Lítil grein um stóran sáttmála Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 21. ágúst 2024 15:01 Í dag var undirritað samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppfærðan samgöngusáttmála. Með þessari undirritun er staðfest sú framtíðarsýn sem birtist í samgöngusáttmálanum sem ég hafði sem samgönguráðherra forystu um árið 2019 og hjó á harðan hnút í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Á þeim árum sem eru liðin frá undirritun sáttmálans hefur nauðsyn hans verið staðfest: Íbúum hefur fjölgað um 21 þúsund og bifreiðum um tæplega 16 þúsund. Það er ljóst nú og hefur lengi verið ljóst að samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu verða að þróast í samspili stofnvegaframkvæmda, öflugra almenningssamgangna og göngu- og hjólastíga. Aukin lífsgæði Samgöngur eru lífæð landsins. Mikilvægt er að þær séu greiðar og að allar aðgerðir feli í sér aukið öryggi. Samgöngusáttmálinn er eins og fyrr sagði samspil mannvirkja fyrir fjölskyldubílinn, almenningssamgöngur og virkra ferðamáta. Hann felur í sér að fólk getur valið sér ferðamáta. Aukin tíðni í almenningssamgöngum á eftir að einfalda líf íbúa svæðisins og gera fjölskyldum kleift að minnka kostnað sinn þegar kemur að fjölda bíla á heimili. Höfuðborgarsvæðið verður þegar framkvæmdum sáttmálans lýkur, líkara þeim borgarsvæðum sem við þekkjum í Evrópu þar sem almenningssamgöngur eru öflugar. Það þýðir með öðrum orðum að samkeppnishæfni höfuðborgarsvæðisins eykst. Því ekki geta það talist dýrmæt lífsgæði að eyða tíma sínum í umferðarteppum. Meiri framkvæmdir – meiri kostnaður Frá því samgöngusáttmálinn var undirritaður árið 2019 hefur heildarkostnaður við verkefnin sem innan hans eru hækkað. Ástæða hækkunarinnar er fyrst og fremst fólgin í því að bæst hafa við stórar og kostnaðarsamar framkvæmdir á borð við göng frá Grensásvegi að Vatnsmýri og stokkur á Sæbraut í stað mislægra gatnamóta. Líkt og í öðrum vegaframkvæmdum á landinu hefur vísitala framkvæmda hækkað mikið á síðustu árum. Það gildir einnig innan höfuðborgarsvæðisins. Ekkert Hókus pókus! Óskhyggja dugar skammt þegar kemur að samgöngum. Lögmál veruleikans hverfa ekki sama hversu oft menn hrópa hókus pókus. Samgöngur eru einn af grunnþáttum í uppbyggingu samfélaga. Uppbygging samgangna snýr að því að uppfylla þarfir samfélagsins, ekki aðeins í dag heldur einnig og ekki síst fyrir komandi kynslóðir. Samgöngur og skipulag byggðar snýst um að auka lífsgæði borgaranna. Staðreyndin er sú að án öflugra almenningssamgangna mun alltaf þrengjast meira og meira að fjölskyldubílnum nema sífellt stærri hluti af flatarmáli höfuðborgarsvæðisins fari undir sífellt fleiri akreinar og bílastæði. Ég leyfi mér að efast um að það sé vilji íbúa höfuðborgarsvæðisins. Raunsæi kallar á hugrekki Stundum er það svo að stór verkefni sem taka áratugi í framkvæmd, líkt og raunin er þegar kemur að skipulagsmálum og samgöngumálum, mæta afgangi hjá stjórnmálamönnum því afraksturinn verður ekki sýnilegur í næstu kosningum. Einhver sagði að samgöngur og skipulag væru ekki pólitík heldur framtíðarsýn sem byggðist á gögnum og raunsæi, sem sagt skynsemi - en skynsemi er pólitísk stefna. Stundum er það svo að það raunsæi kallar á pólitískt hugrekki. Undirritun uppfærðs samgöngusáttmála er staðfesting þess að slíkt hugrekki finnst í íslenskum stjórnmálum. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í dag var undirritað samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppfærðan samgöngusáttmála. Með þessari undirritun er staðfest sú framtíðarsýn sem birtist í samgöngusáttmálanum sem ég hafði sem samgönguráðherra forystu um árið 2019 og hjó á harðan hnút í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Á þeim árum sem eru liðin frá undirritun sáttmálans hefur nauðsyn hans verið staðfest: Íbúum hefur fjölgað um 21 þúsund og bifreiðum um tæplega 16 þúsund. Það er ljóst nú og hefur lengi verið ljóst að samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu verða að þróast í samspili stofnvegaframkvæmda, öflugra almenningssamgangna og göngu- og hjólastíga. Aukin lífsgæði Samgöngur eru lífæð landsins. Mikilvægt er að þær séu greiðar og að allar aðgerðir feli í sér aukið öryggi. Samgöngusáttmálinn er eins og fyrr sagði samspil mannvirkja fyrir fjölskyldubílinn, almenningssamgöngur og virkra ferðamáta. Hann felur í sér að fólk getur valið sér ferðamáta. Aukin tíðni í almenningssamgöngum á eftir að einfalda líf íbúa svæðisins og gera fjölskyldum kleift að minnka kostnað sinn þegar kemur að fjölda bíla á heimili. Höfuðborgarsvæðið verður þegar framkvæmdum sáttmálans lýkur, líkara þeim borgarsvæðum sem við þekkjum í Evrópu þar sem almenningssamgöngur eru öflugar. Það þýðir með öðrum orðum að samkeppnishæfni höfuðborgarsvæðisins eykst. Því ekki geta það talist dýrmæt lífsgæði að eyða tíma sínum í umferðarteppum. Meiri framkvæmdir – meiri kostnaður Frá því samgöngusáttmálinn var undirritaður árið 2019 hefur heildarkostnaður við verkefnin sem innan hans eru hækkað. Ástæða hækkunarinnar er fyrst og fremst fólgin í því að bæst hafa við stórar og kostnaðarsamar framkvæmdir á borð við göng frá Grensásvegi að Vatnsmýri og stokkur á Sæbraut í stað mislægra gatnamóta. Líkt og í öðrum vegaframkvæmdum á landinu hefur vísitala framkvæmda hækkað mikið á síðustu árum. Það gildir einnig innan höfuðborgarsvæðisins. Ekkert Hókus pókus! Óskhyggja dugar skammt þegar kemur að samgöngum. Lögmál veruleikans hverfa ekki sama hversu oft menn hrópa hókus pókus. Samgöngur eru einn af grunnþáttum í uppbyggingu samfélaga. Uppbygging samgangna snýr að því að uppfylla þarfir samfélagsins, ekki aðeins í dag heldur einnig og ekki síst fyrir komandi kynslóðir. Samgöngur og skipulag byggðar snýst um að auka lífsgæði borgaranna. Staðreyndin er sú að án öflugra almenningssamgangna mun alltaf þrengjast meira og meira að fjölskyldubílnum nema sífellt stærri hluti af flatarmáli höfuðborgarsvæðisins fari undir sífellt fleiri akreinar og bílastæði. Ég leyfi mér að efast um að það sé vilji íbúa höfuðborgarsvæðisins. Raunsæi kallar á hugrekki Stundum er það svo að stór verkefni sem taka áratugi í framkvæmd, líkt og raunin er þegar kemur að skipulagsmálum og samgöngumálum, mæta afgangi hjá stjórnmálamönnum því afraksturinn verður ekki sýnilegur í næstu kosningum. Einhver sagði að samgöngur og skipulag væru ekki pólitík heldur framtíðarsýn sem byggðist á gögnum og raunsæi, sem sagt skynsemi - en skynsemi er pólitísk stefna. Stundum er það svo að það raunsæi kallar á pólitískt hugrekki. Undirritun uppfærðs samgöngusáttmála er staðfesting þess að slíkt hugrekki finnst í íslenskum stjórnmálum. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Framsóknar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun