Leggur til takmarkanir á aðgengi að nikótínpúðum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. ágúst 2024 23:34 Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra vill takmarka aðgengi að nikótínpúðum. vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra boðar frumvarp á haustmánuðum sem ætlað er að takmarka aðgengi að nikótínvörum á borð við nikótínpúða. Hann fagnar umræðu um skaðsemi púðanna og segir þjóðarátak nauðsynlegt. Fyrir helgi fjölluðum við um fjölgun nikótínverslana í höfuðborginni en slíkar verslanir spretta upp eins og gorkúlur. Foreldrar lýstu yfir miklum áhyggjum af þróuninni og kölluðu eftir þjóðarátaki. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra fagnar umræðunni og segist sammála foreldrum, þörf sé á átaki. „Ég held að það þurfi að gera meira. Við þurfum að taka þessari umræðu alvarlega og fylgja henni eftir þannig ég fagna þessu framtaki.“ Hann undirbýr nú frumvarp sem tekur á nikótínneyslu ungmenna sérstaklega. „Og takmarka enn frekar aðgengi að þessum vörum og verja, eins og forvarnarstefna og þau lög kveða á um, sérstaklega börn og unglinga sem eru viðkvæmir hópar fyrir auglýsingamennsku á þessu sviði.“ Hann segist vonast til að geta lagt frumvarpið fram strax á haustmánuðum og segir nikótínskatt og auglýsingabann á meðal aðgerða sem til skoðunar eru í undirbúningi frumvarpsins. „Við höfum auðvitað verið að fylgja bara Evrópu í þessum málum, í tóbaksvarnarlögunum, það er til að mynda einsleitar umbúðir. Verðlagning er tæki eins og skattlagning í áfenginu sem hefur verið beitt og hefur mikil áhrif. Þetta er ný vara og við þurfum svolítið að fóta okkur í því.“ Heilbrigðismál Nikótínpúðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Fyrir helgi fjölluðum við um fjölgun nikótínverslana í höfuðborginni en slíkar verslanir spretta upp eins og gorkúlur. Foreldrar lýstu yfir miklum áhyggjum af þróuninni og kölluðu eftir þjóðarátaki. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra fagnar umræðunni og segist sammála foreldrum, þörf sé á átaki. „Ég held að það þurfi að gera meira. Við þurfum að taka þessari umræðu alvarlega og fylgja henni eftir þannig ég fagna þessu framtaki.“ Hann undirbýr nú frumvarp sem tekur á nikótínneyslu ungmenna sérstaklega. „Og takmarka enn frekar aðgengi að þessum vörum og verja, eins og forvarnarstefna og þau lög kveða á um, sérstaklega börn og unglinga sem eru viðkvæmir hópar fyrir auglýsingamennsku á þessu sviði.“ Hann segist vonast til að geta lagt frumvarpið fram strax á haustmánuðum og segir nikótínskatt og auglýsingabann á meðal aðgerða sem til skoðunar eru í undirbúningi frumvarpsins. „Við höfum auðvitað verið að fylgja bara Evrópu í þessum málum, í tóbaksvarnarlögunum, það er til að mynda einsleitar umbúðir. Verðlagning er tæki eins og skattlagning í áfenginu sem hefur verið beitt og hefur mikil áhrif. Þetta er ný vara og við þurfum svolítið að fóta okkur í því.“
Heilbrigðismál Nikótínpúðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira