Fótbolti

Hákon Arnar með stoð­sendingu í mikil­vægum sigri Lil­le

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hákon Arnar átti góðan leik.
Hákon Arnar átti góðan leik. Ahmad Mora/Getty Images

Hákon Arnar Haraldsson og félagar í franska knattspyrnuliðinu Lille eru komnir með annan fótinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 2-0 sigur á Slavia Prag í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppninni.

Hákon Arnar var í byrjunarliði Lille í kvöld og spilaði allan leikinn. Eftir markalausan fyrri hálfleik lagði Íslendingurinn upp fyrra mark Lille. Það skoraði kanadíski framherjinn Jonathan David með markið af stuttu færi eftir góðan undirbúning Skagamannsins knáa.

Gestirnir frá Tékklandi náðu að jafna leikinn en markið dæmt af vegna rangstöðu. Það nýttu heimamenn sér og skoraði Edon Zhegrova glæsilegt mark eftir að hafa spólað sig í gegnum vörn Tékkanna. 

Aftur náðu gestirnir að skora skömmu eftir að mark heimaliðsins en aftur var markið dæmt af vegna rangstöðu. Lukkan svo sannarlega ekki með leikmönnum Slavia Prag í liði í kvöld.

Lokatölur 2-0 og Lille í frábærum málum fyrir síðari leik liðanna sem fram fer í næstu viku. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×