin lífi eftir mörguar áskoranir en líka sigrana, hef ég orðið var við tilhneigingu til að einblína á erfiðleikana sem fylgja ADHD. En það eru líka óneitanlega kostir sem fylgja þessari röskun, sérstaklega þegar kemur að sköpunarkrafti. Í þessari grein vil ég skoða hvernig ADHD og sköpunargáfa geta tengst og mögulega leiða til skapandi framfara. Sem einhver sem hefur starfað mikið með tónlistarfólki, sem matreiðslumaður og grafískur hönnuður, hef ég upplifað frá fyrstu hendi hvernig þessi eiginleiki hefur ómeðvitað hjálpað mér. Nú er ég í stakk búinn til að beisla þessa orku og sköpunarkraft til góðra verka. Svona þar sem mikið af fréttum og umræðu í samfélaginu er gríðarlega neikveitt alltaf, að þá langar mig að koma með eitthvað jákvætt inni í samtalið. „Creative powers are like a burst water pipe, they flow with a force that refuses to be confined,” Maya Angelou Óhefðbundin hugsun: Blessun í dulargervi Fólk með ADHD býr oft yfir sérstökum hæfileikum til að tengja hugmyndir á óvenjulegar og nýstárlegar leiðir. Þessi hæfileiki getur verið kraftmikill í listum, tónlist, ritstörfum og öðrum skapandi greinum einnig hjálpar þetta frumkvöðlum að finna lausnir og hugsa útfyrir kassann, þar sem óhefðbundnar nálganir og nýjar hugmyndir eru eftirsóknarverðar. Þekkt dæmi um skapandi einstaklinga með ADHD eru m.a. Billie Eilish, Emma Watson, Justin Timberlake og Dave Grhol, sem öll hafa talað opinskátt um sitt ADHD og hvernig þau nýta sér þennan eiginleika í sínu starfi. Hvernig ADHD styður við sköpunargáfu Sköpunarkraftur krefst frelsis til að leika sér með hugmyndir sem er eitthvað sem fólk með ADHD gerir náttúrulega. Tenging hugmynda á frjálslegan hátt, sem er einkennandi fyrir ADHD, gerir það að verkum að einstaklingar geta oft komið fram með nýjar og óvenjulegar lausnir á flóknum vandamálum. Þessi eiginleiki getur verið gríðarlega gagnlegur í skapandi ferlum, þar sem hröð framleiðsla og snögg þróun hugmynda geta skipt sköpum. „Fólk með ADHD býr yfir sérstökum sköpunargáfum vegna þess hvernig þeirra hugur hoppar frá einu til annars. Þar liggja falin tækifæri til að sjá heiminn öðruvísi," ADHD Pabbi Skapandi aðferðir: Nýta styrkleika ADHDFjölmargir aðferðafræðingar og sérfræðingar hafa þróað aðferðir til að hjálpa einstaklingum með ADHD að beisla sinn sköpunarkraft. Megináherslan er á að þróa meðvitund um eigin hugsunarhátt og aðferðir, stýra orku á uppbyggilegan hátt og finna leiðir til að viðhalda sköpunargleði. Til dæmis, með því að beita skapandi markþjálfun er hægt að hjálpa skjólstæðingum að læra að nýta orku sína og skapandi hæfileika á árangursríkan hátt. „Discovery consists of seeing what everybody has seen and thinking what nobody has thought, " Albert Szent-Györgyi Dæmi um Sköpunarkraft með ADHD Skapandi einstaklingar með ADHD eru oft í fararbroddi nýsköpunar. Skáldið og leikarinn Howie Mandel, sem hefur ADHD, hefur nýtt sér sína einstöku hæfileika til að skapa einstakar og eftirminnilegar framkomur á sviði og í sjónvarpi. Hans geta til að flæða á milli hugmynda og aðlaga sig hratt að nýjum aðstæðum hefur hjálpað honum að vera framarlega í skemmtanaiðnaðinum.