Eyðilögð vegna málsins og skoðar stífari ramma Ólafur Björn Sverrisson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 27. ágúst 2024 17:12 Ingibjörg Halldórsdóttir ræddi um viðbrögð Vatnajökulsþjóðgarðs vegna banaslyssins í Breiðamerkurjökli. vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarð segir starfsfólk eyðilagt vegna banaslyssins í Breiðamerkurjökli. Til skoðunar er að herða skilyrði til jöklaferða til muna. „Við erum í raun bara í áfalli eins og aðrir. Við erum miður okkar yfir því að þetta skyldi hafa gerst, viljum auðvitað að gestir séu öryggir,“ segir Ingibjörg Halldórsdóttir framkvæmdastjóri þjóðgarðsins innt eftir viðbrögðum. „Við höfum líka rætt við þá sem eru með starfsemi á svæðinu og beðið þá um að fara ekki í íshellaferðir núna.“ Skoða skilmála fyrir næsta tímabil Starsfsólk sé enn að ná áttum og miikilvægt sé að samtal eigi sér stað í framhaldinu milli hlutaðeigandi. Samningar við ferðaþjónustufyrirtækin gilda til loka september næstkomandi, en þá tekur við nýtt tímabil. „Núna höfum við tækifæri til endurskoðunar á þessum skilmálum. Við höfum verið að setja öryggiskröfur, umhverfiskröfur og ýmsar aðrar kröfur um menntun leiðsögumanna. Þetta er eitthvað sem við munum skoða núna.“ Á næstunni muni því liggja fyrir hvort tímabili fyrir íshellaferðir verði breytt. „Við teljum okkur hafa náð árangri í því að bæta þekkingu þeirra sem eru að starfa þarna en það er fullt tilefni til að kanna hvort það sé ástæða til að setja þessu stífari ramma en verið hefur.“ Finna til ábyrgðar Hún segir enga fjárhagslega hagsmuni í húfi fyrir þjóðgarðinn hvað umrædda samninga varðar. „Í dag eru þetta bara þjónustugjöld, það rennur allt til innviðauppbyggingar,“ segir Ingibjörg. Árið 2020 hóf þjóðgarðurinn að gera umrædda samninga við rekstraraðila. „Þá var tekin ákvörðun um að við kæmum að þessum öryggismálum með skilmálum. Við höfum reynt að gera það í samstarfi við rekstraraðilana, hikum ekki við að taka upp símann og segja mönnum til ef eitthvað má betur fara.“ Finnur stofnunin til ábyrgðar í þessu máli? „Já við gerum það og höfum stigið inn í þetta öryggishlutverk. Við munum hlusta á okkar vísindamenn og taka inn í okkar stjórnkerfi. Við erum eyðilögð yfir þessum atburði og munum gera allt til þess að koma í veg fyrir að svona komi ekki fyrir aftur.“ Vatnajökulsþjóðgarður Slys á Breiðamerkurjökli Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
„Við erum í raun bara í áfalli eins og aðrir. Við erum miður okkar yfir því að þetta skyldi hafa gerst, viljum auðvitað að gestir séu öryggir,“ segir Ingibjörg Halldórsdóttir framkvæmdastjóri þjóðgarðsins innt eftir viðbrögðum. „Við höfum líka rætt við þá sem eru með starfsemi á svæðinu og beðið þá um að fara ekki í íshellaferðir núna.“ Skoða skilmála fyrir næsta tímabil Starsfsólk sé enn að ná áttum og miikilvægt sé að samtal eigi sér stað í framhaldinu milli hlutaðeigandi. Samningar við ferðaþjónustufyrirtækin gilda til loka september næstkomandi, en þá tekur við nýtt tímabil. „Núna höfum við tækifæri til endurskoðunar á þessum skilmálum. Við höfum verið að setja öryggiskröfur, umhverfiskröfur og ýmsar aðrar kröfur um menntun leiðsögumanna. Þetta er eitthvað sem við munum skoða núna.“ Á næstunni muni því liggja fyrir hvort tímabili fyrir íshellaferðir verði breytt. „Við teljum okkur hafa náð árangri í því að bæta þekkingu þeirra sem eru að starfa þarna en það er fullt tilefni til að kanna hvort það sé ástæða til að setja þessu stífari ramma en verið hefur.“ Finna til ábyrgðar Hún segir enga fjárhagslega hagsmuni í húfi fyrir þjóðgarðinn hvað umrædda samninga varðar. „Í dag eru þetta bara þjónustugjöld, það rennur allt til innviðauppbyggingar,“ segir Ingibjörg. Árið 2020 hóf þjóðgarðurinn að gera umrædda samninga við rekstraraðila. „Þá var tekin ákvörðun um að við kæmum að þessum öryggismálum með skilmálum. Við höfum reynt að gera það í samstarfi við rekstraraðilana, hikum ekki við að taka upp símann og segja mönnum til ef eitthvað má betur fara.“ Finnur stofnunin til ábyrgðar í þessu máli? „Já við gerum það og höfum stigið inn í þetta öryggishlutverk. Við munum hlusta á okkar vísindamenn og taka inn í okkar stjórnkerfi. Við erum eyðilögð yfir þessum atburði og munum gera allt til þess að koma í veg fyrir að svona komi ekki fyrir aftur.“
Vatnajökulsþjóðgarður Slys á Breiðamerkurjökli Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira