Uppgjörið og viðtöl: Fylkir - FH 2-3 | Sterkur sigur þrátt fyrir að lenda undir í tvígang Andri Már Eggertsson skrifar 25. ágúst 2024 22:06 Björn Daníel skoraði tvívegis fyrir FH-inga. Vísir / Diego FH-ingar unnu afar sterkan 3-2 útisigur er liðið heimsótti Fylki í síðasta leik dagsins í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Leikurinn byrjaði með látum. Heimamenn komust yfir þar sem Jóhann Ægir Arnarsson varð fyrir því óláni að gera sjálfsmark. Emil Ásmundsson átti skot sem fór af Jóhanni og þaðan endaði boltinn í markinu. Sex mínútum síðar jafnaði Björn Daníel Sverrisson metin. Björn átti skot fyrir utan teig og boltinn var á leiðinni á markið en hafði viðkomu í varnarmann Fylkis á leið í markið. Fjörið var ekki búið því á 12. mínútu skoraði Orri Sveinn Segatta annað mark Fylkis. Arnór Breki Ásþórsson tók hornspyrnu sem Orri stangaði í markið af stuttu færi. Eftir rosalegar tólf mínútur sem skilaði þremur mörkum datt leikurinn niður og heimamenn voru 2-1 yfir í hálfleik. Björn Daníel Sverrisson var aftur á ferðinni í seinni hálfleik og jafnaði leikinn á 60. mínútu. Kjartan Kári Halldórsson átti aukaspyrnu sem Björn Daníel skallaði aftur fyrir sig og í autt markið þar sem Ólafur Kristófer Helgason, markmaður Fylkis, fór í skógarhlaup og missti af boltnaum. Arnór Borg Guðjohnsen kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið. Kjartan Kári átti en einn gullmolan inn á teig sem Björn Daníel skallaði til Arnórs sem kláraði færið og tryggði FH sigur. Atvik leiksins Fylkismenn gleyma engu og bauluðu á Arnór Borg Guðjohnsen þegar honum var skipt inn á. Arnór Borg féll með Fylki árið 2021 og hafði samið um að leika með Víkingi Reykjavík eftir tímabilið. Í lokaumferðinni árið 2021 var Arnór Borg ekki áhorfandi á leik Fylkis heldur hjá Víkingi sem fór afar illa í stuðningsmenn Fylkis þar sem hann var ennþá leikmaður liðsins. Eftir að það var baulað á hann í kvöld svaraði Arnór fyrir sig og skoraði sigurmarkið. Stjörnur og skúrkar Björn Daníel Sverrisson er að eiga sitt besta tímabil frá því hann kom í FH úr atvinnumennskunni árið 2019. Björn Daníel fór á kostum og skoraði tvö mörk ásamt því átti hann stoðsendingu í þriðja marki FH. Hann er orðinn markahæsti leikmaður FH á tímabilinu með átta mörk. Ólafur Kristófer Helgason, markmaður Fylkis, gaf FH-ingum mark þegar hann las kolvitlaust í stöðuna og reyndi að fara út í bolta sem hann átti ekki möguleika í og Björn Daníel skallaði boltann yfir hann og í markið. Dómarinn Arnar Ingi Ingvarsson var dómari kvöldsins og þetta var hans fyrsti leikur sem aðaldómari í efstu deild. Arnar Ingi komst nokkuð vel frá sínu. Það var vafaatriði hvort FH-ingar áttu að fá vítaspyrnu þegar Björn Daníel féll í teignum en það hefði verið strangur dómur. Stemning og umgjörð Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, sagði í viðtali eftir síðasta leik að Árbærinn væri vaknaður. Það var húllumhæ á Fylkisvellinum og allir sem mættu í Appelsínugulu fengu frítt á völlinn í boði Olís og Meba. Áhorfendur gátu mætt snemma á Fylkisvöllinn og farið í spurningarkeppni og einnig mætti trúbador klukkutíma fyrir leik. „Föstu leikatriðin voru okkar örlagavaldur í kvöld“ Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, viðurkenndi að FH hafi verið betri og átt sigurinn skiliðvísir/Diego Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var ánægður með fyrri hálfleik Fylkis en viðurkenndi að það var á brattann að sækja í síðari hálfleik „Við vorum fínir í fyrri hálfleik og vorum yfir. Við reyndum að laga það sem við þurftum að laga en FH-ingar komu gíraðir inn í seinni hálfleik og við áttum fá svör við því,“ sagði Rúnar Páll eftir leik. Rúnar var ekki sáttur með þær ódýru aukaspyrnur sem hans lið gaf FH-ingum þar sem Kjartan Kári Halldórsson var með góðar sendingar inni í teig. „Við vorum að gefa aukaspyrnur á hættulegum stöðum trekk í trekk. Við fengum á okkur mark úr hornspyrnu og aukaspyrnu og föstu leikatriðin voru okkar örlagavaldur í kvöld.“ „Mér fannst við gefa þeim auðveldar og óþarfa aukaspyrnur. Kjartan Kári er með frábæran fót og setti okkur oft í hættu. Mér fannst við gera vel í byrjun leiks og það var margt jákvætt í fyrri hálfleik.“ Í öðru marki FH fór Ólafur Kristófer Helgason, markmaður Fylkis, út í fyrirgjöf sem hann missti af og Björn Daníel Sverrisson skoraði en Rúnar sagði að þjálfarateymið vildi að hann færi út í svona fyrirgjafir. „Við erum búnir að segja við Óla að hann verður að þora að fara út og fara í svona bolta. Þannig þróast markmenn að vera ekki hræddir að fara út í þetta en svona kemur fyrir og við styðjum hann í því,“ sagði Rúnar Páll að lokum. Besta deild karla FH Fylkir
FH-ingar unnu afar sterkan 3-2 útisigur er liðið heimsótti Fylki í síðasta leik dagsins í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Leikurinn byrjaði með látum. Heimamenn komust yfir þar sem Jóhann Ægir Arnarsson varð fyrir því óláni að gera sjálfsmark. Emil Ásmundsson átti skot sem fór af Jóhanni og þaðan endaði boltinn í markinu. Sex mínútum síðar jafnaði Björn Daníel Sverrisson metin. Björn átti skot fyrir utan teig og boltinn var á leiðinni á markið en hafði viðkomu í varnarmann Fylkis á leið í markið. Fjörið var ekki búið því á 12. mínútu skoraði Orri Sveinn Segatta annað mark Fylkis. Arnór Breki Ásþórsson tók hornspyrnu sem Orri stangaði í markið af stuttu færi. Eftir rosalegar tólf mínútur sem skilaði þremur mörkum datt leikurinn niður og heimamenn voru 2-1 yfir í hálfleik. Björn Daníel Sverrisson var aftur á ferðinni í seinni hálfleik og jafnaði leikinn á 60. mínútu. Kjartan Kári Halldórsson átti aukaspyrnu sem Björn Daníel skallaði aftur fyrir sig og í autt markið þar sem Ólafur Kristófer Helgason, markmaður Fylkis, fór í skógarhlaup og missti af boltnaum. Arnór Borg Guðjohnsen kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið. Kjartan Kári átti en einn gullmolan inn á teig sem Björn Daníel skallaði til Arnórs sem kláraði færið og tryggði FH sigur. Atvik leiksins Fylkismenn gleyma engu og bauluðu á Arnór Borg Guðjohnsen þegar honum var skipt inn á. Arnór Borg féll með Fylki árið 2021 og hafði samið um að leika með Víkingi Reykjavík eftir tímabilið. Í lokaumferðinni árið 2021 var Arnór Borg ekki áhorfandi á leik Fylkis heldur hjá Víkingi sem fór afar illa í stuðningsmenn Fylkis þar sem hann var ennþá leikmaður liðsins. Eftir að það var baulað á hann í kvöld svaraði Arnór fyrir sig og skoraði sigurmarkið. Stjörnur og skúrkar Björn Daníel Sverrisson er að eiga sitt besta tímabil frá því hann kom í FH úr atvinnumennskunni árið 2019. Björn Daníel fór á kostum og skoraði tvö mörk ásamt því átti hann stoðsendingu í þriðja marki FH. Hann er orðinn markahæsti leikmaður FH á tímabilinu með átta mörk. Ólafur Kristófer Helgason, markmaður Fylkis, gaf FH-ingum mark þegar hann las kolvitlaust í stöðuna og reyndi að fara út í bolta sem hann átti ekki möguleika í og Björn Daníel skallaði boltann yfir hann og í markið. Dómarinn Arnar Ingi Ingvarsson var dómari kvöldsins og þetta var hans fyrsti leikur sem aðaldómari í efstu deild. Arnar Ingi komst nokkuð vel frá sínu. Það var vafaatriði hvort FH-ingar áttu að fá vítaspyrnu þegar Björn Daníel féll í teignum en það hefði verið strangur dómur. Stemning og umgjörð Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, sagði í viðtali eftir síðasta leik að Árbærinn væri vaknaður. Það var húllumhæ á Fylkisvellinum og allir sem mættu í Appelsínugulu fengu frítt á völlinn í boði Olís og Meba. Áhorfendur gátu mætt snemma á Fylkisvöllinn og farið í spurningarkeppni og einnig mætti trúbador klukkutíma fyrir leik. „Föstu leikatriðin voru okkar örlagavaldur í kvöld“ Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, viðurkenndi að FH hafi verið betri og átt sigurinn skiliðvísir/Diego Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var ánægður með fyrri hálfleik Fylkis en viðurkenndi að það var á brattann að sækja í síðari hálfleik „Við vorum fínir í fyrri hálfleik og vorum yfir. Við reyndum að laga það sem við þurftum að laga en FH-ingar komu gíraðir inn í seinni hálfleik og við áttum fá svör við því,“ sagði Rúnar Páll eftir leik. Rúnar var ekki sáttur með þær ódýru aukaspyrnur sem hans lið gaf FH-ingum þar sem Kjartan Kári Halldórsson var með góðar sendingar inni í teig. „Við vorum að gefa aukaspyrnur á hættulegum stöðum trekk í trekk. Við fengum á okkur mark úr hornspyrnu og aukaspyrnu og föstu leikatriðin voru okkar örlagavaldur í kvöld.“ „Mér fannst við gefa þeim auðveldar og óþarfa aukaspyrnur. Kjartan Kári er með frábæran fót og setti okkur oft í hættu. Mér fannst við gera vel í byrjun leiks og það var margt jákvætt í fyrri hálfleik.“ Í öðru marki FH fór Ólafur Kristófer Helgason, markmaður Fylkis, út í fyrirgjöf sem hann missti af og Björn Daníel Sverrisson skoraði en Rúnar sagði að þjálfarateymið vildi að hann færi út í svona fyrirgjafir. „Við erum búnir að segja við Óla að hann verður að þora að fara út og fara í svona bolta. Þannig þróast markmenn að vera ekki hræddir að fara út í þetta en svona kemur fyrir og við styðjum hann í því,“ sagði Rúnar Páll að lokum.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti