Lífið

„Besti mánu­dagur í manna minnum“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Sunna og Emil trúlofuðu sig í sumar.
Sunna og Emil trúlofuðu sig í sumar. Skjáskot/Sunna

Fyrr­ver­andi knatt­spyrnumaður­inn Emil Páls­son og Sunna Rún Heiðars­dótt­ir læknir eru orðin hjón. Parið lét gefa sig saman í gær og fögnuðu tímamótunum með lítilli veislu í heimahúsi.

„Þá er það lögfest. Við Emil erum ekkert fyrir það að bíða með hlutina,“ skrifaði Sunna við mynd af nýgiftu hjónunum.

Emil og Sunna trúlofuðu sig á Ísafirði þann 28. júlí síðastliðinn.

„Frá kærustu í unnustu,“ skrifaði Sunna við fallega myndaröð. Þar má meðal annars sjá fallegan trúlofunarhring á hendi Sunnu. Saman eiga hjónin einn dreng, Óliver sem er eins árs.

Veislan var látlaus og fámenn þar sem gestum var boðið upp á brúðartertu og freyðivín. Sunna birti myndir af herlegheitunum í hringrásinni (story) á Instagram. 

„Besti mánudagur í manna minnum,“ skrifar Sunna meðal annars um daginn.

Skjáskot/Sunna
Skjáskot/Sunna
Skjáskot/Sunna
Skjáskot/Sunna

Lagði skóna á hilluna eftir tvö hjartastopp

Emil lagði fótboltaskóna á hilluna í ágúst 2022 eftir að hafa farið tvisvar í hjartastopp á sex mánaða tímabili. 

Emil, sem er þrítugur, hóf ferilinn heima á Ísafirði með BÍ/Bolungarvík en fór þaðan til FH þar sem hann lék frá 2011-2017, með viðkomu hjá Fjölni fyrri hluta leiktíðarinnar 2015. Það ár var hann valinn leikmaður ársins í efstu deild hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.