Fordæmir hagstjórnina og hvetur ríkisstjórnina til að bregðast við Atli Ísleifsson skrifar 23. ágúst 2024 10:59 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Arnar Stjórn Eflingar telur að aðgerðir Seðlabankans gegn verðbólgunni leggist að mestum þunga á tekjulægra og eignaminna launafólk. Hagstjórn bankans sé bæði óréttlát og ómarkviss og hvetur stjórn Eflingar ríkisstjórnina til að bregðast við stöðunni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktun stjórnar Eflingar sem samþykkt var á stjórnarfundi félagsins í gær. Tilefnið er ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum. Í ályktuninni segir að „einhliða og einstrengingslegar aðgerðir Seðlabankans gegn verðbólgu“ leggist með mestum þunga á tekjulægra og eignaminna launafólk. Segir að ef núverandi verðbólga sé vegna of mikillar neyslueftirspurnar, líkt og gengið sé út frá, þá séu það ekki þau tekjulægri og eignaminni sem beri ábyrgð á því, heldur þau sem efnameiri séu. „Samkvæmt könnun Vörðu frá sl. vori eiga um 41% almenns launafólks erfitt með að ná endum saman og um 55% verkafólks í Eflingu (sjá meðfylgjandi mynd). Þetta er ekki fólkið sem ber ábyrgð á verðbólguhvetjandi neyslu í landinu. Aðgerðir Seðlabankans eru því óréttlátar og ómarkvissar í meira lagi. Ófremdarástand í húsnæðismálum og miklar hækkanir á verði þjónustu og matvæla eru mikilvægustu orsakir núverandi verðbólgu. Aðgerðir Seðlabankans beinast ekki sérstaklega að þeim þáttum, heldur magna þá upp ef eitthvað er. Þess vegna hefur Seðlabankinn ekki náð nægilegum árangri við að lækka verðbólguna á undanförnum misserum. Stjórn Eflingar fordæmir þessa óréttlátu og ómarkvissu hagstjórn Seðlabankans og hvetur ríkisstjórnina til að koma að málum og beita öðrum úrræðum sem hafa meiri áhrif á hinar eiginlegu orsakir verðbólgunnar. Það mætti t.d. gera með því að hægja á þenslu í ferðaþjónustu og fleiri greinum og með því að draga niður þensluhvetjandi neyslu þeirra efnameiri. Þá blasir við þörfin á afgerandi inngripum á húsnæðismarkaði,“ segir í ályktuninni. Stéttarfélög Fjármál heimilisins Seðlabankinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Áhyggjuefni ef „við sitjum föst eftir“ meðan stóru seðlabankarnir lækka vexti Haldist verðbólga þrálát á sama tíma og vaxtalækkunarferli helstu seðlabanka heimsins er að byrja, einkum í Bandaríkjunum, er það „áhyggjuefni“ ef Ísland mun þá sitja eftir sem gæti ýtt undir frekari hækkun á raungenginu og dregið úr samkeppnishæfni, að sögn seðlabankastjóra. Hann viðurkennir að viðvarandi háar langtímaverðbólguvæntingar séu til marks um vantrú á öllu kerfinu – peningastefnunni, ríkisfjármálunum og aðilum vinnumarkaðarins – að það muni takast að ná niður verðbólgunni, en það sé samt engin afsökun fyrir Seðlabankann að hafa ekki náð þar meiri árangri. 22. ágúst 2024 08:18 Hefði ekki í „blautustu, villtustu draumum“ órað fyrir óbreyttum stýrivöxtum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að sig hefði ekki órað fyrir því, í sínum villtustu draumum, þegar hann undirritaði kjarasamninga í vor að enn yrðu stýrivextir í 9,25 prósentum í dag. Hann segir tíma til kominn að rótargreina hvers vegna vaxtastig sé svona hátt í landinu. 21. ágúst 2024 10:27 Óbreyttir stýrivextir í enn eitt skiptið Stýrivextir Seðlabankans verða óbreyttir í að minnsta kosti sex vikur til viðbótar. Þeir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósentum í meira en ár. Bankinn varar við því að það gæti tekið tíma að ná niður verðbólgu. 21. ágúst 2024 08:31 Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktun stjórnar Eflingar sem samþykkt var á stjórnarfundi félagsins í gær. Tilefnið er ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum. Í ályktuninni segir að „einhliða og einstrengingslegar aðgerðir Seðlabankans gegn verðbólgu“ leggist með mestum þunga á tekjulægra og eignaminna launafólk. Segir að ef núverandi verðbólga sé vegna of mikillar neyslueftirspurnar, líkt og gengið sé út frá, þá séu það ekki þau tekjulægri og eignaminni sem beri ábyrgð á því, heldur þau sem efnameiri séu. „Samkvæmt könnun Vörðu frá sl. vori eiga um 41% almenns launafólks erfitt með að ná endum saman og um 55% verkafólks í Eflingu (sjá meðfylgjandi mynd). Þetta er ekki fólkið sem ber ábyrgð á verðbólguhvetjandi neyslu í landinu. Aðgerðir Seðlabankans eru því óréttlátar og ómarkvissar í meira lagi. Ófremdarástand í húsnæðismálum og miklar hækkanir á verði þjónustu og matvæla eru mikilvægustu orsakir núverandi verðbólgu. Aðgerðir Seðlabankans beinast ekki sérstaklega að þeim þáttum, heldur magna þá upp ef eitthvað er. Þess vegna hefur Seðlabankinn ekki náð nægilegum árangri við að lækka verðbólguna á undanförnum misserum. Stjórn Eflingar fordæmir þessa óréttlátu og ómarkvissu hagstjórn Seðlabankans og hvetur ríkisstjórnina til að koma að málum og beita öðrum úrræðum sem hafa meiri áhrif á hinar eiginlegu orsakir verðbólgunnar. Það mætti t.d. gera með því að hægja á þenslu í ferðaþjónustu og fleiri greinum og með því að draga niður þensluhvetjandi neyslu þeirra efnameiri. Þá blasir við þörfin á afgerandi inngripum á húsnæðismarkaði,“ segir í ályktuninni.
Stéttarfélög Fjármál heimilisins Seðlabankinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Áhyggjuefni ef „við sitjum föst eftir“ meðan stóru seðlabankarnir lækka vexti Haldist verðbólga þrálát á sama tíma og vaxtalækkunarferli helstu seðlabanka heimsins er að byrja, einkum í Bandaríkjunum, er það „áhyggjuefni“ ef Ísland mun þá sitja eftir sem gæti ýtt undir frekari hækkun á raungenginu og dregið úr samkeppnishæfni, að sögn seðlabankastjóra. Hann viðurkennir að viðvarandi háar langtímaverðbólguvæntingar séu til marks um vantrú á öllu kerfinu – peningastefnunni, ríkisfjármálunum og aðilum vinnumarkaðarins – að það muni takast að ná niður verðbólgunni, en það sé samt engin afsökun fyrir Seðlabankann að hafa ekki náð þar meiri árangri. 22. ágúst 2024 08:18 Hefði ekki í „blautustu, villtustu draumum“ órað fyrir óbreyttum stýrivöxtum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að sig hefði ekki órað fyrir því, í sínum villtustu draumum, þegar hann undirritaði kjarasamninga í vor að enn yrðu stýrivextir í 9,25 prósentum í dag. Hann segir tíma til kominn að rótargreina hvers vegna vaxtastig sé svona hátt í landinu. 21. ágúst 2024 10:27 Óbreyttir stýrivextir í enn eitt skiptið Stýrivextir Seðlabankans verða óbreyttir í að minnsta kosti sex vikur til viðbótar. Þeir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósentum í meira en ár. Bankinn varar við því að það gæti tekið tíma að ná niður verðbólgu. 21. ágúst 2024 08:31 Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Áhyggjuefni ef „við sitjum föst eftir“ meðan stóru seðlabankarnir lækka vexti Haldist verðbólga þrálát á sama tíma og vaxtalækkunarferli helstu seðlabanka heimsins er að byrja, einkum í Bandaríkjunum, er það „áhyggjuefni“ ef Ísland mun þá sitja eftir sem gæti ýtt undir frekari hækkun á raungenginu og dregið úr samkeppnishæfni, að sögn seðlabankastjóra. Hann viðurkennir að viðvarandi háar langtímaverðbólguvæntingar séu til marks um vantrú á öllu kerfinu – peningastefnunni, ríkisfjármálunum og aðilum vinnumarkaðarins – að það muni takast að ná niður verðbólgunni, en það sé samt engin afsökun fyrir Seðlabankann að hafa ekki náð þar meiri árangri. 22. ágúst 2024 08:18
Hefði ekki í „blautustu, villtustu draumum“ órað fyrir óbreyttum stýrivöxtum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að sig hefði ekki órað fyrir því, í sínum villtustu draumum, þegar hann undirritaði kjarasamninga í vor að enn yrðu stýrivextir í 9,25 prósentum í dag. Hann segir tíma til kominn að rótargreina hvers vegna vaxtastig sé svona hátt í landinu. 21. ágúst 2024 10:27
Óbreyttir stýrivextir í enn eitt skiptið Stýrivextir Seðlabankans verða óbreyttir í að minnsta kosti sex vikur til viðbótar. Þeir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósentum í meira en ár. Bankinn varar við því að það gæti tekið tíma að ná niður verðbólgu. 21. ágúst 2024 08:31