Fengu að heyra það frá Ancelotti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2024 08:40 Carlos Ancelotti, þjálfari Real Madrid, gengur ósáttur af velli eftir leikinn við RCD Mallorca í gær. Getty/Oscar J Barroso Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, var allt annað en ánægður með hugarfar leikmanna sinna eftir að Real náði bara jafntefli á móti Mallorca í fyrsta leiknum á nýju tímabili. Rodrygo kom Real Madrid í 1-0 eftir aðeins þrettán mínútur en í stað þess að klára leikinn þá fengu Real menn á sig jöfnunarmark og töpuðu því tveimur stigum. Við erum ekki ánægðir í dag „Það vantaði allt jafnvægi í okkar leik í seinni hálfleik. Við gáfum færi á okkur í skyndisóknum og fyrirgjöfum. Þetta var ekki góður leikur. Við verðum að verjast betur og um fram allt að ná betra jafnvægi í okkar lið á vellinum,“ sagði Carlo Ancelotti. ESPN segir frá. „Við erum ekki ánægðir í dag. Ég vil samt ekki koma með neina afsakanir. Við verðum bara að gera betur og vera með betra hugarfar. Við getum samt lært mikið af þessum leik því það var augljóst að við glímum við vandamál,“ sagði Ancelotti. Ancelotti hrósaði liði Mallorca og nýja þjálfara þess Jagoba Arrasate. Ancelotti sagði líka úrslitin hafa verið sanngjörn. Betra hugarfar „Varnarleikurinn var ekki góður og það var erfitt fyrir okkur að vinna boltann aftur eftir að við töpuðum honum. Við verðum að bæta okkur þar og þegar ég er að tala um varnarleikinn þá er ég að tala um betra hugarfar og meiri samstöðu,“ sagði Ancelotti. „Liðið mitt var of opið. Við verðum að ná upp betri einbeitingu og spila þéttar. Fólk heldur kannski að þetta sé vandamál hjá framherjunum en þegar framherjarnir pressa, þá hjálpa ekki miðjumennirnir og varnarmennirnir halda sig of aftarlega. Þetta er því ekki eitt frekar en annað,“ sagði Ancelotti. Spænski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Rodrygo kom Real Madrid í 1-0 eftir aðeins þrettán mínútur en í stað þess að klára leikinn þá fengu Real menn á sig jöfnunarmark og töpuðu því tveimur stigum. Við erum ekki ánægðir í dag „Það vantaði allt jafnvægi í okkar leik í seinni hálfleik. Við gáfum færi á okkur í skyndisóknum og fyrirgjöfum. Þetta var ekki góður leikur. Við verðum að verjast betur og um fram allt að ná betra jafnvægi í okkar lið á vellinum,“ sagði Carlo Ancelotti. ESPN segir frá. „Við erum ekki ánægðir í dag. Ég vil samt ekki koma með neina afsakanir. Við verðum bara að gera betur og vera með betra hugarfar. Við getum samt lært mikið af þessum leik því það var augljóst að við glímum við vandamál,“ sagði Ancelotti. Ancelotti hrósaði liði Mallorca og nýja þjálfara þess Jagoba Arrasate. Ancelotti sagði líka úrslitin hafa verið sanngjörn. Betra hugarfar „Varnarleikurinn var ekki góður og það var erfitt fyrir okkur að vinna boltann aftur eftir að við töpuðum honum. Við verðum að bæta okkur þar og þegar ég er að tala um varnarleikinn þá er ég að tala um betra hugarfar og meiri samstöðu,“ sagði Ancelotti. „Liðið mitt var of opið. Við verðum að ná upp betri einbeitingu og spila þéttar. Fólk heldur kannski að þetta sé vandamál hjá framherjunum en þegar framherjarnir pressa, þá hjálpa ekki miðjumennirnir og varnarmennirnir halda sig of aftarlega. Þetta er því ekki eitt frekar en annað,“ sagði Ancelotti.
Spænski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira