Heimir: Markmið Björns ætti að vera tíu fyrst hann er kominn með átta mörk Andri Már Eggertsson skrifar 25. ágúst 2024 21:42 Heimir Guðjónsson Vísir/Hulda Margrét FH vann 2-3 útisigur gegn Fylki í 20. umferð Bestu deildarinnar. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var afar ánægður með sigurinn. „Mér fannst vandræðin okkar í byrjun þau að við mættum bara til þess að spila fótbolta en gleymdum því að við þurftum að vera með grunnatriðin á hreinu og þeir settu boltann inn fyrir vörnina okkar og unnu alla seinni bolta. Eftir fimmtán mínútur tókum við leikinn yfir og spiluðum frábæran fótbolta og vorum virkilega góðir og létum boltann ganga. Fylkir fær flest stigin sín á þessum velli og það var því sterkt að koma til baka. “ sagði Heimir Guðjónsson eftir leik. Þriðja mark FH kom seint en Heimir sagðist ekki hafa verið með áhyggjur af því að leikurinn myndi enda með jafntefli. „Við vorum alltaf að herja á þá og mér fannst það tímaspursmál hvenær það myndi koma. Við vorum klókir í því að hleypa þessu ekki í skyndisóknarleik. Við náðum að pressa þá vel og þetta var góður leikur fyrir utan fyrstu fimmtán mínúturnar.“ Kjartan Kári Halldórsson, leikmaður FH, var allt í öllu í leik FH-inga þar sem hann tók öll föstu leikatriðin sem skilaði sér í mörkum. „Kjartan Kári er búinn að vera góður í sumar. Hann er ekki bara góður sóknarlega hann er seigari varnarmaður en hann er sagður vera. Hann getur spilað bæði hægra megin og vinstra megin og við byrjuðum með hann hægra megin og svo kom hann vinstra megin. Hann er með frábærar fyrirgjafir hvort sem það sé með hægri eða vinstri og hann er einnig frábær skotmaður.“ Björn Daníel Sverrisson skoraði tvö mörk í kvöld og hefur því gert átta mörk á tímabilinu. Það mesta sem hann hefur skorað í efstu deild eru níu mörk en hann gerði það undir stjórn Heimis árið 2012 og 2013. „Ég var að þjálfa hann þá líka. Ég ætla að vona það og það hlýtur að vera markmiðið hans fyrst hann er kominn með átta þá hlýtur hann að vilja fara í tíu sem yrði vel gert hjá miðjumanni,“ sagði Heimir léttur að lokum. FH Besta deild karla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira
„Mér fannst vandræðin okkar í byrjun þau að við mættum bara til þess að spila fótbolta en gleymdum því að við þurftum að vera með grunnatriðin á hreinu og þeir settu boltann inn fyrir vörnina okkar og unnu alla seinni bolta. Eftir fimmtán mínútur tókum við leikinn yfir og spiluðum frábæran fótbolta og vorum virkilega góðir og létum boltann ganga. Fylkir fær flest stigin sín á þessum velli og það var því sterkt að koma til baka. “ sagði Heimir Guðjónsson eftir leik. Þriðja mark FH kom seint en Heimir sagðist ekki hafa verið með áhyggjur af því að leikurinn myndi enda með jafntefli. „Við vorum alltaf að herja á þá og mér fannst það tímaspursmál hvenær það myndi koma. Við vorum klókir í því að hleypa þessu ekki í skyndisóknarleik. Við náðum að pressa þá vel og þetta var góður leikur fyrir utan fyrstu fimmtán mínúturnar.“ Kjartan Kári Halldórsson, leikmaður FH, var allt í öllu í leik FH-inga þar sem hann tók öll föstu leikatriðin sem skilaði sér í mörkum. „Kjartan Kári er búinn að vera góður í sumar. Hann er ekki bara góður sóknarlega hann er seigari varnarmaður en hann er sagður vera. Hann getur spilað bæði hægra megin og vinstra megin og við byrjuðum með hann hægra megin og svo kom hann vinstra megin. Hann er með frábærar fyrirgjafir hvort sem það sé með hægri eða vinstri og hann er einnig frábær skotmaður.“ Björn Daníel Sverrisson skoraði tvö mörk í kvöld og hefur því gert átta mörk á tímabilinu. Það mesta sem hann hefur skorað í efstu deild eru níu mörk en hann gerði það undir stjórn Heimis árið 2012 og 2013. „Ég var að þjálfa hann þá líka. Ég ætla að vona það og það hlýtur að vera markmiðið hans fyrst hann er kominn með átta þá hlýtur hann að vilja fara í tíu sem yrði vel gert hjá miðjumanni,“ sagði Heimir léttur að lokum.
FH Besta deild karla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira