Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.
Í kvörtunarbréfi Hvals til umboðsmanns segi Að málsmeðferð ráðherrans hafi einkennst af „skipulagðri óskilvirkni“ og á það bent að ráðherra hefði ítrekað sagst vera að skoða og meta málið, bíða eftir gögnum og umsögnum o.s.frv., en á sama tíma hefðu þó engar slíkar beiðnir verið útistandandi.
Umboðsmaður komst að þeirri niðurstöðu í janúar á þessu ári að reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi matvælaráðherra um frestun upphafs hvalveiða síðasta sumar hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, sem tók við sem matvælaráðherra af Svandísi, veitti síðan Hval hf. veiðileyfi til veiða á langreyðum í júní á þessu ári.
Hvalur hf. telur að verulegir annamarkar hafi verið á stjórnsýslu ráðherrans og ráðuneytisins og málsmeðferðin ekki í samræmi við gildandi lög, meginreglur stjórnsýsluréttar og vandaða stjórnsýsluhætti. Dregið hafi verið úr öllum fyrirsjáanleika við rekstur fyrirtækisins og stjórnsýslan fari gegn gildandi framkvæmd og fyrri umfjöllun um úthlutun leyfa.
Sjórnsýslan, virt í heild, miði augljóslega að því að koma í veg fyrir hvalveiðar eða þrengja verulega að þeim. Slík háttsemi sé þvert á stjórnarskrárvarin réttindi félagsins og gildandi lög.