Leikmenn festust í lyftu í tvo klukkutíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2024 12:02 Justin Herbert er leikstjórnandi Los Angeles Chargers og hann sýndi enn á ný leiðtogahæfileika sína í krefjandi aðstæðum um helgina. Getty/Harry How Leikmenn og starfsmenn Los Angeles Chargers voru meðal þeirra fimmtán sem festust í lyftu í tvo klukkutíma um helgina. Þessi martraðarlyfta var á hóteli í Dallas þar sem Chargers gisti í aðdraganda eins leiks liðsins á undirbúningstímabilinu. Nú styttist í það að NFL tímabilið fari af stað. Á endanum þurfti að bjarga hverjum og einum upp um hlera á þaki lyftunnar og þaðan var farið með þau yfir í aðra lyftu við hliðina. Það var því ekki aðeins óþægilegt að vera fastur í lyftunni í allan þennan tíma heldur var björgun þeirra líka mikil ævintýraferð. Jim Harbaugh, þjálfari Chargers, talaði um það að sá eini sem hafi ekki komið sveittur út úr lyftunni hafi verið leikstjórnandinn Justin Herbert. Herbert fékk líka hrós frá öllum að hafa verið sannkallaður klettur í þessum krefjandi aðstæðum og hans leiðtogahæfileikar hafi þarna komið vel í ljós. „Hárið hans var svolítið blautt en skyrtan hans var alveg þurr. Það var einn einn hluturinn sem ég er orðlaus yfir. Þessi gæi er rosalegur,“ sagði Jim Harbaugh, ánægður með sinn mann. Harbaugh var líka þakklátur slökkviliðsmönnunum sem mættu til að bjarga málunum. Þeim var öllum boðið í mat með liðinu seinna um kvöldið. OH NO! Several Chargers players, including quarterback Justin Herbert, and other members of the traveling party crawled through a ceiling panel to escape a stuck hotel elevator in Dallas. https://t.co/54SqZthLMJ pic.twitter.com/FWX8RGwi63— ABC7 Eyewitness News (@ABC7) August 25, 2024 NFL Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjá meira
Þessi martraðarlyfta var á hóteli í Dallas þar sem Chargers gisti í aðdraganda eins leiks liðsins á undirbúningstímabilinu. Nú styttist í það að NFL tímabilið fari af stað. Á endanum þurfti að bjarga hverjum og einum upp um hlera á þaki lyftunnar og þaðan var farið með þau yfir í aðra lyftu við hliðina. Það var því ekki aðeins óþægilegt að vera fastur í lyftunni í allan þennan tíma heldur var björgun þeirra líka mikil ævintýraferð. Jim Harbaugh, þjálfari Chargers, talaði um það að sá eini sem hafi ekki komið sveittur út úr lyftunni hafi verið leikstjórnandinn Justin Herbert. Herbert fékk líka hrós frá öllum að hafa verið sannkallaður klettur í þessum krefjandi aðstæðum og hans leiðtogahæfileikar hafi þarna komið vel í ljós. „Hárið hans var svolítið blautt en skyrtan hans var alveg þurr. Það var einn einn hluturinn sem ég er orðlaus yfir. Þessi gæi er rosalegur,“ sagði Jim Harbaugh, ánægður með sinn mann. Harbaugh var líka þakklátur slökkviliðsmönnunum sem mættu til að bjarga málunum. Þeim var öllum boðið í mat með liðinu seinna um kvöldið. OH NO! Several Chargers players, including quarterback Justin Herbert, and other members of the traveling party crawled through a ceiling panel to escape a stuck hotel elevator in Dallas. https://t.co/54SqZthLMJ pic.twitter.com/FWX8RGwi63— ABC7 Eyewitness News (@ABC7) August 25, 2024
NFL Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjá meira