VG er týnd Kjartan Valgarðsson skrifar 28. ágúst 2024 11:00 Vinstri hreyfingin grænt framboð vill leita rótanna, fara til upprunans, ef maður skilur formann flokksins, Guðmund Inga Guðbrandsson, rétt. Hann vill róttækari VG: „Þannig við þurfum að leita í ræturnar og ákveða hvar viljum við staðsetja okkur í næstu kosningum og í mínum huga þarf það að vera vel til vinstri“ skv. mbl.is Það er í sjálfu sér athyglisvert að sjá viðurkenningu frá formanni flokksins um að flokkinn hafi borið af leið. VG liðar hafa hingað til ekki viljað viðurkenna að neitt hafi verið gagrýnisvert við samstarfið við frjálshyggjuna, þrátt fyrir mikla gagnrýni, ekki síst úr eigin röðum. Orð Drífu Snædal, á leíðinni út um dyrnar, hafa orðið að áhrínisorðum, spádómi sem rættist. En það er ekki aðalatriðið. Ég staldra við tvennt í orðum formannsins: „róttækni“ og „rætur“. Guðmundur Ingi telur, skv. viðtölum við hann í fjölmiðlum, að róttækni flokksins felist í feminisma, umhverfisstefnu, alþjóðlegri friðarhyggju og félagslegu jafnrétti. Það er venja að skilgreina VG sem flokk sem er róttækari en t.d. Samfylkingin. En er það svo? Verða flokkar og forystufólk ekki meir dæmd af verkum en orðum? Hvar er róttæknin í þeim leiðangri sem VG hefur verið í með frjálshyggjunni á Íslandi undanfarin 7 ár? Róttæknin verður hvorki skoðuð né skilgreind án samhengis við „ræturnar.“ Guðmundur Ingi telur, að því best verður séð, að rætur flokksins liggi í fyrrnefndum áherslumálum, feminisma, umhverfisstefnu, friði og félagshyggju (hvað þýðir það nákvæmlega?). Það sem vekur athygli er að formaðurinn nefnir ekki verkalýðshreyfinguna einu orði, eða verkafólk, launafólk, verkalýðsbaráttu, kjarabaráttu, eða annað sem ég tel að rími betur við „róttækni“. Ekkert verkalýðsmálaráð er í VG. Ef maður skoðar heimasíður „systurflokkanna“ á Norðurlöndum, þessara venjulegu 5% flokka sem oftast eru taldir vinstra megin við sósialdemókratana, þá velkjast þeir ekki í neinum vafa um hvar rætur þeirra liggja: Í verkalýðshreyfingunni. Ef við leggjum þessa skilgreiningu til grundvallar þá er Samfylkingin róttækari en VG. Samfylkingin vinnur þétt með verkalýðshreyfingunni, við störfum saman á vettvangi SAMAK, samstarfsvettvangi jafnaðarflokka og alþýðusambanda Norðurlanda, þar á Ísland tvo fulltrúa: Samfylkinguna og ASÍ. Án þess að hér sé verið að efna til keppni í hver er róttækastur. Ef að líkum lætur mun Samfylkingin stilla forystufólki úr verkalýðshreyfingunni á framboðslista fyrir næstu alþingiskosningar, í örugg sæti. Og þar með praktísera það sem hún predikar. Sheri Berman er stjórnmálafræðiprófessor við Bernard háskólann í New York. Hún hefur m.a. sérhæft sig í sögu og eðli jafnaðarmannaflokka í Evrópu, hún dvaldi í Þýskalandi og Svíþjóð til að skoða jafnaðarmannaflokkana þar sérstaklega. Í stuttu máli þá taldi hún að flokkarnir hefðu yfirgefið venjulegt vinnandi fólk og lagt í staðinn áherslu á alls konar menningarbundna hluti, alþjóðahyggju, friðarstefnu, umhverfisstefnu, feminisma en gleymt verkafólki. Orð hennar ber ekki að skoða svo að þessi stefnumál eða hugmyndir séu óverðug á neinn hátt, heldur bendir hún á að rætur jafnaðarmanna liggi í verkalýðshreyfingunni og að barátta jafnaðarmanna eigi að snúast um kjör og lífsaðstæður vinnandi fólks. Hún nefnir sem dæmi baráttu portúgalskra sósíalista í „grísku kreppunni“, þar börðust þeir af hörku gegn niðurskurðinum og veikingu velferðarkerfisins, unnu kosningar, gerðu meira og minna sem þeir sögðu og unnu svo næstu kosningar einnig. Þessa grein má skoða sem vinsamlegar ábendingar til VG í aðdraganda flokksþings þeirra. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Valgarðsson Vinstri græn Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Vinstri hreyfingin grænt framboð vill leita rótanna, fara til upprunans, ef maður skilur formann flokksins, Guðmund Inga Guðbrandsson, rétt. Hann vill róttækari VG: „Þannig við þurfum að leita í ræturnar og ákveða hvar viljum við staðsetja okkur í næstu kosningum og í mínum huga þarf það að vera vel til vinstri“ skv. mbl.is Það er í sjálfu sér athyglisvert að sjá viðurkenningu frá formanni flokksins um að flokkinn hafi borið af leið. VG liðar hafa hingað til ekki viljað viðurkenna að neitt hafi verið gagrýnisvert við samstarfið við frjálshyggjuna, þrátt fyrir mikla gagnrýni, ekki síst úr eigin röðum. Orð Drífu Snædal, á leíðinni út um dyrnar, hafa orðið að áhrínisorðum, spádómi sem rættist. En það er ekki aðalatriðið. Ég staldra við tvennt í orðum formannsins: „róttækni“ og „rætur“. Guðmundur Ingi telur, skv. viðtölum við hann í fjölmiðlum, að róttækni flokksins felist í feminisma, umhverfisstefnu, alþjóðlegri friðarhyggju og félagslegu jafnrétti. Það er venja að skilgreina VG sem flokk sem er róttækari en t.d. Samfylkingin. En er það svo? Verða flokkar og forystufólk ekki meir dæmd af verkum en orðum? Hvar er róttæknin í þeim leiðangri sem VG hefur verið í með frjálshyggjunni á Íslandi undanfarin 7 ár? Róttæknin verður hvorki skoðuð né skilgreind án samhengis við „ræturnar.“ Guðmundur Ingi telur, að því best verður séð, að rætur flokksins liggi í fyrrnefndum áherslumálum, feminisma, umhverfisstefnu, friði og félagshyggju (hvað þýðir það nákvæmlega?). Það sem vekur athygli er að formaðurinn nefnir ekki verkalýðshreyfinguna einu orði, eða verkafólk, launafólk, verkalýðsbaráttu, kjarabaráttu, eða annað sem ég tel að rími betur við „róttækni“. Ekkert verkalýðsmálaráð er í VG. Ef maður skoðar heimasíður „systurflokkanna“ á Norðurlöndum, þessara venjulegu 5% flokka sem oftast eru taldir vinstra megin við sósialdemókratana, þá velkjast þeir ekki í neinum vafa um hvar rætur þeirra liggja: Í verkalýðshreyfingunni. Ef við leggjum þessa skilgreiningu til grundvallar þá er Samfylkingin róttækari en VG. Samfylkingin vinnur þétt með verkalýðshreyfingunni, við störfum saman á vettvangi SAMAK, samstarfsvettvangi jafnaðarflokka og alþýðusambanda Norðurlanda, þar á Ísland tvo fulltrúa: Samfylkinguna og ASÍ. Án þess að hér sé verið að efna til keppni í hver er róttækastur. Ef að líkum lætur mun Samfylkingin stilla forystufólki úr verkalýðshreyfingunni á framboðslista fyrir næstu alþingiskosningar, í örugg sæti. Og þar með praktísera það sem hún predikar. Sheri Berman er stjórnmálafræðiprófessor við Bernard háskólann í New York. Hún hefur m.a. sérhæft sig í sögu og eðli jafnaðarmannaflokka í Evrópu, hún dvaldi í Þýskalandi og Svíþjóð til að skoða jafnaðarmannaflokkana þar sérstaklega. Í stuttu máli þá taldi hún að flokkarnir hefðu yfirgefið venjulegt vinnandi fólk og lagt í staðinn áherslu á alls konar menningarbundna hluti, alþjóðahyggju, friðarstefnu, umhverfisstefnu, feminisma en gleymt verkafólki. Orð hennar ber ekki að skoða svo að þessi stefnumál eða hugmyndir séu óverðug á neinn hátt, heldur bendir hún á að rætur jafnaðarmanna liggi í verkalýðshreyfingunni og að barátta jafnaðarmanna eigi að snúast um kjör og lífsaðstæður vinnandi fólks. Hún nefnir sem dæmi baráttu portúgalskra sósíalista í „grísku kreppunni“, þar börðust þeir af hörku gegn niðurskurðinum og veikingu velferðarkerfisins, unnu kosningar, gerðu meira og minna sem þeir sögðu og unnu svo næstu kosningar einnig. Þessa grein má skoða sem vinsamlegar ábendingar til VG í aðdraganda flokksþings þeirra. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun