Markasúpa í leikjum dagsins í Lengjudeildunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. ágúst 2024 17:53 Hermann Hreiðarsson og lærisveinar hans í ÍBV töpuðu óvænt gegn Aftureldingu í dag. Vísir/Hulda Margrét Óhætt er að segja að nóg af mörkum hafi verið skoruð í leikjum dagsins í Lengjudeildum karla og kvenna í dag. Alls litu 29 mörk dagsins ljós í fimm leikjum. Í Lengjudeild karla vann Afturelding sterkan 3-2 útisigur gegn ÍBV. Vicente Valor kom Eyjamönnum yfir á 25. mínútu leiksins áður en Elmar Kári Enesson Cogic jafnaði metin fyrir Mosfellinga stuttu fyrir hlé. Oliver Heiðarsson kom ÍBV yfir á nýjan leik eftir rúmlega klukkutíma leik, en Georg Bjarnason og Arnór Gauti Ragnarsson snéru taflinu við fyrir Aftureldingu og tryggðu liðinu 3-2 sigur. Þá vann Þróttur einnig 3-2 sigur er liðið tók á móti Keflavík. Liam Daði Jeffs, Emil Skúli Einarsson og Sigurður Steinar Björnsson sáu um markaskorun Þróttara, en Axel Ingi Jóhannesson og Mihael Mladen skoruðu mörk gestanna. Að lokum unnu Grindvíkingar og Leiknismenn stórsigra. Grindvíkingar lentu 1-0 undir gegn Dalvík/Reyni eftir mark frá Áka Sölvasyni, en settu svo í fluggírinn eftir það og unnu 7-1 útisigur. Adam Árni Róbertsson skoraði tvö mörk fyrir Grindvíkinga og þeir Dagur Ingi Hammer Gunnarsson, Ion Perelló Machi, Sigurjón Rúnarsson, Daniel Arnaud Ndi og Kristófer Konráðsson skoruðu eitt mark hver. Í 5-1 sigri Leiknismanna gegn Þórsurum frá Akureyri skoruðu Shkelzen Veseli og Róbert Quental Árnason tvö mörk hvor fyrir heimamenn og Róbert Hauksson eitt. Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði mark Þórsara. Óvæntur sigur kom sér vel fyrir Grindavík Þá fór einnig einn leikur fram í Lengjudeild kvenna í dag þar sem Grindavík vann óvæntan 4-1 útisigur gegn nýkrýndum deildarmeisturum FHL. Sigríður Emma F. Jónsdóttir skoraði tvívegis fyrir Grindavík og Helga Rut Einarsdóttir komst einnig á blað. Keelan Terrell, markvörður FHL, skoraði auk þess sjálfsmark. Mark heimakvenna skoraði Selena Salas. Með sigrinum komst Grindavík í 20 stig þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni. Liðið er nú sex stigum fyrir ofan fallsvæðið og nægir því eitt stig til að tryggja sér áframhaldandi veru í deildinni. Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Sjá meira
Í Lengjudeild karla vann Afturelding sterkan 3-2 útisigur gegn ÍBV. Vicente Valor kom Eyjamönnum yfir á 25. mínútu leiksins áður en Elmar Kári Enesson Cogic jafnaði metin fyrir Mosfellinga stuttu fyrir hlé. Oliver Heiðarsson kom ÍBV yfir á nýjan leik eftir rúmlega klukkutíma leik, en Georg Bjarnason og Arnór Gauti Ragnarsson snéru taflinu við fyrir Aftureldingu og tryggðu liðinu 3-2 sigur. Þá vann Þróttur einnig 3-2 sigur er liðið tók á móti Keflavík. Liam Daði Jeffs, Emil Skúli Einarsson og Sigurður Steinar Björnsson sáu um markaskorun Þróttara, en Axel Ingi Jóhannesson og Mihael Mladen skoruðu mörk gestanna. Að lokum unnu Grindvíkingar og Leiknismenn stórsigra. Grindvíkingar lentu 1-0 undir gegn Dalvík/Reyni eftir mark frá Áka Sölvasyni, en settu svo í fluggírinn eftir það og unnu 7-1 útisigur. Adam Árni Róbertsson skoraði tvö mörk fyrir Grindvíkinga og þeir Dagur Ingi Hammer Gunnarsson, Ion Perelló Machi, Sigurjón Rúnarsson, Daniel Arnaud Ndi og Kristófer Konráðsson skoruðu eitt mark hver. Í 5-1 sigri Leiknismanna gegn Þórsurum frá Akureyri skoruðu Shkelzen Veseli og Róbert Quental Árnason tvö mörk hvor fyrir heimamenn og Róbert Hauksson eitt. Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði mark Þórsara. Óvæntur sigur kom sér vel fyrir Grindavík Þá fór einnig einn leikur fram í Lengjudeild kvenna í dag þar sem Grindavík vann óvæntan 4-1 útisigur gegn nýkrýndum deildarmeisturum FHL. Sigríður Emma F. Jónsdóttir skoraði tvívegis fyrir Grindavík og Helga Rut Einarsdóttir komst einnig á blað. Keelan Terrell, markvörður FHL, skoraði auk þess sjálfsmark. Mark heimakvenna skoraði Selena Salas. Með sigrinum komst Grindavík í 20 stig þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni. Liðið er nú sex stigum fyrir ofan fallsvæðið og nægir því eitt stig til að tryggja sér áframhaldandi veru í deildinni.
Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Sjá meira