New York Times og BBC segja Íslendinga furða sig á stöðu gúrkunnar Eiður Þór Árnason skrifar 24. ágúst 2024 13:51 Íslenskar gúrkur hafa sjaldan notið jafnmikilla vinsælda. Getty/Ekaterina Goncharova Meintur gúrkuskortur á Íslandi vekur athygli út fyrir landsteinanna og er til umfjöllunar bæði hjá The New York Times og BBC. Miðlarnir slá því upp að miklar vinsældir gúrkusalats á samfélagsmiðlinum Tiktok hafi leitt til mikillar söluaukningar og erfitt hafi reynst fyrir bændur og verslanir að bregðast við. Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari og veitingahúseigandi sagði nýverið að kassi af gúrku hafi hækkað um þúsund krónur í heildsölu frá því í lok júní, mest af öllum vörum sem hún kaupi inn. Ástæðuna telji hún augljóslega mega rekja til óvæntra vinsælda gúrkunnar í sannkallaðri gúrkutíð á TikTok. Þórhallur Bjarnason, garðyrkjubóndi á Laugalandi í Borgarfirði hefur sagt gúrkuskort vera viðvarandi vandamál og framleiðendur ekki hafa undan. Ekki sé um nýtt vandamál að ræða og bændur hafi ekki undan. Hann sagði gúrkusalatið á Tiktok ekki einu skýringuna á þessu, heldur sé agúrkan einfaldlega vinsæl og að Tiktok uppskriftir valdið því að neyslan hafi aukist enn frekar. Vona að staðan lagist fljótlega Fréttamaður breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir Sölufélagi garðyrkjumanna að uppskriftir að gúrkusalati hafi reynst svo vinsælar að garðyrkjubændur nái ekki að halda í við aukna eftirspurn. Vonast sé til þess að framboð verði komið í eðlilegt horf eftir um viku. Umfjöllun BBC um málið forvitnilega.Skjáskot Í frétt BBC segir að sala á gúrkum hafi meira en tvöfaldast í verslunum Hagkaupa en að forsvarsfólk verslunarkeðjunnar dragi orsakatengslin milli samfélagsmiðlaæðisins og aukinnar eftirspurnar í efa. Vinsældir gúrkusalatsins séu ekki eina skýringin á skortinum og það sé algengt að lítið sé til af íslenskum gúrkum á þessum tíma ársins, að sögn Vignis Þórs Birgissonar, vörustjóra matvöru hjá Hagkaup. Haft er eftir Kristínu Lindu Sveinsdóttur, markaðsstjóra Sölufélags garðyrkjumanna í sömu frétt að fleiri þættir spili líklega inn í. Margir gúrkubændur skipti út plöntunum sínum á þessum tíma árs og skólar séu að hefjast á ný, sem auki enn eftirspurn. „Þetta er í fyrsta sinn sem upplifum eitthvað þessu líkt,“ segir Kristín. Umfjöllun The New York Times.Skjáskot Pantað neyðarsendingu af gúrkum frá Hollandi Fullyrt er í frétt bandaríska stórblaðsins The New York Times að margir íslenskir heimakokkar hafi furðað sig á gúrkuleysinu. Rætt er við Daníel Sigþórsson sem segist hafa leitað að gúrku í þremur verslunum en ekki haft erindi sem erfiði. Þá er haft Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar að gúrkur séu uppseldar í verslunum um allt land. Stjórnendur hafi þurft að bregðast við skortinum með því að panta neyðarsendingu frá Hollandi. Verslun Landbúnaður Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Gúrkusalatið ekki eina ástæða gúrkuskortsins Þórhallur Bjarnason, garðyrkjubóndi á Laugalandi í Borgarfirði segir gúrkuskort viðvarandi og framleiðendur ekki hafa undan. Það sé samt ekki eitthvað nýtt. Þórhallur ræddi gúrkuskort í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 21. ágúst 2024 21:11 Gúrkan hækkað um þúsund krónur Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari og veitingahúseigandi, segir vöruverð á gúrku hafa hækkað um þúsund krónur frá því í lok júní. Ástæðuna telur hún augljóslega mega rekja til óvæntra vinsælda gúrkunnar í sannkallaðri gúrkutíð á samfélagsmiðlinum TikTok. 21. ágúst 2024 15:49 Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari og veitingahúseigandi sagði nýverið að kassi af gúrku hafi hækkað um þúsund krónur í heildsölu frá því í lok júní, mest af öllum vörum sem hún kaupi inn. Ástæðuna telji hún augljóslega mega rekja til óvæntra vinsælda gúrkunnar í sannkallaðri gúrkutíð á TikTok. Þórhallur Bjarnason, garðyrkjubóndi á Laugalandi í Borgarfirði hefur sagt gúrkuskort vera viðvarandi vandamál og framleiðendur ekki hafa undan. Ekki sé um nýtt vandamál að ræða og bændur hafi ekki undan. Hann sagði gúrkusalatið á Tiktok ekki einu skýringuna á þessu, heldur sé agúrkan einfaldlega vinsæl og að Tiktok uppskriftir valdið því að neyslan hafi aukist enn frekar. Vona að staðan lagist fljótlega Fréttamaður breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir Sölufélagi garðyrkjumanna að uppskriftir að gúrkusalati hafi reynst svo vinsælar að garðyrkjubændur nái ekki að halda í við aukna eftirspurn. Vonast sé til þess að framboð verði komið í eðlilegt horf eftir um viku. Umfjöllun BBC um málið forvitnilega.Skjáskot Í frétt BBC segir að sala á gúrkum hafi meira en tvöfaldast í verslunum Hagkaupa en að forsvarsfólk verslunarkeðjunnar dragi orsakatengslin milli samfélagsmiðlaæðisins og aukinnar eftirspurnar í efa. Vinsældir gúrkusalatsins séu ekki eina skýringin á skortinum og það sé algengt að lítið sé til af íslenskum gúrkum á þessum tíma ársins, að sögn Vignis Þórs Birgissonar, vörustjóra matvöru hjá Hagkaup. Haft er eftir Kristínu Lindu Sveinsdóttur, markaðsstjóra Sölufélags garðyrkjumanna í sömu frétt að fleiri þættir spili líklega inn í. Margir gúrkubændur skipti út plöntunum sínum á þessum tíma árs og skólar séu að hefjast á ný, sem auki enn eftirspurn. „Þetta er í fyrsta sinn sem upplifum eitthvað þessu líkt,“ segir Kristín. Umfjöllun The New York Times.Skjáskot Pantað neyðarsendingu af gúrkum frá Hollandi Fullyrt er í frétt bandaríska stórblaðsins The New York Times að margir íslenskir heimakokkar hafi furðað sig á gúrkuleysinu. Rætt er við Daníel Sigþórsson sem segist hafa leitað að gúrku í þremur verslunum en ekki haft erindi sem erfiði. Þá er haft Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar að gúrkur séu uppseldar í verslunum um allt land. Stjórnendur hafi þurft að bregðast við skortinum með því að panta neyðarsendingu frá Hollandi.
Verslun Landbúnaður Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Gúrkusalatið ekki eina ástæða gúrkuskortsins Þórhallur Bjarnason, garðyrkjubóndi á Laugalandi í Borgarfirði segir gúrkuskort viðvarandi og framleiðendur ekki hafa undan. Það sé samt ekki eitthvað nýtt. Þórhallur ræddi gúrkuskort í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 21. ágúst 2024 21:11 Gúrkan hækkað um þúsund krónur Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari og veitingahúseigandi, segir vöruverð á gúrku hafa hækkað um þúsund krónur frá því í lok júní. Ástæðuna telur hún augljóslega mega rekja til óvæntra vinsælda gúrkunnar í sannkallaðri gúrkutíð á samfélagsmiðlinum TikTok. 21. ágúst 2024 15:49 Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Gúrkusalatið ekki eina ástæða gúrkuskortsins Þórhallur Bjarnason, garðyrkjubóndi á Laugalandi í Borgarfirði segir gúrkuskort viðvarandi og framleiðendur ekki hafa undan. Það sé samt ekki eitthvað nýtt. Þórhallur ræddi gúrkuskort í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 21. ágúst 2024 21:11
Gúrkan hækkað um þúsund krónur Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari og veitingahúseigandi, segir vöruverð á gúrku hafa hækkað um þúsund krónur frá því í lok júní. Ástæðuna telur hún augljóslega mega rekja til óvæntra vinsælda gúrkunnar í sannkallaðri gúrkutíð á samfélagsmiðlinum TikTok. 21. ágúst 2024 15:49
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent