Birta er ein farsælasta fyrirsæta landsins og hefur lengi verið á skrá hjá íslensku módelskrifstofunni EY Agency. Út frá því hefur hún fengið boð um stór verkefni úti í hinum stóra heimi en hún sat til að mynda nýverið fyrir í auglýsingaherferð hjá hamborgararisanum McDonald's. Auk þess sem hún hefur setið fyrir hjá íþróttavörumerkjunum FILA og Champion.

Birta Abiba sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna.
Fullt nafn? Birta Abiba Þórhallsdóttir
Aldur? 24 ára
Starf? Fyrirsæta
Lýstu sjálfri þér í þremur orðum:
Ófeimin, hávær, kaldhæðin.
Hvað er á döfinni? Ég á afmæli 1. september og er að fara að flytja til New York eftir minna en mánuð.
Þín mesta gæfa í lífinu? Það er svo mikil klisja að segja fjölskyldan mín en þau eru mín mesta gæfa svo ég býst við að ég sé klisja.
Hvað sérðu þig eftir tíu ár? Örugglega að reyna að finna út því hvar ég verð eftir tíu ár.
Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Ökuskóla 3.
Ertu með einhvern bucket-lista? Ferðast um allan heiminn er á toppnum.

Besta heilræði sem þú hefur fengið?
Vertu manneskjan sem yngri þú myndi horfa á með stjörnur í augunum.
Hvað hefur mótað þig mest? Það að alast upp lituð á Íslandi og allt það góða og slæma sem hefur komið með því.
Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Vera í kringum fólk.
Uppskrift að drauma sunnudegi? Sofa út, fara í brunch og svo allt sem fylgir er plús í bankann.
Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Svalirnar mínar, þar sem útsýnið er tré, fjöll, Hollywood-skiltið og kjörbúðin Ralph’s.

Fallegasti staður á landinu? Þar sem fólkið mitt sem ég elska mest er.
En í heiminum? Rósagarðurinn í München.
Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Drekka redbull.
En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Kíkja á vekjaraklukkuna mína því ég næ alltaf að sannfæra mig um að ég stillti hana vitlaust.
Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Ég held að það eina sem ég hef náð að gera að rútínu er að nota sólarvörn.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég vildi vera í Stundinni Okkar.
Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Ég grét síðast yfir Greys Anatomy.
Ertu A eða B týpa? Ég er algjör B týpa.
Hvaða tungumál talarðu? Íslensku og ensku.
Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Þeir væru ekki leynilegir ef ég myndi segja þér frá þeim.
Hvaða ofurkröftum myndir þú vilja búa yfir? Ég væri til í að geta stjórnað tímanum því þá gæti ég alltaf sofið lengur.
Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? Ég sendi pabba grein frá RÚV um að fyrstu kaupendur þurfa að vera með yfir milljón í tekjur á mánuði til að geta borgað af fyrstu íbúðinni sinni. Hann svaraði bara „Jamm”.
Draumabíllinn þinn?
Ég skal segja þér það þegar ég er kominn með bílprófið mitt
Hælar eða strigaskór? Í daglegu lífi eru það bara strigaskór en fyrir vinnuna þá eru það alltaf hælar.
Fyrsti kossinn? Þegar ég gifti mig í frímínútum í leikskóla.
Óttastu eitthvað? Minn stærsti ótti er og hefur alltaf verið geimverur.
Hvað ertu að hámhorfa á? Ég er enn og aftur að horfa á Grey’s Anatomy.
Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Ef það er lag með Abba þá mun það koma mér í gírinn!
Hin hliðin er vikulegur viðstalsliður hjá Lífinu á Vísi þar sem við fáum að kynnast einstaklingum úr öllum kimum þjóðfélagsins. Ábendingar um viðmælendur má senda á svavam@stod2.is.