Níræð tugþrautarkona með 35 heimsmet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2024 08:22 Hin níræða Flo Miller sést hér í stangarstökki en þar hefur hún margoft sett heimsmet í sínum aldursflokki. Skjámynd/ CBS Sunday Morning Florence Meiler er engin venjuleg íþróttakona því hún er enn á fullu í keppnisíþróttum þegar flestir á hennar aldri láta sér nægja létta göngutúra, stólinn og rúmið. Flo er nefnilega níræð og enn á fullu að keppa í íþróttum en hún er fyrir löngu orðin langamma. Þessi lífsglaða og orkumikla langamma lætur sér heldur ekki eina grein frjálsra íþrótta nægja því hún er tugþrautarkona. Tíu ólíkar greinar sem reyna á allan skrokkinn eins og hann leggur sig. Vinkonan plataði hana af stað Það er þó ekki eins og Meiler sé gömul íþróttakempa frá yngri árum sem hefur haldið áfram að keppa á efri árum. Hún byrjaði á þessu þegar hún var sextug. Flo sannar það því að það er aldrei of seint að byrja. „Vinkona mín, Barbara Jordan, grátbað mig um að koma með sér í öldungalið í frjálsum til að keppa á móti með henni. Ég bjóst aldrei við því að sú hugmynd hennar myndi breyta lífi mínu,“ segir Meiler. Flo Miller er mikil keppniskona og lætur sér ekki eina grein nægja.Skjámynd/ CBS Sunday Morning Meiler hefur síðan sett 35 heimsmet og keppir í fjölbreyttum greinum eins og 50, 100 og 400 metra hlaupum, 110 metra grindahlaupi, 1500 metra hlaupi, langstökki, hástökki, þrístökki, kúluvarpi, kringlukasti, spjótkasti og stangarstökki. Vill fá tugþrautina inn á ÓL Tugþrautin er aðeins fyrir karlmenn á Ólympíuleikum en konurnar keppa í sjöþraut. Hin níræða Flo segist vera að vinna í því að breyta því. Hún hefur athyglisvert mottó í lífinu. „Innblástur kemur þér af stað en vaninn heldur þér gangandi,“ segir Meiler. CBS fjallaði sérstaklega um Flo í Sunday Morning þætti sínum enda hafa tilþrif hennar vakið mikla athygli. Þátturinn var sýndur í tengslum við Ólympíuleikana í París og má nálgast hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=h2LowCfaGUo">watch on YouTube</a> Frjálsar íþróttir Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Flo er nefnilega níræð og enn á fullu að keppa í íþróttum en hún er fyrir löngu orðin langamma. Þessi lífsglaða og orkumikla langamma lætur sér heldur ekki eina grein frjálsra íþrótta nægja því hún er tugþrautarkona. Tíu ólíkar greinar sem reyna á allan skrokkinn eins og hann leggur sig. Vinkonan plataði hana af stað Það er þó ekki eins og Meiler sé gömul íþróttakempa frá yngri árum sem hefur haldið áfram að keppa á efri árum. Hún byrjaði á þessu þegar hún var sextug. Flo sannar það því að það er aldrei of seint að byrja. „Vinkona mín, Barbara Jordan, grátbað mig um að koma með sér í öldungalið í frjálsum til að keppa á móti með henni. Ég bjóst aldrei við því að sú hugmynd hennar myndi breyta lífi mínu,“ segir Meiler. Flo Miller er mikil keppniskona og lætur sér ekki eina grein nægja.Skjámynd/ CBS Sunday Morning Meiler hefur síðan sett 35 heimsmet og keppir í fjölbreyttum greinum eins og 50, 100 og 400 metra hlaupum, 110 metra grindahlaupi, 1500 metra hlaupi, langstökki, hástökki, þrístökki, kúluvarpi, kringlukasti, spjótkasti og stangarstökki. Vill fá tugþrautina inn á ÓL Tugþrautin er aðeins fyrir karlmenn á Ólympíuleikum en konurnar keppa í sjöþraut. Hin níræða Flo segist vera að vinna í því að breyta því. Hún hefur athyglisvert mottó í lífinu. „Innblástur kemur þér af stað en vaninn heldur þér gangandi,“ segir Meiler. CBS fjallaði sérstaklega um Flo í Sunday Morning þætti sínum enda hafa tilþrif hennar vakið mikla athygli. Þátturinn var sýndur í tengslum við Ólympíuleikana í París og má nálgast hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=h2LowCfaGUo">watch on YouTube</a>
Frjálsar íþróttir Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira