Liðsfélagarnir stríða táningnum með því að kalla hann Bobby Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2024 23:02 „Bobby“ fagnaði marki sínu vel og innilega. Mateo Villalba/Getty Images Undrabarnið Endrick skoraði sitt fyrsta mark fyrir Real Madríd um helgina. Hann birti í kjölfarið færslu á Instagram-síðu sinni þar sem liðsfélagar hans stríddu honum með því að kalla leikmanninn því sem virðist vera nýja gælunafn hans hjá félaginu. Endrick Felipe Moreira de Sousa er 18 ára gamall og gekk í raðir Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd í sumar. Hann kom inn af bekknum fyrir Kylian Mbappé í 3-0 sigri á Valladolid um helgina og skoraði síðasta mark leiksins í öruggum sigri. Endrick, eins og hann er nær alltaf kallaður, vakti mikla athygli þegar hann skoraði sigurmark Brasilíu í vináttuleik gegn Englandi á Wembley-leikvanginum í mars á þessu ári. Með því varð hann yngsti karlmaðurinn til að skora á Wembley síðan Sir Bobby Charlton gerði það fyrir þónokkrum árum síðan. Eftir leik tileinkaði táningurinn Charlton heitnum markið. „Bobby Charlton var goðsögn hér,“ sagði hann eftir leik og nefndi ensku goðsögnina aftur þegar hann gekk í raðir Real. Þetta finnst liðsfélögum hans hjá Real heldur skondið og hafa þeir því ákveðið að kalla Endrick einfaldlega Bobby, allavega ef marka má kommentin við Instagram-færslu táningsins um liðna helgi. Endrick's Real Madrid teammates are now calling him 'Bobby' after he said that Sir Bobby Charlton is one his favorite players of all-time 😂🤍 pic.twitter.com/J78RwOJFOf— ESPN FC (@ESPNFC) August 26, 2024 Sir Bobby Charlton lést í október á síðasta ári, 86 ára að aldri. Hann var einn besti miðjumaður sem England hefur alið og var lykilmaður þegar England vann sinn eina heimsmeistaratitil árið 1966. Var hann í kjölfarið valinn besti maður mótsins. Hann lék með Manchester United nær allan sinn feril og var í flugvélinni í hinu fræga München-slysi. Hann var einn þeirra sem lifði af og var síðar meir hluti af goðsagnakenndu liði Man Utd sem vann Evrópubikarinn vorið 1968. Þá varð hann þrívegis enskur meistari sem og enskur bikarmeistari einu sinni. Hvernig Charlton varð fyrirmynd Endricks er ekki vitað en það er ljóst að táningurinn frá Brasilíu þekkir söguna. Nú er bara að bíða og sjá hvort hann komist á sama stall og Charlton eða samlandi hans Ronaldo sem raðaði inn mörkum fyrir Real frá 2002 til 2007. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur sigla áfram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira
Endrick Felipe Moreira de Sousa er 18 ára gamall og gekk í raðir Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd í sumar. Hann kom inn af bekknum fyrir Kylian Mbappé í 3-0 sigri á Valladolid um helgina og skoraði síðasta mark leiksins í öruggum sigri. Endrick, eins og hann er nær alltaf kallaður, vakti mikla athygli þegar hann skoraði sigurmark Brasilíu í vináttuleik gegn Englandi á Wembley-leikvanginum í mars á þessu ári. Með því varð hann yngsti karlmaðurinn til að skora á Wembley síðan Sir Bobby Charlton gerði það fyrir þónokkrum árum síðan. Eftir leik tileinkaði táningurinn Charlton heitnum markið. „Bobby Charlton var goðsögn hér,“ sagði hann eftir leik og nefndi ensku goðsögnina aftur þegar hann gekk í raðir Real. Þetta finnst liðsfélögum hans hjá Real heldur skondið og hafa þeir því ákveðið að kalla Endrick einfaldlega Bobby, allavega ef marka má kommentin við Instagram-færslu táningsins um liðna helgi. Endrick's Real Madrid teammates are now calling him 'Bobby' after he said that Sir Bobby Charlton is one his favorite players of all-time 😂🤍 pic.twitter.com/J78RwOJFOf— ESPN FC (@ESPNFC) August 26, 2024 Sir Bobby Charlton lést í október á síðasta ári, 86 ára að aldri. Hann var einn besti miðjumaður sem England hefur alið og var lykilmaður þegar England vann sinn eina heimsmeistaratitil árið 1966. Var hann í kjölfarið valinn besti maður mótsins. Hann lék með Manchester United nær allan sinn feril og var í flugvélinni í hinu fræga München-slysi. Hann var einn þeirra sem lifði af og var síðar meir hluti af goðsagnakenndu liði Man Utd sem vann Evrópubikarinn vorið 1968. Þá varð hann þrívegis enskur meistari sem og enskur bikarmeistari einu sinni. Hvernig Charlton varð fyrirmynd Endricks er ekki vitað en það er ljóst að táningurinn frá Brasilíu þekkir söguna. Nú er bara að bíða og sjá hvort hann komist á sama stall og Charlton eða samlandi hans Ronaldo sem raðaði inn mörkum fyrir Real frá 2002 til 2007.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur sigla áfram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira