Barcelona óttast að táningurinn hafi slitið krossband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2024 10:31 Sjúkraþjálfarar Barcelona hjálpa hér Marc Bernal af velli í gær en hann er alveg niðurbrotinn. Getty/Denis Doyle Barcelona varð fyrir áfalli í gær þegar ungstirnið Marc Bernal meiddist í leik liðsins á móti Rayo Vallecano í spænsku deildinni. Barcelona vann leikinn 2-1 þökk sé sigurmarki Dani Olmo í sinum fyrsta leik með félaginu. Slæmu fréttirnar voru auðvitað meiðsli hins sautján ára gamla Bernal sem hefur verið að gera mjög góða hluti á miðju liðsins. Bernal meiddist á hné undir lok leiksins og Hansi Flick þjálfari óttast það versta. Það lítur út fyrir að krossbandið hafi slitnað. 🚨🔵🔴 Barça talent Marc Bernal has torn his ACL during the game vs Rayo Vallecano.He’s expected to be out for several months with formal confirmation on Wednesday.Get well soon, Marc! ❤️🤜🏻🤛🏻 pic.twitter.com/HrgCDZBdjw— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 27, 2024 „Þetta er sorglegur sigur því Marc Bernal er meiddur og það lítur ekki vel út. Við verðum samt að bíða og sjá hversu alvarleg meiðslin eru. Við unnum sem er gott mál en eftir svona meiðsli er enginn ánægður í klefanum,“ sagði Hansi Flick, þjálfari Barcelona, eftir leikinn. „Þetta er ekki gott. Hann átti frábæran leik. Sautján ára strákur með svona frammistöðu. Þetta er sárt,“ sagði Flick. Bernal heillaði Flick á undirbúningstímabilinu og spilaði sinn fyrsta leik með aðalliðinu í fyrstu umferðinni. Hann hefur haldið sæti sínu og liðið hefur unnið þrjá fyrstu deildarleiki sína. Bernal er einn af þremur sautján ára strákum í byrjunarliði Barcelona en hinir eru varnarmaðurinn Pau Cubarsí og vængmaðurinn Lamine Yamal. Það er líka farinn að þynnast hópurinn hjá miðjumönnum Barcelona. Frenkie de Jong og Gavi eru meiddir og Ilkay Güngodan fór á dögunum aftur til Manchester City. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Spænski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira
Barcelona vann leikinn 2-1 þökk sé sigurmarki Dani Olmo í sinum fyrsta leik með félaginu. Slæmu fréttirnar voru auðvitað meiðsli hins sautján ára gamla Bernal sem hefur verið að gera mjög góða hluti á miðju liðsins. Bernal meiddist á hné undir lok leiksins og Hansi Flick þjálfari óttast það versta. Það lítur út fyrir að krossbandið hafi slitnað. 🚨🔵🔴 Barça talent Marc Bernal has torn his ACL during the game vs Rayo Vallecano.He’s expected to be out for several months with formal confirmation on Wednesday.Get well soon, Marc! ❤️🤜🏻🤛🏻 pic.twitter.com/HrgCDZBdjw— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 27, 2024 „Þetta er sorglegur sigur því Marc Bernal er meiddur og það lítur ekki vel út. Við verðum samt að bíða og sjá hversu alvarleg meiðslin eru. Við unnum sem er gott mál en eftir svona meiðsli er enginn ánægður í klefanum,“ sagði Hansi Flick, þjálfari Barcelona, eftir leikinn. „Þetta er ekki gott. Hann átti frábæran leik. Sautján ára strákur með svona frammistöðu. Þetta er sárt,“ sagði Flick. Bernal heillaði Flick á undirbúningstímabilinu og spilaði sinn fyrsta leik með aðalliðinu í fyrstu umferðinni. Hann hefur haldið sæti sínu og liðið hefur unnið þrjá fyrstu deildarleiki sína. Bernal er einn af þremur sautján ára strákum í byrjunarliði Barcelona en hinir eru varnarmaðurinn Pau Cubarsí og vængmaðurinn Lamine Yamal. Það er líka farinn að þynnast hópurinn hjá miðjumönnum Barcelona. Frenkie de Jong og Gavi eru meiddir og Ilkay Güngodan fór á dögunum aftur til Manchester City. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Spænski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira