Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin átta úr sigrum Vals og Breiðabliks

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Birta Georgsdóttir sést hér til hægri en hún skoraði fyrsta mark Breiðabliks í gær.
Birta Georgsdóttir sést hér til hægri en hún skoraði fyrsta mark Breiðabliks í gær. vísir / anton brink

Átta mörk voru skoruð í tveimur leikjum í Bestu deild kvenna í gærkvöldi. Toppliðin Valur og Breiðablik unnu sína leiki gegn Fylki og Þrótti, mörkin átta má sjá hér fyrir neðan.

Þróttur – Breiðablik 2-4

Nik Chamberlain stýrði Breiðablik til sigurs gegn sínu gamla liði. Birta Georgsdóttir braut ísinn og Karitas Tómasdóttir bætti við rétt fyrir hálfleik. 

Sæunn Björnsdóttir minnkaði muninn fyrir Þrótt eftir hornspyrnu í byrjun seinni hálfleiks en skömmu síðar voru Blikar aftur komnir tveimur mörkum yfir þökk sé Vigdísi Lilju Kristjánsdóttur.

Samantha Smith skoraði svo fjórða mark Breiðabliks korteri seinna áður en Caroline Murray minnkaði muninn í 4-2 fyrir Þrótt en þar við sat til enda.

Klippa: Mörkin úr leik Þróttar og Breiðabliks

Valur – Fylkir 2-0

Nýkrýndir bikarmeistarar Vals höfðu betur gegn Fylki 2-0. Staðan var jöfn fram að 82. mínútu en þá braut Lillý Rut Hlynsdóttir ísinn og Helena Ósk Hálfdánardóttir bætti við öðru marki í uppbótartíma.

Klippa: Mörkin úr leik Vals og Fylkis

Tengdar fréttir

Vilja að Linda Líf verði kölluð í landsliðið

Nýliðar Víkings hafa fagnað góðu gengi í Bestu deild kvenna í sumar. Undanfarið hefur liðið rokið upp stigatöfluna og situr nú jafnt 3. sæti deildarinnar. Einn leikmaður liðsins á stóran þátt í því, Linda Líf Boama.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×