Tíminn naumur hjá KSÍ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2024 11:16 Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ, segir málið í ferli og vonast til að klára það fyrir dagslok. Vísir/Samsett KSÍ hefur borist áfrýjun frá KR vegna niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar sem greint var frá í gær. KR krefst 3-0 sigurs á HK þar sem Kópvogsfélaginu tókst ekki að hafa Kórinn leikhæfan þegar félögin mættust á dögunum. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafnaði kröfu KR þess efnis að liðinu yrði dæmdur sigur í leik gegn HK í Bestu deild karla. Leiknum var aflýst þar sem annað mark Kórsins var brotið og varamörk ekki til staðar. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, staðfesti í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld að KR hyggðist áfrýja þeim dómi. Hann kallar eftir því að málið fái efnislega umfjöllun. „Því miður virðist aga- og úrskurðarnefnd KSÍ falla í þá gryfju að vísa málum frá svo þau fá ekki efnislega umfjöllun. Ég held það vilji allir fá, sama hvort þeir hafi samúð með KR eða HK í þessu tiltekna tilfelli, umfjöllun um þetta og hvað sé raunverulega í lagi og hvað sé ekki í lagi. Það er þá eitthvað sem fólk verður að gera upp við sig,“ er á meðal þess sem Páll sagði í samtali við Stöð í gær. Tíminn naumur Nýr leiktími var fundinn fyrir leik liðanna í síðustu viku og hann á að fara fram klukkan átta annað kvöld. Tíminn er því naumur fyrir áfrýjunardómstól KSÍ að fara yfir málið. Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ.Mynd/KSÍ Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ, segir málið í ferli og að stefnt sé að því að klára það fyrir dagslok. „Það barst áfrýjun frá knattspyrnudeild KR í morgun, um níuleytið. Sú áfrýjun var strax sett í ferli. Varnaraðilum í málinu, stjórn KSÍ og HK, gefinn frestur til að andmælum eða taka til varnar í málinu til klukkan þrjú í dag,“ segir Haukur í samtali við íþróttadeild. „Svo mun dómstóllinn koma saman seinni partinn í dag og taka málið fyrir. Svo hugsanlega ná að klára málið í kvöld eða fyrramálið,“ bætir Haukur við. Vegna knapps tímaramma er vonast til að eyða óvissunni fyrir alla aðila máls sem allra fyrst. „Við reynum að gefa sjónvarpsrétthafa og leikaðilum sjálfum nægan fyrirvara. Vonandi verður þetta klárað í dag en í síðasta lagi í fyrramálið. Það er uppleggið, nema eitthvað annað óvænt komi upp,“ segir Haukur. Hver er forsaga málsins? Upprunalega átti leikur KR og HK að fara fram fimmtudaginn 8. ágúst en hafði þá þegar verið frestað um einn dag vegna framkvæmda í Kórnum. Þar hafði verið skipt um gervigras í aðdraganda leiksins. Bæði lið voru mætt til leiks þegar upp kom að annað markið á vellinum var brotið. Leikmenn, stuðningsmenn og fleiri voru mættir í Kórinn en hætta þurfti við leikinn. Í kjölfarið sendu KR-ingar stjórn KSÍ erindi vegna ákvörðunar mótanefndar að setja leikinn á 22. ágúst. Athugasemdir þeirra virðast ekki hafa fengið hljómgrunn. Stjórn KSÍ vísaði málinu frá með vísun í grein 15.6 í reglugerð um knattspyrnumót, en þar er talað um „óviðráðanlegar orsakir“ fyrir því að leikur fari ekki fram, svo sem veður eða ástand vallar. Að mati KR-inga á sú grein ekki við. Að HK, sem framkvæmdaraðili leik beri ábyrgð á því að mörkin séu í lagi. Í reglum KSÍ segir að varamörk eigi að vera til staðar, en svo var ekki í Kórnum. Í kæru sinni segja KR-ingar HK hafa vitað af því á hádegi á leikdag að markið væri brotið og því haft nægan tíma til að bregðast við. Framkvæmdastjóri HK sagði í samtali við Vísi að fjöldi mistaka hefði átt sér stað í aðdraganda leiks. Í yfirlýsingu KR er bent á að málið sé fordæmisgefandi og því telja KR-ingar brýnt að dómstólar KSÍ úrskurði í málinu. Þeir velta því upp hvað gerist þegar græjurnar eru ekki í lagi á leikstað og hver beri ábyrgð á því. Sú afstaða, að málið sé fordæmisgefandi, rímar við orð Birkis Sveinssonar, mótastjóra KSÍ, sem segir mál sem þetta ekki hafa komið upp áður. Ekki var leikhæft mark í Kórnum.Vísir/VPE Aga- og úrskurðarnefnd tók málið fyrir í gær og hafnaði kröfu KR. Í úrskurði nefndarinnar segir að skýr viðurlagaheimild þurfi að vera fyrir hendi til að HK verði refsað með „afar íþyngjandi viðurlögum sem KR gerir kröfu um. Sú heimild sé því ekki fyrir hendi, enda er ekki klippt og skorið í lögum KSÍ hvað skuli gera í málum sem þessum. Aga- og úrskurðarnefnd vísaði því í sömu grein og stjórn KSÍ gerði í síðustu viku, grein 15.6, sem segir til um „óviðráðanlegar orsakir“. Þrætueplið er því að stóru leyti hvort brotna markstöngin sé dæmi um óviðráðanlegar orsakir. Önnur dæmi um slíkar orsakir eru slæmar veðuraðstæður eða ófærð milli staða. Besta deild karla KSÍ KR HK Íslenski boltinn Fótbolti Kópavogur Tengdar fréttir KR kærir og segir KSÍ mismuna félögum Knattspyrnudeild KR hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frestunar á leik liðsins við HK, í Bestu deild karla, og ætlar að kæra ákvörðun stjórnar KSÍ varðandi málið. 15. ágúst 2024 17:44 Stjórn KSÍ vísaði erindi KR frá Stjórn KSÍ vísaði erindi KR frá, þar sem krafist var þess að KR yrði dæmdur sigur gegn HK eftir að leik liðanna var frestað á dögunum. 14. ágúst 2024 13:33 KR þrýstir á stjórn KSÍ vegna brotna marksins KR-ingar sendu inn erindi til stjórnar KSÍ sem tekið verður fyrir á stjórnarfundi í dag, vegna leiksins við HK sem ekki fór fram í síðustu viku vegna brotins marks í Kórnum. Mögulegt er að HK verði dæmt 3-0 tap vegna málsins. 13. ágúst 2024 14:06 Dýr fýluferð í Kórinn: „Seint sagt að sjóðir KR-klúbbsins séu digrir“ Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld þar sem leikur HK og KR í Bestu deild karla átti að fara fram. Það var dýrt spaug fyrir KR-klúbbinn sem gerði sér rútuferð á leikinn. 9. ágúst 2024 12:31 Vallarstjóri Kópavogs: Frágangurinn ekki eins og við hefðum viljað hafa hann Ekkert varð að leik HK og KR í kvöld sem fram átti að fara inn í Kórnum. Varð það ljóst eftir að annað markið var úrskurðað ónothæft og ekki tókst að koma öðru marki á viðeigandi máta fyrir að mati dómara leiksins. 8. ágúst 2024 21:11 Fallslag HK og KR frestað eftir að mark brotnaði Fallslag HK og KR í Kórnum hefur verið frestað þar sem annað markið í Kórnum virðist hafa brotnað í flutningum. Fundin verður ný dagsetning fyrir leikinn mikilvæga. 8. ágúst 2024 19:34 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafnaði kröfu KR þess efnis að liðinu yrði dæmdur sigur í leik gegn HK í Bestu deild karla. Leiknum var aflýst þar sem annað mark Kórsins var brotið og varamörk ekki til staðar. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, staðfesti í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld að KR hyggðist áfrýja þeim dómi. Hann kallar eftir því að málið fái efnislega umfjöllun. „Því miður virðist aga- og úrskurðarnefnd KSÍ falla í þá gryfju að vísa málum frá svo þau fá ekki efnislega umfjöllun. Ég held það vilji allir fá, sama hvort þeir hafi samúð með KR eða HK í þessu tiltekna tilfelli, umfjöllun um þetta og hvað sé raunverulega í lagi og hvað sé ekki í lagi. Það er þá eitthvað sem fólk verður að gera upp við sig,“ er á meðal þess sem Páll sagði í samtali við Stöð í gær. Tíminn naumur Nýr leiktími var fundinn fyrir leik liðanna í síðustu viku og hann á að fara fram klukkan átta annað kvöld. Tíminn er því naumur fyrir áfrýjunardómstól KSÍ að fara yfir málið. Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ.Mynd/KSÍ Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ, segir málið í ferli og að stefnt sé að því að klára það fyrir dagslok. „Það barst áfrýjun frá knattspyrnudeild KR í morgun, um níuleytið. Sú áfrýjun var strax sett í ferli. Varnaraðilum í málinu, stjórn KSÍ og HK, gefinn frestur til að andmælum eða taka til varnar í málinu til klukkan þrjú í dag,“ segir Haukur í samtali við íþróttadeild. „Svo mun dómstóllinn koma saman seinni partinn í dag og taka málið fyrir. Svo hugsanlega ná að klára málið í kvöld eða fyrramálið,“ bætir Haukur við. Vegna knapps tímaramma er vonast til að eyða óvissunni fyrir alla aðila máls sem allra fyrst. „Við reynum að gefa sjónvarpsrétthafa og leikaðilum sjálfum nægan fyrirvara. Vonandi verður þetta klárað í dag en í síðasta lagi í fyrramálið. Það er uppleggið, nema eitthvað annað óvænt komi upp,“ segir Haukur. Hver er forsaga málsins? Upprunalega átti leikur KR og HK að fara fram fimmtudaginn 8. ágúst en hafði þá þegar verið frestað um einn dag vegna framkvæmda í Kórnum. Þar hafði verið skipt um gervigras í aðdraganda leiksins. Bæði lið voru mætt til leiks þegar upp kom að annað markið á vellinum var brotið. Leikmenn, stuðningsmenn og fleiri voru mættir í Kórinn en hætta þurfti við leikinn. Í kjölfarið sendu KR-ingar stjórn KSÍ erindi vegna ákvörðunar mótanefndar að setja leikinn á 22. ágúst. Athugasemdir þeirra virðast ekki hafa fengið hljómgrunn. Stjórn KSÍ vísaði málinu frá með vísun í grein 15.6 í reglugerð um knattspyrnumót, en þar er talað um „óviðráðanlegar orsakir“ fyrir því að leikur fari ekki fram, svo sem veður eða ástand vallar. Að mati KR-inga á sú grein ekki við. Að HK, sem framkvæmdaraðili leik beri ábyrgð á því að mörkin séu í lagi. Í reglum KSÍ segir að varamörk eigi að vera til staðar, en svo var ekki í Kórnum. Í kæru sinni segja KR-ingar HK hafa vitað af því á hádegi á leikdag að markið væri brotið og því haft nægan tíma til að bregðast við. Framkvæmdastjóri HK sagði í samtali við Vísi að fjöldi mistaka hefði átt sér stað í aðdraganda leiks. Í yfirlýsingu KR er bent á að málið sé fordæmisgefandi og því telja KR-ingar brýnt að dómstólar KSÍ úrskurði í málinu. Þeir velta því upp hvað gerist þegar græjurnar eru ekki í lagi á leikstað og hver beri ábyrgð á því. Sú afstaða, að málið sé fordæmisgefandi, rímar við orð Birkis Sveinssonar, mótastjóra KSÍ, sem segir mál sem þetta ekki hafa komið upp áður. Ekki var leikhæft mark í Kórnum.Vísir/VPE Aga- og úrskurðarnefnd tók málið fyrir í gær og hafnaði kröfu KR. Í úrskurði nefndarinnar segir að skýr viðurlagaheimild þurfi að vera fyrir hendi til að HK verði refsað með „afar íþyngjandi viðurlögum sem KR gerir kröfu um. Sú heimild sé því ekki fyrir hendi, enda er ekki klippt og skorið í lögum KSÍ hvað skuli gera í málum sem þessum. Aga- og úrskurðarnefnd vísaði því í sömu grein og stjórn KSÍ gerði í síðustu viku, grein 15.6, sem segir til um „óviðráðanlegar orsakir“. Þrætueplið er því að stóru leyti hvort brotna markstöngin sé dæmi um óviðráðanlegar orsakir. Önnur dæmi um slíkar orsakir eru slæmar veðuraðstæður eða ófærð milli staða.
Besta deild karla KSÍ KR HK Íslenski boltinn Fótbolti Kópavogur Tengdar fréttir KR kærir og segir KSÍ mismuna félögum Knattspyrnudeild KR hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frestunar á leik liðsins við HK, í Bestu deild karla, og ætlar að kæra ákvörðun stjórnar KSÍ varðandi málið. 15. ágúst 2024 17:44 Stjórn KSÍ vísaði erindi KR frá Stjórn KSÍ vísaði erindi KR frá, þar sem krafist var þess að KR yrði dæmdur sigur gegn HK eftir að leik liðanna var frestað á dögunum. 14. ágúst 2024 13:33 KR þrýstir á stjórn KSÍ vegna brotna marksins KR-ingar sendu inn erindi til stjórnar KSÍ sem tekið verður fyrir á stjórnarfundi í dag, vegna leiksins við HK sem ekki fór fram í síðustu viku vegna brotins marks í Kórnum. Mögulegt er að HK verði dæmt 3-0 tap vegna málsins. 13. ágúst 2024 14:06 Dýr fýluferð í Kórinn: „Seint sagt að sjóðir KR-klúbbsins séu digrir“ Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld þar sem leikur HK og KR í Bestu deild karla átti að fara fram. Það var dýrt spaug fyrir KR-klúbbinn sem gerði sér rútuferð á leikinn. 9. ágúst 2024 12:31 Vallarstjóri Kópavogs: Frágangurinn ekki eins og við hefðum viljað hafa hann Ekkert varð að leik HK og KR í kvöld sem fram átti að fara inn í Kórnum. Varð það ljóst eftir að annað markið var úrskurðað ónothæft og ekki tókst að koma öðru marki á viðeigandi máta fyrir að mati dómara leiksins. 8. ágúst 2024 21:11 Fallslag HK og KR frestað eftir að mark brotnaði Fallslag HK og KR í Kórnum hefur verið frestað þar sem annað markið í Kórnum virðist hafa brotnað í flutningum. Fundin verður ný dagsetning fyrir leikinn mikilvæga. 8. ágúst 2024 19:34 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira
KR kærir og segir KSÍ mismuna félögum Knattspyrnudeild KR hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frestunar á leik liðsins við HK, í Bestu deild karla, og ætlar að kæra ákvörðun stjórnar KSÍ varðandi málið. 15. ágúst 2024 17:44
Stjórn KSÍ vísaði erindi KR frá Stjórn KSÍ vísaði erindi KR frá, þar sem krafist var þess að KR yrði dæmdur sigur gegn HK eftir að leik liðanna var frestað á dögunum. 14. ágúst 2024 13:33
KR þrýstir á stjórn KSÍ vegna brotna marksins KR-ingar sendu inn erindi til stjórnar KSÍ sem tekið verður fyrir á stjórnarfundi í dag, vegna leiksins við HK sem ekki fór fram í síðustu viku vegna brotins marks í Kórnum. Mögulegt er að HK verði dæmt 3-0 tap vegna málsins. 13. ágúst 2024 14:06
Dýr fýluferð í Kórinn: „Seint sagt að sjóðir KR-klúbbsins séu digrir“ Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld þar sem leikur HK og KR í Bestu deild karla átti að fara fram. Það var dýrt spaug fyrir KR-klúbbinn sem gerði sér rútuferð á leikinn. 9. ágúst 2024 12:31
Vallarstjóri Kópavogs: Frágangurinn ekki eins og við hefðum viljað hafa hann Ekkert varð að leik HK og KR í kvöld sem fram átti að fara inn í Kórnum. Varð það ljóst eftir að annað markið var úrskurðað ónothæft og ekki tókst að koma öðru marki á viðeigandi máta fyrir að mati dómara leiksins. 8. ágúst 2024 21:11
Fallslag HK og KR frestað eftir að mark brotnaði Fallslag HK og KR í Kórnum hefur verið frestað þar sem annað markið í Kórnum virðist hafa brotnað í flutningum. Fundin verður ný dagsetning fyrir leikinn mikilvæga. 8. ágúst 2024 19:34