Heimir: Markmið Björns ætti að vera tíu fyrst hann er kominn með átta mörk Andri Már Eggertsson skrifar 25. ágúst 2024 21:42 Heimir Guðjónsson Vísir/Hulda Margrét FH vann 2-3 útisigur gegn Fylki í 20. umferð Bestu deildarinnar. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var afar ánægður með sigurinn. „Mér fannst vandræðin okkar í byrjun þau að við mættum bara til þess að spila fótbolta en gleymdum því að við þurftum að vera með grunnatriðin á hreinu og þeir settu boltann inn fyrir vörnina okkar og unnu alla seinni bolta. Eftir fimmtán mínútur tókum við leikinn yfir og spiluðum frábæran fótbolta og vorum virkilega góðir og létum boltann ganga. Fylkir fær flest stigin sín á þessum velli og það var því sterkt að koma til baka. “ sagði Heimir Guðjónsson eftir leik. Þriðja mark FH kom seint en Heimir sagðist ekki hafa verið með áhyggjur af því að leikurinn myndi enda með jafntefli. „Við vorum alltaf að herja á þá og mér fannst það tímaspursmál hvenær það myndi koma. Við vorum klókir í því að hleypa þessu ekki í skyndisóknarleik. Við náðum að pressa þá vel og þetta var góður leikur fyrir utan fyrstu fimmtán mínúturnar.“ Kjartan Kári Halldórsson, leikmaður FH, var allt í öllu í leik FH-inga þar sem hann tók öll föstu leikatriðin sem skilaði sér í mörkum. „Kjartan Kári er búinn að vera góður í sumar. Hann er ekki bara góður sóknarlega hann er seigari varnarmaður en hann er sagður vera. Hann getur spilað bæði hægra megin og vinstra megin og við byrjuðum með hann hægra megin og svo kom hann vinstra megin. Hann er með frábærar fyrirgjafir hvort sem það sé með hægri eða vinstri og hann er einnig frábær skotmaður.“ Björn Daníel Sverrisson skoraði tvö mörk í kvöld og hefur því gert átta mörk á tímabilinu. Það mesta sem hann hefur skorað í efstu deild eru níu mörk en hann gerði það undir stjórn Heimis árið 2012 og 2013. „Ég var að þjálfa hann þá líka. Ég ætla að vona það og það hlýtur að vera markmiðið hans fyrst hann er kominn með átta þá hlýtur hann að vilja fara í tíu sem yrði vel gert hjá miðjumanni,“ sagði Heimir léttur að lokum. FH Besta deild karla Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sjá meira
„Mér fannst vandræðin okkar í byrjun þau að við mættum bara til þess að spila fótbolta en gleymdum því að við þurftum að vera með grunnatriðin á hreinu og þeir settu boltann inn fyrir vörnina okkar og unnu alla seinni bolta. Eftir fimmtán mínútur tókum við leikinn yfir og spiluðum frábæran fótbolta og vorum virkilega góðir og létum boltann ganga. Fylkir fær flest stigin sín á þessum velli og það var því sterkt að koma til baka. “ sagði Heimir Guðjónsson eftir leik. Þriðja mark FH kom seint en Heimir sagðist ekki hafa verið með áhyggjur af því að leikurinn myndi enda með jafntefli. „Við vorum alltaf að herja á þá og mér fannst það tímaspursmál hvenær það myndi koma. Við vorum klókir í því að hleypa þessu ekki í skyndisóknarleik. Við náðum að pressa þá vel og þetta var góður leikur fyrir utan fyrstu fimmtán mínúturnar.“ Kjartan Kári Halldórsson, leikmaður FH, var allt í öllu í leik FH-inga þar sem hann tók öll föstu leikatriðin sem skilaði sér í mörkum. „Kjartan Kári er búinn að vera góður í sumar. Hann er ekki bara góður sóknarlega hann er seigari varnarmaður en hann er sagður vera. Hann getur spilað bæði hægra megin og vinstra megin og við byrjuðum með hann hægra megin og svo kom hann vinstra megin. Hann er með frábærar fyrirgjafir hvort sem það sé með hægri eða vinstri og hann er einnig frábær skotmaður.“ Björn Daníel Sverrisson skoraði tvö mörk í kvöld og hefur því gert átta mörk á tímabilinu. Það mesta sem hann hefur skorað í efstu deild eru níu mörk en hann gerði það undir stjórn Heimis árið 2012 og 2013. „Ég var að þjálfa hann þá líka. Ég ætla að vona það og það hlýtur að vera markmiðið hans fyrst hann er kominn með átta þá hlýtur hann að vilja fara í tíu sem yrði vel gert hjá miðjumanni,“ sagði Heimir léttur að lokum.
FH Besta deild karla Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sjá meira