Leikmenn festust í lyftu í tvo klukkutíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2024 12:02 Justin Herbert er leikstjórnandi Los Angeles Chargers og hann sýndi enn á ný leiðtogahæfileika sína í krefjandi aðstæðum um helgina. Getty/Harry How Leikmenn og starfsmenn Los Angeles Chargers voru meðal þeirra fimmtán sem festust í lyftu í tvo klukkutíma um helgina. Þessi martraðarlyfta var á hóteli í Dallas þar sem Chargers gisti í aðdraganda eins leiks liðsins á undirbúningstímabilinu. Nú styttist í það að NFL tímabilið fari af stað. Á endanum þurfti að bjarga hverjum og einum upp um hlera á þaki lyftunnar og þaðan var farið með þau yfir í aðra lyftu við hliðina. Það var því ekki aðeins óþægilegt að vera fastur í lyftunni í allan þennan tíma heldur var björgun þeirra líka mikil ævintýraferð. Jim Harbaugh, þjálfari Chargers, talaði um það að sá eini sem hafi ekki komið sveittur út úr lyftunni hafi verið leikstjórnandinn Justin Herbert. Herbert fékk líka hrós frá öllum að hafa verið sannkallaður klettur í þessum krefjandi aðstæðum og hans leiðtogahæfileikar hafi þarna komið vel í ljós. „Hárið hans var svolítið blautt en skyrtan hans var alveg þurr. Það var einn einn hluturinn sem ég er orðlaus yfir. Þessi gæi er rosalegur,“ sagði Jim Harbaugh, ánægður með sinn mann. Harbaugh var líka þakklátur slökkviliðsmönnunum sem mættu til að bjarga málunum. Þeim var öllum boðið í mat með liðinu seinna um kvöldið. OH NO! Several Chargers players, including quarterback Justin Herbert, and other members of the traveling party crawled through a ceiling panel to escape a stuck hotel elevator in Dallas. https://t.co/54SqZthLMJ pic.twitter.com/FWX8RGwi63— ABC7 Eyewitness News (@ABC7) August 25, 2024 NFL Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira
Þessi martraðarlyfta var á hóteli í Dallas þar sem Chargers gisti í aðdraganda eins leiks liðsins á undirbúningstímabilinu. Nú styttist í það að NFL tímabilið fari af stað. Á endanum þurfti að bjarga hverjum og einum upp um hlera á þaki lyftunnar og þaðan var farið með þau yfir í aðra lyftu við hliðina. Það var því ekki aðeins óþægilegt að vera fastur í lyftunni í allan þennan tíma heldur var björgun þeirra líka mikil ævintýraferð. Jim Harbaugh, þjálfari Chargers, talaði um það að sá eini sem hafi ekki komið sveittur út úr lyftunni hafi verið leikstjórnandinn Justin Herbert. Herbert fékk líka hrós frá öllum að hafa verið sannkallaður klettur í þessum krefjandi aðstæðum og hans leiðtogahæfileikar hafi þarna komið vel í ljós. „Hárið hans var svolítið blautt en skyrtan hans var alveg þurr. Það var einn einn hluturinn sem ég er orðlaus yfir. Þessi gæi er rosalegur,“ sagði Jim Harbaugh, ánægður með sinn mann. Harbaugh var líka þakklátur slökkviliðsmönnunum sem mættu til að bjarga málunum. Þeim var öllum boðið í mat með liðinu seinna um kvöldið. OH NO! Several Chargers players, including quarterback Justin Herbert, and other members of the traveling party crawled through a ceiling panel to escape a stuck hotel elevator in Dallas. https://t.co/54SqZthLMJ pic.twitter.com/FWX8RGwi63— ABC7 Eyewitness News (@ABC7) August 25, 2024
NFL Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira