Fyrrum NFL-leikmaður handtekinn fyrir að pissa á sessunaut í flugi til Dyflinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2024 07:01 Gosder Cherilus í leik með Indianapolis Colts á sínum tíma. Michael Hickey/Getty Images) Gosder Cherilus, fyrrum leikmaður NFL-deildarinnar, var handtekinn á dögunum fyrir að pissa á sessunaut sinn í flugi frá Boston til Dyflinnar á Írlandi. Hinn fertugi Cherilus var leiddur fyrir dómara í gær, mánudag, en hann var einnig sagður hafa verið til trafala í fluginu og sýnt mótþróa er lögreglan reyndi að færa hann í járn eftir að flugvélinni var snúið við. Lögreglan í Massachusetts segir að hún hafi verið kölluð til Logan flugvallarins eftir að flugvél Delta til Dyflinnar var snúið við vegna hegðunar eins farþega vélarinnar. Sá farþegi var sagður hafa pissað á annan farþega í vélinni. Téður farþegi var Cherilus, fyrrum leikmaður Detroit Lions, Indianapolis Colts og Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni. Former NFL offensive lineman Gosder Cherilus was arrested early Sunday morning after allegedly urinating on a fellow passenger on a flight to Ireland, which was forced to return to Boston https://t.co/QcP4ym7rgg— Jonathan Jones (@jjones9) August 19, 2024 Hann á einnig að hafa slegið annan farþega eftir að hafa pissað á eldri konu í góðar 20 sekúndur samkvæmt dómsskjölum. Starfsmenn flugvélarinnar reyndu að stöðva NFL-leikmanninn fyrrverandi en hann er engin smásmíð og lét ekki til segjast. Segir einnig í dómsskjölum að starfsmenn vélarinnar hafi hreinlega ekki þorað að stíga inn í. Lögreglan bað Cherilus um að yfirgefa flugvélina en hann sýndi mótþróa á endanum þurfti lögreglan að leiða hann út úr vélinni og handtaka hann formlega. Samkvæmt lögreglu virtist Cherilus drukkinn þegar flugvélin lenti á Logan flugvellinum. Þar sem flugvélin var yfir Kanada þegar atvikið átti sér stað þá er málið einnig á borði alríkislögreglunnar. pic.twitter.com/TkT6OtBM1U— Gosder Cherilus (@GosderCherilus) August 19, 2024 Leikmaðurinn fyrrverandi hefur tjáð sig á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Þar segir hann að fluginu hafi verið frestað um rúmlega fjórar klukkustundir og því hafi hann tekið svefnlyf, eitthvað sem hann gerir ekki að staðaldri. Hann segir hegðun sína í kjölfarið ekki vera lýsandi fyrir þann karakter sem hann hefur að geyma og þá biðst hann afsökunar á gjörðum sínum. Cherilus snýr aftur fyrir framan dómara þann 11. október næstkomandi. NFL Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Dagskráin: Úrvalsdeildin í pílu, Bónusdeildin, formúlan og Doc Zone „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Sjá meira
Hinn fertugi Cherilus var leiddur fyrir dómara í gær, mánudag, en hann var einnig sagður hafa verið til trafala í fluginu og sýnt mótþróa er lögreglan reyndi að færa hann í járn eftir að flugvélinni var snúið við. Lögreglan í Massachusetts segir að hún hafi verið kölluð til Logan flugvallarins eftir að flugvél Delta til Dyflinnar var snúið við vegna hegðunar eins farþega vélarinnar. Sá farþegi var sagður hafa pissað á annan farþega í vélinni. Téður farþegi var Cherilus, fyrrum leikmaður Detroit Lions, Indianapolis Colts og Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni. Former NFL offensive lineman Gosder Cherilus was arrested early Sunday morning after allegedly urinating on a fellow passenger on a flight to Ireland, which was forced to return to Boston https://t.co/QcP4ym7rgg— Jonathan Jones (@jjones9) August 19, 2024 Hann á einnig að hafa slegið annan farþega eftir að hafa pissað á eldri konu í góðar 20 sekúndur samkvæmt dómsskjölum. Starfsmenn flugvélarinnar reyndu að stöðva NFL-leikmanninn fyrrverandi en hann er engin smásmíð og lét ekki til segjast. Segir einnig í dómsskjölum að starfsmenn vélarinnar hafi hreinlega ekki þorað að stíga inn í. Lögreglan bað Cherilus um að yfirgefa flugvélina en hann sýndi mótþróa á endanum þurfti lögreglan að leiða hann út úr vélinni og handtaka hann formlega. Samkvæmt lögreglu virtist Cherilus drukkinn þegar flugvélin lenti á Logan flugvellinum. Þar sem flugvélin var yfir Kanada þegar atvikið átti sér stað þá er málið einnig á borði alríkislögreglunnar. pic.twitter.com/TkT6OtBM1U— Gosder Cherilus (@GosderCherilus) August 19, 2024 Leikmaðurinn fyrrverandi hefur tjáð sig á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Þar segir hann að fluginu hafi verið frestað um rúmlega fjórar klukkustundir og því hafi hann tekið svefnlyf, eitthvað sem hann gerir ekki að staðaldri. Hann segir hegðun sína í kjölfarið ekki vera lýsandi fyrir þann karakter sem hann hefur að geyma og þá biðst hann afsökunar á gjörðum sínum. Cherilus snýr aftur fyrir framan dómara þann 11. október næstkomandi.
NFL Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Dagskráin: Úrvalsdeildin í pílu, Bónusdeildin, formúlan og Doc Zone „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Sjá meira