Fótbolti

Sjáðu perlu Úlfs í fyrsta leik eftir að hann kvaddi Bestu deildina

Sindri Sverrisson skrifar
Úlfur Ágúst Björnsson er hættur að skora mörk á Íslandi og farinn að skora í Bandaríkjunum í staðinn.
Úlfur Ágúst Björnsson er hættur að skora mörk á Íslandi og farinn að skora í Bandaríkjunum í staðinn. vísir/Diego

Úlfur Ágúst Björnsson skoraði stórglæsilegt mark, eftir að hafa lagt upp mark, í fyrsta leik nýs tímabils með Duke í bandaríska háskólafótboltanum í gær.

Úlfur skoraði fimm mörk í tólf leikjum fyrir FH í Bestu deildinni í sumar en líkt og á síðasta ári þurfti hann að kveðja Kaplakrikann löngu fyrir lok tímabils til að hefja nýtt skólaár.

Fyrsti leikur Duke á nýju tímabil var í Kaliforníu í gær þar sem liðið mætti San Diego og gerðu liðin 2-2 jafntefli.

San Diego komst yfir í leiknum en Úlfur lagði upp jöfnunarmark Duke áður en hann skoraði svo seinna mark liðsins með glæsilegu þrumuskoti, sem sjá má hér að neðan.

Úlfur, sem er 21 árs gamall, hefur á síðustu tveimur árum skorað alls 12 mörk í 29 leikjum í Bestu deildinni fyrir FH.

Eftir brotthvarf hans um mánaðamótin hefur FH aðeins fengið eitt stig úr síðustu þremur leikjum sínum, og það kom með dramatísku jöfnunarmarki gegn Val á mánudagskvöld. Áður hafði liðið tapað gegn KR og Víkingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×