Öllum velkomið að skoða fornminjar á Hrafnseyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. ágúst 2024 14:32 Það hefur verið meira en nóg að gera við fornleifauppgröft á Hrafnseyri í sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það verður mikið um að vera á Hrafnseyri við Arnarfjörð á morgun, sunnudag, því þá verður sérstakur fornminjadagur þar sem gestum og gangandi er boðið að fá kynningu á fornminjum á Hrafnseyri, auk þess að skoða Auðkúlu, en þar hefur verið grafið upp landnámsbýli. Um árlegan fornminjadag er að ræða á Hrafnseyri sunnudaginn 25. ágúst þar sem dagskráin hefst klukkan 14:00 en á undan, eða klukkan 13:00 verður boðið upp á fornleifaskóla barnanna. Sýningin Landnám í Arnarfirði verður einnig opin. Sýningin var opnuð þann 16. júní síðastliðinn í tilefni af 80 ára afmæli íslenska lýðveldisins og 1150 ára sögu byggðar á Íslandi. Á sýningunni er fjallað um fornleifarannsóknir í Arnarfirði og sýnt úrval gripa frá landnámsöld. Gripirnir eru úr fornleifauppgröftum á Hrafnseyri og Auðkúlu. Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur og konan, sem er allt í öllu á Hrafnseyri er spennt fyrir morgundeginum. „Ég ætla að vera með stutta tölu í kapellunni fyrst um rannsóknirnar og svo ætla ég að ganga með fólki um svæðið á Hrafnseyri þar sem við erum einmitt núna að rannsaka og þar verða fornleifafræðingar við störf og ég ætla að segja frá því sem við höfum gert og erum að gera,” segir Margrét og bætir við. „Þetta er alveg nauðsynlegt því fólk hefur mikinn áhuga á störfum fornleifafræðinga og það er mjög mikilvægt að kynna það sem við erum að gera.” Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur á Hrafnseyri við Arnarfjörð.Aðsend Talandi um störf fornleifafræðinga og þennan vaxandi áhuga landsmanna á fornleifum. Hvernig skýrir Margrét það? „Þetta er bara afskaplega skemmtilegt fag og til allra hamingju er farið að kenna þetta fyrir nokkuð mörgum árum hér á Íslandi þannig að núna eru gríðarlega margir að læra þetta.” En af hverju ætti fólk að mæta á fornleifadaginn á Hrafnseyri á morgun? „Það er bara svo gaman að koma á Hrafnseyri , sem er einstaklega fallegur staður í Arnarfirði og við erum svo skemmtileg hér í Arnarfirði. Það er örugglega góður dagur að koma og hitta okkur. Það eru allir velkomnir, við tökum vel á móti öllum,” segir Margrét létt í bragði. Fornminjadagurinn verður á morgun, sunnudaginn 25. ágúst á Hrafnseyri þar sem allir eru velkomnir að taka þátt í deginum. Klukkan 13:00 verður boðið upp á fornleifaskóla barnanna.Aðsend Ísafjarðarbær Fornminjar Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Um árlegan fornminjadag er að ræða á Hrafnseyri sunnudaginn 25. ágúst þar sem dagskráin hefst klukkan 14:00 en á undan, eða klukkan 13:00 verður boðið upp á fornleifaskóla barnanna. Sýningin Landnám í Arnarfirði verður einnig opin. Sýningin var opnuð þann 16. júní síðastliðinn í tilefni af 80 ára afmæli íslenska lýðveldisins og 1150 ára sögu byggðar á Íslandi. Á sýningunni er fjallað um fornleifarannsóknir í Arnarfirði og sýnt úrval gripa frá landnámsöld. Gripirnir eru úr fornleifauppgröftum á Hrafnseyri og Auðkúlu. Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur og konan, sem er allt í öllu á Hrafnseyri er spennt fyrir morgundeginum. „Ég ætla að vera með stutta tölu í kapellunni fyrst um rannsóknirnar og svo ætla ég að ganga með fólki um svæðið á Hrafnseyri þar sem við erum einmitt núna að rannsaka og þar verða fornleifafræðingar við störf og ég ætla að segja frá því sem við höfum gert og erum að gera,” segir Margrét og bætir við. „Þetta er alveg nauðsynlegt því fólk hefur mikinn áhuga á störfum fornleifafræðinga og það er mjög mikilvægt að kynna það sem við erum að gera.” Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur á Hrafnseyri við Arnarfjörð.Aðsend Talandi um störf fornleifafræðinga og þennan vaxandi áhuga landsmanna á fornleifum. Hvernig skýrir Margrét það? „Þetta er bara afskaplega skemmtilegt fag og til allra hamingju er farið að kenna þetta fyrir nokkuð mörgum árum hér á Íslandi þannig að núna eru gríðarlega margir að læra þetta.” En af hverju ætti fólk að mæta á fornleifadaginn á Hrafnseyri á morgun? „Það er bara svo gaman að koma á Hrafnseyri , sem er einstaklega fallegur staður í Arnarfirði og við erum svo skemmtileg hér í Arnarfirði. Það er örugglega góður dagur að koma og hitta okkur. Það eru allir velkomnir, við tökum vel á móti öllum,” segir Margrét létt í bragði. Fornminjadagurinn verður á morgun, sunnudaginn 25. ágúst á Hrafnseyri þar sem allir eru velkomnir að taka þátt í deginum. Klukkan 13:00 verður boðið upp á fornleifaskóla barnanna.Aðsend
Ísafjarðarbær Fornminjar Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira