Ronda biðst afsökunar: „Á skilið að vera hötuð og fyrirlitin“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2024 08:01 Ronda Rousey er í frægðarhöll UFC. getty/Brandon Magnus Bardagakonan Ronda Rousey hefur beðist afsökunar á að hafa dreift samsæriskenningamyndbandi um Sandy Hook skotárásina. Árið 2013 birti Ronda YouTube-myndband á Twitter þar sem efast er um það sem gerðist í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólanum þann 14. desember 2012 þar sem 26 manns létust. Á dögunum fékk Ronda fjölda spurninga á Reddit um myndbandið sem hún dreifði á sínum tíma. Í gærmorgun birti Ronda svo yfirlýsingu á X þar sem hún baðst afsökunar á að hafa birt myndbandið. Ronda ætlaði að hafa afsökunarbeiðnina í seinni hluta ævisögu sinnar, Our Fight, sem kom út fyrr á þessu ári en útgefendur báðu hana um að sleppa því. „Í hreinskilni sagt á ég skilið að vera hötuð, fyrirlitin og þaðan af verra fyrir þetta,“ skrifaði Ronda á X. „Ég á skilið að glata öllum mínum tækifærum. Það hefði átt að slaufa mér. Ég hefði átt það skilið og á það enn. Ég biðst afsökunar á að þetta komi ellefu árum of seint en frá dýpstu hjartarótum er ég miður mín yfir því að hafa valdið þeim sem eiga um sárt að binda vegna Sandy Hook fjöldamorðsins sársauka. Ég get ekki byrjað að ímynda mér sársaukann sem þið hafið upplifað og orð fá því ekki lýst hversu full iðrunar ég er og hversu mikið ég skammast mín fyrir að hafa átt þátt í því.“ Ronda sagðist jafnframt hafa skammast sín á hverjum degi síðan hún birti myndbandið og muni gera það allt til æviloka. pic.twitter.com/JpBZ0R0VKr— Ronda Rousey (@RondaRousey) August 23, 2024 Ronda átti farsælan feril í UFC áður en hún færði sig yfir í WWE fjölbragðaglímuna. Hún er vinsælasta íþróttakona heims á Instagram en þar er hún með 17,5 milljónir fylgjenda. MMA Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Sjá meira
Árið 2013 birti Ronda YouTube-myndband á Twitter þar sem efast er um það sem gerðist í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólanum þann 14. desember 2012 þar sem 26 manns létust. Á dögunum fékk Ronda fjölda spurninga á Reddit um myndbandið sem hún dreifði á sínum tíma. Í gærmorgun birti Ronda svo yfirlýsingu á X þar sem hún baðst afsökunar á að hafa birt myndbandið. Ronda ætlaði að hafa afsökunarbeiðnina í seinni hluta ævisögu sinnar, Our Fight, sem kom út fyrr á þessu ári en útgefendur báðu hana um að sleppa því. „Í hreinskilni sagt á ég skilið að vera hötuð, fyrirlitin og þaðan af verra fyrir þetta,“ skrifaði Ronda á X. „Ég á skilið að glata öllum mínum tækifærum. Það hefði átt að slaufa mér. Ég hefði átt það skilið og á það enn. Ég biðst afsökunar á að þetta komi ellefu árum of seint en frá dýpstu hjartarótum er ég miður mín yfir því að hafa valdið þeim sem eiga um sárt að binda vegna Sandy Hook fjöldamorðsins sársauka. Ég get ekki byrjað að ímynda mér sársaukann sem þið hafið upplifað og orð fá því ekki lýst hversu full iðrunar ég er og hversu mikið ég skammast mín fyrir að hafa átt þátt í því.“ Ronda sagðist jafnframt hafa skammast sín á hverjum degi síðan hún birti myndbandið og muni gera það allt til æviloka. pic.twitter.com/JpBZ0R0VKr— Ronda Rousey (@RondaRousey) August 23, 2024 Ronda átti farsælan feril í UFC áður en hún færði sig yfir í WWE fjölbragðaglímuna. Hún er vinsælasta íþróttakona heims á Instagram en þar er hún með 17,5 milljónir fylgjenda.
MMA Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Sjá meira