Skriður fallið við báða enda Strákaganga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. ágúst 2024 12:08 Frá Siglufjarðarvegi við Strákagöng. Vegurinn er lokaður að Hrauni vegna grjóthruns. Myndin er úr safni. Stöð 2 Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi eystra vegna hættu á skriðuföllum og vatnavöxtum. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna grjóthruns og hafa skriður fallið á veginn við báða enda Strákaganga. Töluvert hefur rignt á svæðinu undanfarna daga og í gærkvöld. Um miðja nótt dró úr ákefðinni þó rigning hafi verið stöðug. „En hins vegar er grunnvatnsstaðan orðin mjög há. Við erum að fá tilkynningar um að skriður hafi fallið hjá Siglufjarðarvegi, beggja megin við Strákagöng. Og líka í fjallinu og við bæinn,“ sagði Esther Hlíðar Jenssen, skriðusérfræðingur hjá Veðurstofunni og bætir við að skriðurnar séu ekki mjög stórar. „En grunnvatnsstaðan er há og það er búið að rigna mikið í vikunni á undan þannig þetta er allt orðið mjög viðkvæmt og gegnsósa þarna.“ Slökkviliðið á Húsavík var kallað til um miðnætti í nótt vegna aurskriðu sem féll niður við Skálabrekku í bænum. Rýma þurfti þrjú hús vegna þessa en mikið vatn og jarðvegur rann fram úr fjallshlíðinni. Kristján Ingi Jónsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á Húsavík, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir að aurskriðan hafi að mestu lent á einu húsi við Skálabrekku en að skemmdirnar séu ekki umtalsverðar þrátt fyrir að greinilega séu einhverjar vatnsskemmdir. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna grjóthruns og verður fundað síðar í dag um hættumat á svæðinu. Esther segir mikilvægt að fylgjast vel með veðurspá. Enn sé hætta á ferðum þó dregið hafi úr úrkomu. Er skriðuhætta í bænum eða einhvers staðar í byggð? „Nei í rauninni ekki nema bara að lækir geta verið varasamir og þannig en það eru varnir fyrir ofan bæinn,“ segir Esther. Veður Fjallabyggð Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Sjá meira
Töluvert hefur rignt á svæðinu undanfarna daga og í gærkvöld. Um miðja nótt dró úr ákefðinni þó rigning hafi verið stöðug. „En hins vegar er grunnvatnsstaðan orðin mjög há. Við erum að fá tilkynningar um að skriður hafi fallið hjá Siglufjarðarvegi, beggja megin við Strákagöng. Og líka í fjallinu og við bæinn,“ sagði Esther Hlíðar Jenssen, skriðusérfræðingur hjá Veðurstofunni og bætir við að skriðurnar séu ekki mjög stórar. „En grunnvatnsstaðan er há og það er búið að rigna mikið í vikunni á undan þannig þetta er allt orðið mjög viðkvæmt og gegnsósa þarna.“ Slökkviliðið á Húsavík var kallað til um miðnætti í nótt vegna aurskriðu sem féll niður við Skálabrekku í bænum. Rýma þurfti þrjú hús vegna þessa en mikið vatn og jarðvegur rann fram úr fjallshlíðinni. Kristján Ingi Jónsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á Húsavík, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir að aurskriðan hafi að mestu lent á einu húsi við Skálabrekku en að skemmdirnar séu ekki umtalsverðar þrátt fyrir að greinilega séu einhverjar vatnsskemmdir. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna grjóthruns og verður fundað síðar í dag um hættumat á svæðinu. Esther segir mikilvægt að fylgjast vel með veðurspá. Enn sé hætta á ferðum þó dregið hafi úr úrkomu. Er skriðuhætta í bænum eða einhvers staðar í byggð? „Nei í rauninni ekki nema bara að lækir geta verið varasamir og þannig en það eru varnir fyrir ofan bæinn,“ segir Esther.
Veður Fjallabyggð Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Sjá meira