Heimir: Valsmenn fengu tvö færi og skoruðu tvö mörk Andri Már Eggertsson skrifar 19. ágúst 2024 20:45 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ánægður með spilamennskuna Vísir/Anton Brink FH gerði 2-2 jafntefli gegn Val í annað skiptið á tímabilinu. Leikurinn var mikill rússíbani og bæði lið skoruðu í uppbótartímanum. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ánægður með frammistöðu liðsins. „Úr því sem komið var þar sem þeir skoruðu á 94. mínútu sýndum við karakter að koma til baka og jafna. Ef maður skoðar leikinn í heild sinni og þá sérstaklega seinni hálfleik þá var eitt lið á vellinum og við vorum miklu betri.“ „Það var sama upp á teningnum í fyrri umferðinni þá vorum við miklu betri líka en Valsmenn eru góðir að því leytinu til að þeir refsa liðum og þurfa ekki mörg færi til að skora. Þeir fengu tvö færi í þessum leik og skoruðu tvö mörk. Það voru vonbrigði að vinna ekki þennan leik,“ sagði Heimir eftir leik. Heimir var ánægður með frammistöðu liðsins og fór yfir það hvað breyttist hjá FH í síðari hálfleik þar sem hans menn sundurspiluðu Val. „Við vorum betri á boltanum í seinni hálfleik og það var gott flot á boltanum. Við vorum að fá fyrirgjafir og vorum hættulegir í föstum leikatriðum. Skiptingarnar lyftu leik liðsins og það hjálpaði til. Við megum ekki gleyma því að það var góður karakter að koma til baka.“ Valur var yfir í hálfleik og aðspurður út í fyrsta mark gestanna sagði Heimir að þetta hafi verið uppskrift sem hann hafði séð oft áður. „Þetta var uppskrift sem við höfum séð oft áður. Bæði fyrra og seinna markið þar sem Birkir Már [Sævarsson] fer upp vænginn og hann er ótrúlega góður í að tímasetja hlaup og Tryggvi [Hrafn Haraldsson] kom inn í teig og við gleymdum okkur en heilt yfir náðum við að loka á það sem þeir voru að gera og við tökum það með okkur.“ „Eins og ég sagði fyrir leik þá var leikurinn okkar gegn KR var slakur þrátt fyrir að öll tölfræði hafi sýnt að við vorum betri þá var fínt að spila á móti góðu liði og fá stig,“ sagði Heimir að lokum. FH Besta deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Sjá meira
„Úr því sem komið var þar sem þeir skoruðu á 94. mínútu sýndum við karakter að koma til baka og jafna. Ef maður skoðar leikinn í heild sinni og þá sérstaklega seinni hálfleik þá var eitt lið á vellinum og við vorum miklu betri.“ „Það var sama upp á teningnum í fyrri umferðinni þá vorum við miklu betri líka en Valsmenn eru góðir að því leytinu til að þeir refsa liðum og þurfa ekki mörg færi til að skora. Þeir fengu tvö færi í þessum leik og skoruðu tvö mörk. Það voru vonbrigði að vinna ekki þennan leik,“ sagði Heimir eftir leik. Heimir var ánægður með frammistöðu liðsins og fór yfir það hvað breyttist hjá FH í síðari hálfleik þar sem hans menn sundurspiluðu Val. „Við vorum betri á boltanum í seinni hálfleik og það var gott flot á boltanum. Við vorum að fá fyrirgjafir og vorum hættulegir í föstum leikatriðum. Skiptingarnar lyftu leik liðsins og það hjálpaði til. Við megum ekki gleyma því að það var góður karakter að koma til baka.“ Valur var yfir í hálfleik og aðspurður út í fyrsta mark gestanna sagði Heimir að þetta hafi verið uppskrift sem hann hafði séð oft áður. „Þetta var uppskrift sem við höfum séð oft áður. Bæði fyrra og seinna markið þar sem Birkir Már [Sævarsson] fer upp vænginn og hann er ótrúlega góður í að tímasetja hlaup og Tryggvi [Hrafn Haraldsson] kom inn í teig og við gleymdum okkur en heilt yfir náðum við að loka á það sem þeir voru að gera og við tökum það með okkur.“ „Eins og ég sagði fyrir leik þá var leikurinn okkar gegn KR var slakur þrátt fyrir að öll tölfræði hafi sýnt að við vorum betri þá var fínt að spila á móti góðu liði og fá stig,“ sagði Heimir að lokum.
FH Besta deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Sjá meira