„Ekki mikið að pæla í stöðutöflunni“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 26. ágúst 2024 22:16 Árni Snær gefur skipanir til sinna manna. Vísir/Diego Stjarnan vann mikilvægan 2-0 heimasigur á HK í kvöld í 20. umferð Bestu deildar karla. Sigurinn skilaði liðinu upp um tvö sæti og situr nú í sjötta sætinu þegar aðeins tvær umferðir eru þangað til að deildin skiptist í tvennt. Árni Snær Ólafsson, markvörður Stjörnunnar, var sáttur með frammistöðu síns liðs í dag. „Við vorum bara að spila helvíti fínt og náðum að leysa pressuna þeirra sem þeir voru að koma í mjög vel að mestu leyti. Svo bara það sem þeir eru góðir í, föst leikatriði og skyndisóknir, við náðum bara að loka helvíti vel á það.“ Er þetta í fimmta sinn á tímabilinu að Stjarnan heldur hreinu og hafa aðeins Blikar haldið oftar hreinu á tímabilinu. Árni Snær var sáttur með varnarleikinn í dag og segir mikilvægt að liðið virði þá vinnu sem leggja þarf á sig í varnarleik liðsins. „Þetta snýst bara um að vera allir saman í þessu og bara virða varnarleikinn í þessu dóti, eins og við gerðum núna, bara að taka ábyrgð á sínum manni eða svæði í föstum leikatriðum eða annars staðar á vellinum. Hver og einn tekur ábyrgð og þannig virkar þetta bara.“ Árni Snær.Vísir/Diego Eins og áður segir þá fleytti þessi sigur Stjörnunni upp um tvö sæti í deildinni og í hið eftirsótta sjötta sæti áður en deildin skiptist í tvennt. Árni Snær segist þó ekki mikið pæla í töflunni þó að sigurinn í kvöl hafi verið mikilvægur fyrir framhaldið. „Hann var mjög mikilvægur án þess þó, allavegana ég er ekki mikið að pæla í stöðutöflunni. Það eru tveir leikir eftir og ef við fáum alvöru frammistöðu úr þeim og þrjú stig ofan á það þá verðum við bara sáttir. Síðan bara pælum við í töflunni eftir 22 leiki, ég er allavegana þannig.“ „Við erum ekkert að pæla í öðru dæmi, við erum bara að pæla í sjálfum okkur. Sama á móti hverjum við erum og hvenær sem leikurinn er þá reynum við bara að spila alveg eins. Svo bara pælum við í stöðutöflunni eftir 22. umferðir og svo aftur eftir 27. umferðir. Við reynum bara að spila okkar leik,“ sagði Árni Snær að lokum. Árni Snær handsamar knöttinn.Vísir/Diego Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Árni Snær Ólafsson, markvörður Stjörnunnar, var sáttur með frammistöðu síns liðs í dag. „Við vorum bara að spila helvíti fínt og náðum að leysa pressuna þeirra sem þeir voru að koma í mjög vel að mestu leyti. Svo bara það sem þeir eru góðir í, föst leikatriði og skyndisóknir, við náðum bara að loka helvíti vel á það.“ Er þetta í fimmta sinn á tímabilinu að Stjarnan heldur hreinu og hafa aðeins Blikar haldið oftar hreinu á tímabilinu. Árni Snær var sáttur með varnarleikinn í dag og segir mikilvægt að liðið virði þá vinnu sem leggja þarf á sig í varnarleik liðsins. „Þetta snýst bara um að vera allir saman í þessu og bara virða varnarleikinn í þessu dóti, eins og við gerðum núna, bara að taka ábyrgð á sínum manni eða svæði í föstum leikatriðum eða annars staðar á vellinum. Hver og einn tekur ábyrgð og þannig virkar þetta bara.“ Árni Snær.Vísir/Diego Eins og áður segir þá fleytti þessi sigur Stjörnunni upp um tvö sæti í deildinni og í hið eftirsótta sjötta sæti áður en deildin skiptist í tvennt. Árni Snær segist þó ekki mikið pæla í töflunni þó að sigurinn í kvöl hafi verið mikilvægur fyrir framhaldið. „Hann var mjög mikilvægur án þess þó, allavegana ég er ekki mikið að pæla í stöðutöflunni. Það eru tveir leikir eftir og ef við fáum alvöru frammistöðu úr þeim og þrjú stig ofan á það þá verðum við bara sáttir. Síðan bara pælum við í töflunni eftir 22 leiki, ég er allavegana þannig.“ „Við erum ekkert að pæla í öðru dæmi, við erum bara að pæla í sjálfum okkur. Sama á móti hverjum við erum og hvenær sem leikurinn er þá reynum við bara að spila alveg eins. Svo bara pælum við í stöðutöflunni eftir 22. umferðir og svo aftur eftir 27. umferðir. Við reynum bara að spila okkar leik,“ sagði Árni Snær að lokum. Árni Snær handsamar knöttinn.Vísir/Diego
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira