Eyðilögð vegna málsins og skoðar stífari ramma Ólafur Björn Sverrisson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 27. ágúst 2024 17:12 Ingibjörg Halldórsdóttir ræddi um viðbrögð Vatnajökulsþjóðgarðs vegna banaslyssins í Breiðamerkurjökli. vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarð segir starfsfólk eyðilagt vegna banaslyssins í Breiðamerkurjökli. Til skoðunar er að herða skilyrði til jöklaferða til muna. „Við erum í raun bara í áfalli eins og aðrir. Við erum miður okkar yfir því að þetta skyldi hafa gerst, viljum auðvitað að gestir séu öryggir,“ segir Ingibjörg Halldórsdóttir framkvæmdastjóri þjóðgarðsins innt eftir viðbrögðum. „Við höfum líka rætt við þá sem eru með starfsemi á svæðinu og beðið þá um að fara ekki í íshellaferðir núna.“ Skoða skilmála fyrir næsta tímabil Starsfsólk sé enn að ná áttum og miikilvægt sé að samtal eigi sér stað í framhaldinu milli hlutaðeigandi. Samningar við ferðaþjónustufyrirtækin gilda til loka september næstkomandi, en þá tekur við nýtt tímabil. „Núna höfum við tækifæri til endurskoðunar á þessum skilmálum. Við höfum verið að setja öryggiskröfur, umhverfiskröfur og ýmsar aðrar kröfur um menntun leiðsögumanna. Þetta er eitthvað sem við munum skoða núna.“ Á næstunni muni því liggja fyrir hvort tímabili fyrir íshellaferðir verði breytt. „Við teljum okkur hafa náð árangri í því að bæta þekkingu þeirra sem eru að starfa þarna en það er fullt tilefni til að kanna hvort það sé ástæða til að setja þessu stífari ramma en verið hefur.“ Finna til ábyrgðar Hún segir enga fjárhagslega hagsmuni í húfi fyrir þjóðgarðinn hvað umrædda samninga varðar. „Í dag eru þetta bara þjónustugjöld, það rennur allt til innviðauppbyggingar,“ segir Ingibjörg. Árið 2020 hóf þjóðgarðurinn að gera umrædda samninga við rekstraraðila. „Þá var tekin ákvörðun um að við kæmum að þessum öryggismálum með skilmálum. Við höfum reynt að gera það í samstarfi við rekstraraðilana, hikum ekki við að taka upp símann og segja mönnum til ef eitthvað má betur fara.“ Finnur stofnunin til ábyrgðar í þessu máli? „Já við gerum það og höfum stigið inn í þetta öryggishlutverk. Við munum hlusta á okkar vísindamenn og taka inn í okkar stjórnkerfi. Við erum eyðilögð yfir þessum atburði og munum gera allt til þess að koma í veg fyrir að svona komi ekki fyrir aftur.“ Vatnajökulsþjóðgarður Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
„Við erum í raun bara í áfalli eins og aðrir. Við erum miður okkar yfir því að þetta skyldi hafa gerst, viljum auðvitað að gestir séu öryggir,“ segir Ingibjörg Halldórsdóttir framkvæmdastjóri þjóðgarðsins innt eftir viðbrögðum. „Við höfum líka rætt við þá sem eru með starfsemi á svæðinu og beðið þá um að fara ekki í íshellaferðir núna.“ Skoða skilmála fyrir næsta tímabil Starsfsólk sé enn að ná áttum og miikilvægt sé að samtal eigi sér stað í framhaldinu milli hlutaðeigandi. Samningar við ferðaþjónustufyrirtækin gilda til loka september næstkomandi, en þá tekur við nýtt tímabil. „Núna höfum við tækifæri til endurskoðunar á þessum skilmálum. Við höfum verið að setja öryggiskröfur, umhverfiskröfur og ýmsar aðrar kröfur um menntun leiðsögumanna. Þetta er eitthvað sem við munum skoða núna.“ Á næstunni muni því liggja fyrir hvort tímabili fyrir íshellaferðir verði breytt. „Við teljum okkur hafa náð árangri í því að bæta þekkingu þeirra sem eru að starfa þarna en það er fullt tilefni til að kanna hvort það sé ástæða til að setja þessu stífari ramma en verið hefur.“ Finna til ábyrgðar Hún segir enga fjárhagslega hagsmuni í húfi fyrir þjóðgarðinn hvað umrædda samninga varðar. „Í dag eru þetta bara þjónustugjöld, það rennur allt til innviðauppbyggingar,“ segir Ingibjörg. Árið 2020 hóf þjóðgarðurinn að gera umrædda samninga við rekstraraðila. „Þá var tekin ákvörðun um að við kæmum að þessum öryggismálum með skilmálum. Við höfum reynt að gera það í samstarfi við rekstraraðilana, hikum ekki við að taka upp símann og segja mönnum til ef eitthvað má betur fara.“ Finnur stofnunin til ábyrgðar í þessu máli? „Já við gerum það og höfum stigið inn í þetta öryggishlutverk. Við munum hlusta á okkar vísindamenn og taka inn í okkar stjórnkerfi. Við erum eyðilögð yfir þessum atburði og munum gera allt til þess að koma í veg fyrir að svona komi ekki fyrir aftur.“
Vatnajökulsþjóðgarður Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira