Óvænt hættur í fótbolta: „Hjartað er ekki lengur þar“ Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2024 14:31 Síðustu leikir Wojciech Szczesny voru með Póllandi á EM í sumar. Getty/Mikolaj Barbanell Pólski landsliðsmarkvörðurinn Wojciech Szczesny hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna, 34 ára gamall, eftir farsælan feril þar sem hann lék lengst af með stórliðum Arsenal og Juventus. Fréttirnar koma nokkuð á óvart en Szczesny segir að þó að líkaminn sé alveg klár í að spila áfram á hæsta stigi þá hafi hann fundið í hjarta sínu að nú væri best að segja stopp. Szczesny lék 84 landsleiki fyrir Pólland og fór á sex stórmót. Hann lék 181 leiki fyrir Arsenal eftir að hafa komið til félagsins 16 ára gamall, árið 2006, og vann tvo bikarmeistaratitla og Samfélagsskjöld. Hann lék svo 252 leiki fyrir Juventus eftir að hann kom til félagsins árið 2017. Hann vann alls átta titla á Ítalíu áður en samningur hans við Juventus rann út í vor. „Ég náði ekki bara að láta draum minn rætast heldur komst ég lengra en ég þorði að ímynda mér. Ég spilaði leikinn á hæsta stigi með bestu leikmönnum sögunnar án þess að finnast ég nokkurn tímann vera þeirra eftirbátur,“ skrifaði Szczesny á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Wojciech Szczesny (@wojciech.szczesny1) Auk þess að spila með Arsenal og Juventus lék hann sem lánsmaður með Brentford um skamman tíma og svo tvær leiktíðir sem lánsmaður hjá Roma. „Ég hef eignast vini fyrir lífstíð, skapað ógleymanlegar minningar og hitt fólk sem hefur haft gríðarleg áhrif á líf mitt. Allt það sem ég á og allt það sem ég er, það á ég þessari fögru íþrótt að þakka. Ég tileinkaði leiknum 18 ár ævi minnar, hvern dag, án afsakana,“ skrifaði Szczesny og bætti við: „En þó að ég finni það í dag að líkaminn sé tilbúinn í fleiri áskoranir þá er hjartað ekki lengur þar. Núna vil ég veita fjölskyldu minni alla mína athygli.“ Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Fréttirnar koma nokkuð á óvart en Szczesny segir að þó að líkaminn sé alveg klár í að spila áfram á hæsta stigi þá hafi hann fundið í hjarta sínu að nú væri best að segja stopp. Szczesny lék 84 landsleiki fyrir Pólland og fór á sex stórmót. Hann lék 181 leiki fyrir Arsenal eftir að hafa komið til félagsins 16 ára gamall, árið 2006, og vann tvo bikarmeistaratitla og Samfélagsskjöld. Hann lék svo 252 leiki fyrir Juventus eftir að hann kom til félagsins árið 2017. Hann vann alls átta titla á Ítalíu áður en samningur hans við Juventus rann út í vor. „Ég náði ekki bara að láta draum minn rætast heldur komst ég lengra en ég þorði að ímynda mér. Ég spilaði leikinn á hæsta stigi með bestu leikmönnum sögunnar án þess að finnast ég nokkurn tímann vera þeirra eftirbátur,“ skrifaði Szczesny á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Wojciech Szczesny (@wojciech.szczesny1) Auk þess að spila með Arsenal og Juventus lék hann sem lánsmaður með Brentford um skamman tíma og svo tvær leiktíðir sem lánsmaður hjá Roma. „Ég hef eignast vini fyrir lífstíð, skapað ógleymanlegar minningar og hitt fólk sem hefur haft gríðarleg áhrif á líf mitt. Allt það sem ég á og allt það sem ég er, það á ég þessari fögru íþrótt að þakka. Ég tileinkaði leiknum 18 ár ævi minnar, hvern dag, án afsakana,“ skrifaði Szczesny og bætti við: „En þó að ég finni það í dag að líkaminn sé tilbúinn í fleiri áskoranir þá er hjartað ekki lengur þar. Núna vil ég veita fjölskyldu minni alla mína athygli.“
Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira