Skaftárhlaup í hægum vexti og íbúar varaðir við hættu Eiður Þór Árnason skrifar 21. ágúst 2024 12:35 Óvissa ríkir um þróun hlaupsins. Ljósmyndin er úr safni. Vísir/Arnar Skaftárhlaup er í vexti en hefur ekki áhrif á helstu vegi á svæðinu að svo stöddu. Töluverð óvissa er um áframhald hlaupsins og mögulega stærð þess. Að sögn Veðurstofunnar hélt rennsli í Skaftá við Sveinstind áfram að vaxa fram eftir gærkvöldi og hefur verið í hægum vexti það sem af er degi. Mælist það nú tæplega 180 rúmmetrar á sekúndu. Það er sagt sambærilegt við mikið sumarrennsli en í lægri kantinum miðað við hámarksrennsli síðustu Skaftárhlaupa. Fram kemur á vef Veðurstofunnar að rennsli í Eldvatni sem er nærri þjóðvegi eitt sé einnig farið að vaxa jafnt og þétt en hlaupið enn ekki haft áhrif á veginn. Búið er að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna Skaftárhlaups. Ferðafólki er eindregið ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár ofan Skaftárdals og sömuleiðis jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir. Kortið sýnir staðsetningu vatnshæðamæla Veðurstofunnar og rennslisleið hlaupvatns frá Skaftárkötlum.Veðurstofa Íslands Mögulegt að hlaupið vari í allt að tvær vikur Um þrjú ár eru frá síðasta hlaupi úr Vestari-Skaftárkatli sem er sagður óvenju langur tími milli hlaupa. Því er talið líklegt að þetta hlaup eigi upptök sín þar en það hefur ekki fengist staðfest. Að sögn Veðurstofunnar hafa sum fyrri hlaup úr Vestari-Skaftárkatlinum ekki náð miklu hámarksrennsli en varið lengi eða í eina til tvær vikur. Mögulegt sé að slíkt hlaup sé í gangi núna en það sagt enn of snemmt að fullyrða til um það. Veðurstofan segir mikilvægt að íbúar og aðrir sem eigi leið um flóðasvæðið séu meðvitaðir um mögulega hættu á því að Skaftá flæði yfir vegi sem liggi nærri árbökkum, brennisteinsvetni berist með hlaupvatninu sem geti skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi og sprungur geti myndast mjög hratt í kringum ketilinn. Því ætti ferðafólk á Vatnajökli að halda sig fjarri kötlunum, sem og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls þar sem hlaupvatn gæti brotið sér leið upp á yfirborðið. Hlaup í Skaftá Náttúruhamfarir Skaftárhreppur Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi vegna Skaftárhlaups Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna Skaftárhlaups. Ferðafólki er ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár. 21. ágúst 2024 10:15 Hlaupið sækir hægt í sig veðrið Hlaup í Skaftá sem hófst í gær er enn á hægri uppleið. 21. ágúst 2024 08:25 Skaftárhlaup líklega að hefjast Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað hægt og rólega síðan í gærkvöldi og vatnshæð og rennsli árinnar við Sveinstind aukist síðustu klukkustundir. Athuganir benda til þess að Skaftárhlaup sé að hefjast. Næstu daga munu flóðaðstæður ríkja við bakka Skaftár, og brennisteinsvetni getur borist með hlaupvatninu. 20. ágúst 2024 21:16 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Að sögn Veðurstofunnar hélt rennsli í Skaftá við Sveinstind áfram að vaxa fram eftir gærkvöldi og hefur verið í hægum vexti það sem af er degi. Mælist það nú tæplega 180 rúmmetrar á sekúndu. Það er sagt sambærilegt við mikið sumarrennsli en í lægri kantinum miðað við hámarksrennsli síðustu Skaftárhlaupa. Fram kemur á vef Veðurstofunnar að rennsli í Eldvatni sem er nærri þjóðvegi eitt sé einnig farið að vaxa jafnt og þétt en hlaupið enn ekki haft áhrif á veginn. Búið er að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna Skaftárhlaups. Ferðafólki er eindregið ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár ofan Skaftárdals og sömuleiðis jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir. Kortið sýnir staðsetningu vatnshæðamæla Veðurstofunnar og rennslisleið hlaupvatns frá Skaftárkötlum.Veðurstofa Íslands Mögulegt að hlaupið vari í allt að tvær vikur Um þrjú ár eru frá síðasta hlaupi úr Vestari-Skaftárkatli sem er sagður óvenju langur tími milli hlaupa. Því er talið líklegt að þetta hlaup eigi upptök sín þar en það hefur ekki fengist staðfest. Að sögn Veðurstofunnar hafa sum fyrri hlaup úr Vestari-Skaftárkatlinum ekki náð miklu hámarksrennsli en varið lengi eða í eina til tvær vikur. Mögulegt sé að slíkt hlaup sé í gangi núna en það sagt enn of snemmt að fullyrða til um það. Veðurstofan segir mikilvægt að íbúar og aðrir sem eigi leið um flóðasvæðið séu meðvitaðir um mögulega hættu á því að Skaftá flæði yfir vegi sem liggi nærri árbökkum, brennisteinsvetni berist með hlaupvatninu sem geti skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi og sprungur geti myndast mjög hratt í kringum ketilinn. Því ætti ferðafólk á Vatnajökli að halda sig fjarri kötlunum, sem og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls þar sem hlaupvatn gæti brotið sér leið upp á yfirborðið.
Hlaup í Skaftá Náttúruhamfarir Skaftárhreppur Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi vegna Skaftárhlaups Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna Skaftárhlaups. Ferðafólki er ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár. 21. ágúst 2024 10:15 Hlaupið sækir hægt í sig veðrið Hlaup í Skaftá sem hófst í gær er enn á hægri uppleið. 21. ágúst 2024 08:25 Skaftárhlaup líklega að hefjast Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað hægt og rólega síðan í gærkvöldi og vatnshæð og rennsli árinnar við Sveinstind aukist síðustu klukkustundir. Athuganir benda til þess að Skaftárhlaup sé að hefjast. Næstu daga munu flóðaðstæður ríkja við bakka Skaftár, og brennisteinsvetni getur borist með hlaupvatninu. 20. ágúst 2024 21:16 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Lýsa yfir óvissustigi vegna Skaftárhlaups Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna Skaftárhlaups. Ferðafólki er ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár. 21. ágúst 2024 10:15
Hlaupið sækir hægt í sig veðrið Hlaup í Skaftá sem hófst í gær er enn á hægri uppleið. 21. ágúst 2024 08:25
Skaftárhlaup líklega að hefjast Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað hægt og rólega síðan í gærkvöldi og vatnshæð og rennsli árinnar við Sveinstind aukist síðustu klukkustundir. Athuganir benda til þess að Skaftárhlaup sé að hefjast. Næstu daga munu flóðaðstæður ríkja við bakka Skaftár, og brennisteinsvetni getur borist með hlaupvatninu. 20. ágúst 2024 21:16