„The true sign of intelligence is not knowledge but imagination," Albert Einstein. ADHD Þarf ekki að vera fylgifiskur sem heftir það getur verið kraftmikill drifkraftur sköpunar og nýsköpunar. Með réttri þekkingu og stuðningi geta einstaklingar með ADHD nýtt sér þessa eiginleika til að ná frábærum árangri í listum, tónlist og öðrum skapandi sviðum. Höfundur er markaðsráðgjafi & ICF viðurkenndur markþjálfi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Eftir að hafa lært um mitt ADHD og farið í gegnum tveggja ára sjálfsrannsókn, lestri og endurmati á mínu eigin lífi eftir mörguar áskoranir en líka sigrana, hef ég orðið var við tilhneigingu til að einblína á erfiðleikana sem fylgja ADHD. En það eru líka óneitanlega kostir sem fylgja þessari röskun, sérstaklega þegar kemur að sköpunarkrafti. Í þessari grein vil ég skoða hvernig ADHD og sköpunargáfa geta tengst og mögulega leiða til skapandi framfara. Sem einhver sem hefur starfað mikið með tónlistarfólki, sem matreiðslumaður og grafískur hönnuður, hef ég upplifað frá fyrstu hendi hvernig þessi eiginleiki hefur ómeðvitað hjálpað mér. Nú er ég í stakk búinn til að beisla þessa orku og sköpunarkraft til góðra verka. Svona þar sem mikið af fréttum og umræðu í samfélaginu er gríðarlega neikveitt alltaf, að þá langar mig að koma með eitthvað jákvætt inni í samtalið. „Creative powers are like a burst water pipe, they flow with a force that refuses to be confined,” Maya Angelou Óhefðbundin hugsun: Blessun í dulargervi Fólk með ADHD býr oft yfir sérstökum hæfileikum til að tengja hugmyndir á óvenjulegar og nýstárlegar leiðir. Þessi hæfileiki getur verið kraftmikill í listum, tónlist, ritstörfum og öðrum skapandi greinum einnig hjálpar þetta frumkvöðlum að finna lausnir og hugsa útfyrir kassann, þar sem óhefðbundnar nálganir og nýjar hugmyndir eru eftirsóknarverðar. Þekkt dæmi um skapandi einstaklinga með ADHD eru m.a. Billie Eilish, Emma Watson, Justin Timberlake og Dave Grhol, sem öll hafa talað opinskátt um sitt ADHD og hvernig þau nýta sér þennan eiginleika í sínu starfi. Hvernig ADHD styður við sköpunargáfu Sköpunarkraftur krefst frelsis til að leika sér með hugmyndir sem er eitthvað sem fólk með ADHD gerir náttúrulega. Tenging hugmynda á frjálslegan hátt, sem er einkennandi fyrir ADHD, gerir það að verkum að einstaklingar geta oft komið fram með nýjar og óvenjulegar lausnir á flóknum vandamálum. Þessi eiginleiki getur verið gríðarlega gagnlegur í skapandi ferlum, þar sem hröð framleiðsla og snögg þróun hugmynda geta skipt sköpum. „Fólk með ADHD býr yfir sérstökum sköpunargáfum vegna þess hvernig þeirra hugur hoppar frá einu til annars. Þar liggja falin tækifæri til að sjá heiminn öðruvísi," ADHD Pabbi Skapandi aðferðir: Nýta styrkleika ADHDFjölmargir aðferðafræðingar og sérfræðingar hafa þróað aðferðir til að hjálpa einstaklingum með ADHD að beisla sinn sköpunarkraft. Megináherslan er á að þróa meðvitund um eigin hugsunarhátt og aðferðir, stýra orku á uppbyggilegan hátt og finna leiðir til að viðhalda sköpunargleði. Til dæmis, með því að beita skapandi markþjálfun er hægt að hjálpa skjólstæðingum að læra að nýta orku sína og skapandi hæfileika á árangursríkan hátt. „Discovery consists of seeing what everybody has seen and thinking what nobody has thought, " Albert Szent-Györgyi Dæmi um Sköpunarkraft með ADHD Skapandi einstaklingar með ADHD eru oft í fararbroddi nýsköpunar. Skáldið og leikarinn Howie Mandel, sem hefur ADHD, hefur nýtt sér sína einstöku hæfileika til að skapa einstakar og eftirminnilegar framkomur á sviði og í sjónvarpi. Hans geta til að flæða á milli hugmynda og aðlaga sig hratt að nýjum aðstæðum hefur hjálpað honum að vera framarlega í skemmtanaiðnaðinum.„The true sign of intelligence is not knowledge but imagination," Albert Einstein. ADHD Þarf ekki að vera fylgifiskur sem heftir það getur verið kraftmikill drifkraftur sköpunar og nýsköpunar. Með réttri þekkingu og stuðningi geta einstaklingar með ADHD nýtt sér þessa eiginleika til að ná frábærum árangri í listum, tónlist og öðrum skapandi sviðum. Höfundur er markaðsráðgjafi & ICF viðurkenndur markþjálfi
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun