Kórsmálinu ekki lokið: HK gæti enn verið refsað Valur Páll Eiríksson skrifar 23. ágúst 2024 12:17 Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ, segir aga- og úrskurðanefnd KSÍ enn eiga eftir að ræða skýrslu eftirlitsmanns frá leiknum sem fór ekki fram. Vísir/Samsett Máli HK vegna frestaðs leiks við KR í Bestu deild karla er ekki lokið þrátt fyrir að leikurinn hafi farið fram í gærkvöld. Líklegt þykir að HK-ingar verði sektaðir vegna mistaka við framkvæmd leiks. HK vann frækinn 3-2 sigur á KR í Kórnum í gær eftir að hafa verið 2-0 undir í hálfleik. Leikur liðanna átti upprunalega að fara fram þann 8. ágúst síðastliðinn en var frestað þar sem annað markanna var brotið og ekki hægt að spila leikinn. Úr varð mikið mál. KR kærði Kópavogsliðið og krafðist 3-0 sigurs en því var hafnað bæði af aga- og úrskurðarnefnd sem og áfrýjunardómstóli KSÍ. Nefndin tók kæru KR fyrir en á þó eftir að taka fyrir skýrslu eftirlitsmanns frá leiknum sem ekki fór fram. „Það sem aga- og úrskurðarnefndin, og síðan áfrýjunardómstóllinn í gær, tók fyrir er þetta kærumál frá KR. En eins og vaninn er þá berast allar skýrslur eftirlitsmanna og dómara sjálfkrafa til nefndarinnar og fá sérstaka og sjálfstæða umfjöllun þar,“ segir Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ í samtali við íþróttadeild. „Þær skýrslur hafa fengið umfjöllun hjá aga- og úrskurðarnefnd og kallað eftir sérstökum viðbrögðum frá HK vegna framkvæmdar á leik og á alveg eftir að komast að niðurstöðu og úrskurða í því máli sérstaklega. Eins og gefið var til kynna í niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar er það alveg aðskilið mál,“ segir Haukur enn fremur. Sektum iðulega beitt Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ.Mynd/KSÍ Skýrt kom fram í úrskurði aga- og úrskurðanefndar, sem og áfrýjunardómstólsins, að ekki væri viðurlagaheimild fyrir því að dæma KR 3-0 sigur. Þar kom einnig skýrt fram að verulegir vankantar hefðu verið á framkvæmd leiksins hjá HK. Því má eiga von á því að HK verði refsað, líkast til með sektum, þegar aga- og úrskurðarnefnd tekur málið fyrir á reglubundnum fundi sínum á þriðjudaginn næsta. „Maður getur ekki sagt það með vissu en aga- og úrskurðarnefnd gefur því dálítið undir fótinn í sínum úrskurði (í kærumáli KR) að nefndinni finnist framkvæmdin hafa verið verulega ábótavant og útilokar ekki að einhverjum viðurlögum verði beitt vegna þess. Hún fellst bara ekki á að það verði 3-0 sigur andstæðingsins,“ „Það er ekki óalgengt að sektum sé beitt í málum sem þessum. Miðað við fordæmi um vankanta í framkvæmd leiks hefur aga- og úrskurðarnefnd oft beitt sektum vegna slíkra vankanta. Ekki nákvæmlega eins og þessara í leik HK og KR, en vegna annarskonar vankanta í framkvæmd leiks,“ segir Haukur. HK KSÍ KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
HK vann frækinn 3-2 sigur á KR í Kórnum í gær eftir að hafa verið 2-0 undir í hálfleik. Leikur liðanna átti upprunalega að fara fram þann 8. ágúst síðastliðinn en var frestað þar sem annað markanna var brotið og ekki hægt að spila leikinn. Úr varð mikið mál. KR kærði Kópavogsliðið og krafðist 3-0 sigurs en því var hafnað bæði af aga- og úrskurðarnefnd sem og áfrýjunardómstóli KSÍ. Nefndin tók kæru KR fyrir en á þó eftir að taka fyrir skýrslu eftirlitsmanns frá leiknum sem ekki fór fram. „Það sem aga- og úrskurðarnefndin, og síðan áfrýjunardómstóllinn í gær, tók fyrir er þetta kærumál frá KR. En eins og vaninn er þá berast allar skýrslur eftirlitsmanna og dómara sjálfkrafa til nefndarinnar og fá sérstaka og sjálfstæða umfjöllun þar,“ segir Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ í samtali við íþróttadeild. „Þær skýrslur hafa fengið umfjöllun hjá aga- og úrskurðarnefnd og kallað eftir sérstökum viðbrögðum frá HK vegna framkvæmdar á leik og á alveg eftir að komast að niðurstöðu og úrskurða í því máli sérstaklega. Eins og gefið var til kynna í niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar er það alveg aðskilið mál,“ segir Haukur enn fremur. Sektum iðulega beitt Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ.Mynd/KSÍ Skýrt kom fram í úrskurði aga- og úrskurðanefndar, sem og áfrýjunardómstólsins, að ekki væri viðurlagaheimild fyrir því að dæma KR 3-0 sigur. Þar kom einnig skýrt fram að verulegir vankantar hefðu verið á framkvæmd leiksins hjá HK. Því má eiga von á því að HK verði refsað, líkast til með sektum, þegar aga- og úrskurðarnefnd tekur málið fyrir á reglubundnum fundi sínum á þriðjudaginn næsta. „Maður getur ekki sagt það með vissu en aga- og úrskurðarnefnd gefur því dálítið undir fótinn í sínum úrskurði (í kærumáli KR) að nefndinni finnist framkvæmdin hafa verið verulega ábótavant og útilokar ekki að einhverjum viðurlögum verði beitt vegna þess. Hún fellst bara ekki á að það verði 3-0 sigur andstæðingsins,“ „Það er ekki óalgengt að sektum sé beitt í málum sem þessum. Miðað við fordæmi um vankanta í framkvæmd leiks hefur aga- og úrskurðarnefnd oft beitt sektum vegna slíkra vankanta. Ekki nákvæmlega eins og þessara í leik HK og KR, en vegna annarskonar vankanta í framkvæmd leiks,“ segir Haukur.
HK KSÍ KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki