Sport

Daninn í NFL fær að lág­marki einn milljarð í nýjum samningi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hjalte Froholdt í leik með Arizona Cardinals í NFL deildinni.
Hjalte Froholdt í leik með Arizona Cardinals í NFL deildinni. Getty/Ryan Kang

Danski leikmaðurinn Hjalte Froholdt er að gera góða hluti í ameríska fótboltanum en hann hefur nú fengið nýjan samning hjá liði Arizona Cardinals.

Froholdt er 28 ára gamall og spilar sem senter í sóknarlínunni. Það er hann sem hefur allar sóknir liðsins með því að koma boltanum á leikstjórnandann.

Sá danski skrifaði undir tveggja ára samning og fær að lágmarki átta milljónir dollara eða rúman milljarð í íslenskum krónum.

Þegar hugsanlegar bónusgreiðslur eru teknir inn í þetta þá gæti Froholdt fengið alls tólf milljónir dollara eða 1,6 milljarð króna.

Froholdt flakkaði á milli liða í byrjun NFL-ferils síns en hann hefur fundið sér heimili í Arizona.

Froholdt spilaði alla sautján leikina á síðustu leiktíð og er það mikilvægur leikmaður að hann fékk þennan flotta samning.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×