Aldrei spilað leik en á leið í NFL-deildina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. ágúst 2024 16:32 Travis Clayton var valinn númer 221 í nýliðavalinu í ár. vísir/getty Síðasta vetur var Bretinn Travis Clayton í skrifstofuvinnu en nú styttist í að hann spili sinn fyrsta leik í NFL-deildinni. Clayton var ekki bara í skrifstofuvinnu heldur spilaði hann rúgbý í 8. deildinni á Englandi. Er nema von að fólk spyrji sig að því hvernig í fjandanum hann fékk samning hjá stórliði Buffalo Bills? Það kom nefnilega ekkert meira á óvart í nýliðavali deildarinnar en er Bills valdi Clayton. Nýtti tækifærið vel Clayton er mikill íþróttamaður og árið 2019 fór hann í NFL Academy sem þá var að byrja í Bretlandi. Þar fá táningar frá Evrópu og Afríku tækifæri til þess að sýna sig fyrir NFL-liðunum. Hann var svo einn af sextán sem komst á annað NFL-námskeið þar sem leikmenn utan Bandaríkjanna fá annað tækifæri til þess að sanna sig. Það námskeið stóð yfir í tíu vikur og Bretinn sló í gegn þar. Fyrir vikið fékk hann boð á Pro Day í mars þar sem útsendarar allra liða skoða leikmenn fyrir nýliðavalið sem fór fram mánuði síðar. Þar sem hann hefur aldrei spilað leik í amerískum fótbolta þá var ákveðið að gera hann að sóknarlínumanni. Það er ekki bara styrkurinn sem vakti athygli heldur hraðinn líka. Enginn sóknarlínumaður í tíu hefur hlaupið 40 jarda hlaup hraðar en hann. Clayton hljóp 40 jarda á 4,79 sekúndum sem er ótrúlegur tími fyrir 140 kílóa mann. Clayton fagnar með móður sinni eftir að Bills hafði valið hann í nýliðavalinu.vísir/getty Honum var í kjölfarið boðið í heimsókn til fimm félaga. Buffalo var ekki eitt þeirra þó svo menn á vegum félagsins hafi hringt í hann. „Ég var kominn á þann stað að ég átti aldrei von á því að vera valinn. Svo kom símtal frá Bills sem kom mér mjög á óvart. Ég hélt að félagið hefði engan áhuga,“ sagði Clayton. „Þetta varð ekki raunverulegt fyrr en ég kom inn í klefa Bills og sá nafnið mitt þar. Nú þarf ég að láta hendur standa fram úr ermum.“ Þarf að vera þolinmóður Hann varð aftur á móti fyrir axlarmeiðslum í júlí og hefur ekki getað tekið þátt í undirbúningsleikjum Bills. Á morgun verður æfingahópurinn svo skorinn niður í 53 leikmenn. Clayton verður líklega ekki einn af hinum útvöldu. Aftur á móti verður hann væntanlega í æfingahópnum og bíður eftir sínu tækifæri. Meiðsli í NFL-deildinni eru algengari en í flestum öðrum íþróttum og því gæti tækifærið komið með skömmum fyrirvara. NFL Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Donni dregur sig úr landsliðshópnum Handbolti Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Handbolti McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Bournemouth - Arsenal | Skytturnar á suðurströndinni Enski boltinn Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mané lagði upp tvö og Senegal fyrsta liðið í átta liða úrslit Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Tómas Bent og félagar með sex stiga forskot Bournemouth - Arsenal | Skytturnar á suðurströndinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Markmannsmistök komu í veg fyrir fögnuð hjá Mikael McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Spiluðu íshokkí utandyra í Miami Donni dregur sig úr landsliðshópnum Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum „Barátta kynjanna“ hafði ekkert með jafnrétti að gera „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjáðu alla sem hafa fengið titilinn Íþróttamaður ársins: Nýr í hópinn í kvöld Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Dagskráin: Troðinn laugardagur endar á úrslitaleiknum á HM í pílu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Stjörnulið vikunnar hjá Fantasýn: „Teitur var vondi karlinn“ AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Sjá meira
Clayton var ekki bara í skrifstofuvinnu heldur spilaði hann rúgbý í 8. deildinni á Englandi. Er nema von að fólk spyrji sig að því hvernig í fjandanum hann fékk samning hjá stórliði Buffalo Bills? Það kom nefnilega ekkert meira á óvart í nýliðavali deildarinnar en er Bills valdi Clayton. Nýtti tækifærið vel Clayton er mikill íþróttamaður og árið 2019 fór hann í NFL Academy sem þá var að byrja í Bretlandi. Þar fá táningar frá Evrópu og Afríku tækifæri til þess að sýna sig fyrir NFL-liðunum. Hann var svo einn af sextán sem komst á annað NFL-námskeið þar sem leikmenn utan Bandaríkjanna fá annað tækifæri til þess að sanna sig. Það námskeið stóð yfir í tíu vikur og Bretinn sló í gegn þar. Fyrir vikið fékk hann boð á Pro Day í mars þar sem útsendarar allra liða skoða leikmenn fyrir nýliðavalið sem fór fram mánuði síðar. Þar sem hann hefur aldrei spilað leik í amerískum fótbolta þá var ákveðið að gera hann að sóknarlínumanni. Það er ekki bara styrkurinn sem vakti athygli heldur hraðinn líka. Enginn sóknarlínumaður í tíu hefur hlaupið 40 jarda hlaup hraðar en hann. Clayton hljóp 40 jarda á 4,79 sekúndum sem er ótrúlegur tími fyrir 140 kílóa mann. Clayton fagnar með móður sinni eftir að Bills hafði valið hann í nýliðavalinu.vísir/getty Honum var í kjölfarið boðið í heimsókn til fimm félaga. Buffalo var ekki eitt þeirra þó svo menn á vegum félagsins hafi hringt í hann. „Ég var kominn á þann stað að ég átti aldrei von á því að vera valinn. Svo kom símtal frá Bills sem kom mér mjög á óvart. Ég hélt að félagið hefði engan áhuga,“ sagði Clayton. „Þetta varð ekki raunverulegt fyrr en ég kom inn í klefa Bills og sá nafnið mitt þar. Nú þarf ég að láta hendur standa fram úr ermum.“ Þarf að vera þolinmóður Hann varð aftur á móti fyrir axlarmeiðslum í júlí og hefur ekki getað tekið þátt í undirbúningsleikjum Bills. Á morgun verður æfingahópurinn svo skorinn niður í 53 leikmenn. Clayton verður líklega ekki einn af hinum útvöldu. Aftur á móti verður hann væntanlega í æfingahópnum og bíður eftir sínu tækifæri. Meiðsli í NFL-deildinni eru algengari en í flestum öðrum íþróttum og því gæti tækifærið komið með skömmum fyrirvara.
NFL Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Donni dregur sig úr landsliðshópnum Handbolti Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Handbolti McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Bournemouth - Arsenal | Skytturnar á suðurströndinni Enski boltinn Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mané lagði upp tvö og Senegal fyrsta liðið í átta liða úrslit Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Tómas Bent og félagar með sex stiga forskot Bournemouth - Arsenal | Skytturnar á suðurströndinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Markmannsmistök komu í veg fyrir fögnuð hjá Mikael McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Spiluðu íshokkí utandyra í Miami Donni dregur sig úr landsliðshópnum Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum „Barátta kynjanna“ hafði ekkert með jafnrétti að gera „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjáðu alla sem hafa fengið titilinn Íþróttamaður ársins: Nýr í hópinn í kvöld Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Dagskráin: Troðinn laugardagur endar á úrslitaleiknum á HM í pílu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Stjörnulið vikunnar hjá Fantasýn: „Teitur var vondi karlinn“ AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Sjá meira