Borgarlína í grunninn bara betri strætó Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. ágúst 2024 17:09 Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Vísir/Arnar Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að verið sé að mæta væntingum íbúa um greiðari samgöngur fyrir alla með nýjum samgöngusáttmála. Hann segir að höfuðborgarsvæðið sé í bullandi samkeppni við borgir um heim allan um fólk, og tryggja þurfi samkeppnishæfni svæðisins. Einnig sé Borgarlína í grunninn bara strætó. „Mig langar að taka undir með þeim sem hafa minnt á það að þetta er samgöngusáttmáli. Við þekkjum það öll að umræðan um þetta stóra innviðafjárfestingarverkefni fer í allar áttir og það er kannski fátt sem er rifist jafnmikið um á kaffistofunum og blöðunum,“ segir Einar. Hann segir að samgöngusáttmálinn mæti ólíkum þörfum fólks. Sumir þurfi bíl, sumir tvo bíla og aðrir ekki. „Það er verið að mæta væntingum íbúa um greiðari samgöngur fyrir okkur öll, hvort sem við þurfum að nota fjölskyldubílinn eða strætó,“ segir Einar. Borgarlína bara strætó í grunninn Einar segir að með sáttmálanum sé verið að gera strætó betri. „Við köllum hana Borgarlínu, það er gott orð, en í grunninn er þetta bara betri strætó með tíðari ferðum og betri þjónustu. Við kjörnir fulltrúar erum bara í vinnunni við það að tryggja góða þjónustu.“ „Fólk gerir kröfur, það gerir kröfur um það að sitja ekki fast í umferðinni, gerir kröfur um það að geta nýtt sér grænar lausnir í samgöngum, hjólastíga, almenningssamgöngur eða fara gangandi,“ segir Einar. Sáttmálinn sé blanda af þessu öllu. Vita af óánægju með strætó „Við vitum að það er óánægja með það, að stundum gengur þetta ekki nógu vel hjá strætó, en það er verið að mæta því með öflugri innkomu ríkisins inn í rekstur almenningssamgangna,“ segir Einar, og kveðst mjög þakklátur fyrir það. Hann segir að stærstu pólitísku tíðindin í dag séu að það sé verið að innsigla þá sýn sem sett var fram árið 2019, að á höfuðborgarsvæðinu væri ein samgöngustefna. „Við erum að ganga í takt og það skiptir gríðarlegu máli. Ef við göngum ekki í takt náum við engum árangri. Þetta er gleðidagur, og ég hlakka til að sjá samgöngusáttmálann rætast og koma til framkvæmda,“ segir Einar. Samgöngur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
„Mig langar að taka undir með þeim sem hafa minnt á það að þetta er samgöngusáttmáli. Við þekkjum það öll að umræðan um þetta stóra innviðafjárfestingarverkefni fer í allar áttir og það er kannski fátt sem er rifist jafnmikið um á kaffistofunum og blöðunum,“ segir Einar. Hann segir að samgöngusáttmálinn mæti ólíkum þörfum fólks. Sumir þurfi bíl, sumir tvo bíla og aðrir ekki. „Það er verið að mæta væntingum íbúa um greiðari samgöngur fyrir okkur öll, hvort sem við þurfum að nota fjölskyldubílinn eða strætó,“ segir Einar. Borgarlína bara strætó í grunninn Einar segir að með sáttmálanum sé verið að gera strætó betri. „Við köllum hana Borgarlínu, það er gott orð, en í grunninn er þetta bara betri strætó með tíðari ferðum og betri þjónustu. Við kjörnir fulltrúar erum bara í vinnunni við það að tryggja góða þjónustu.“ „Fólk gerir kröfur, það gerir kröfur um það að sitja ekki fast í umferðinni, gerir kröfur um það að geta nýtt sér grænar lausnir í samgöngum, hjólastíga, almenningssamgöngur eða fara gangandi,“ segir Einar. Sáttmálinn sé blanda af þessu öllu. Vita af óánægju með strætó „Við vitum að það er óánægja með það, að stundum gengur þetta ekki nógu vel hjá strætó, en það er verið að mæta því með öflugri innkomu ríkisins inn í rekstur almenningssamgangna,“ segir Einar, og kveðst mjög þakklátur fyrir það. Hann segir að stærstu pólitísku tíðindin í dag séu að það sé verið að innsigla þá sýn sem sett var fram árið 2019, að á höfuðborgarsvæðinu væri ein samgöngustefna. „Við erum að ganga í takt og það skiptir gríðarlegu máli. Ef við göngum ekki í takt náum við engum árangri. Þetta er gleðidagur, og ég hlakka til að sjá samgöngusáttmálann rætast og koma til framkvæmda,“ segir Einar.
Samgöngur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira