VG er týnd Kjartan Valgarðsson skrifar 28. ágúst 2024 11:00 Vinstri hreyfingin grænt framboð vill leita rótanna, fara til upprunans, ef maður skilur formann flokksins, Guðmund Inga Guðbrandsson, rétt. Hann vill róttækari VG: „Þannig við þurfum að leita í ræturnar og ákveða hvar viljum við staðsetja okkur í næstu kosningum og í mínum huga þarf það að vera vel til vinstri“ skv. mbl.is Það er í sjálfu sér athyglisvert að sjá viðurkenningu frá formanni flokksins um að flokkinn hafi borið af leið. VG liðar hafa hingað til ekki viljað viðurkenna að neitt hafi verið gagrýnisvert við samstarfið við frjálshyggjuna, þrátt fyrir mikla gagnrýni, ekki síst úr eigin röðum. Orð Drífu Snædal, á leíðinni út um dyrnar, hafa orðið að áhrínisorðum, spádómi sem rættist. En það er ekki aðalatriðið. Ég staldra við tvennt í orðum formannsins: „róttækni“ og „rætur“. Guðmundur Ingi telur, skv. viðtölum við hann í fjölmiðlum, að róttækni flokksins felist í feminisma, umhverfisstefnu, alþjóðlegri friðarhyggju og félagslegu jafnrétti. Það er venja að skilgreina VG sem flokk sem er róttækari en t.d. Samfylkingin. En er það svo? Verða flokkar og forystufólk ekki meir dæmd af verkum en orðum? Hvar er róttæknin í þeim leiðangri sem VG hefur verið í með frjálshyggjunni á Íslandi undanfarin 7 ár? Róttæknin verður hvorki skoðuð né skilgreind án samhengis við „ræturnar.“ Guðmundur Ingi telur, að því best verður séð, að rætur flokksins liggi í fyrrnefndum áherslumálum, feminisma, umhverfisstefnu, friði og félagshyggju (hvað þýðir það nákvæmlega?). Það sem vekur athygli er að formaðurinn nefnir ekki verkalýðshreyfinguna einu orði, eða verkafólk, launafólk, verkalýðsbaráttu, kjarabaráttu, eða annað sem ég tel að rími betur við „róttækni“. Ekkert verkalýðsmálaráð er í VG. Ef maður skoðar heimasíður „systurflokkanna“ á Norðurlöndum, þessara venjulegu 5% flokka sem oftast eru taldir vinstra megin við sósialdemókratana, þá velkjast þeir ekki í neinum vafa um hvar rætur þeirra liggja: Í verkalýðshreyfingunni. Ef við leggjum þessa skilgreiningu til grundvallar þá er Samfylkingin róttækari en VG. Samfylkingin vinnur þétt með verkalýðshreyfingunni, við störfum saman á vettvangi SAMAK, samstarfsvettvangi jafnaðarflokka og alþýðusambanda Norðurlanda, þar á Ísland tvo fulltrúa: Samfylkinguna og ASÍ. Án þess að hér sé verið að efna til keppni í hver er róttækastur. Ef að líkum lætur mun Samfylkingin stilla forystufólki úr verkalýðshreyfingunni á framboðslista fyrir næstu alþingiskosningar, í örugg sæti. Og þar með praktísera það sem hún predikar. Sheri Berman er stjórnmálafræðiprófessor við Bernard háskólann í New York. Hún hefur m.a. sérhæft sig í sögu og eðli jafnaðarmannaflokka í Evrópu, hún dvaldi í Þýskalandi og Svíþjóð til að skoða jafnaðarmannaflokkana þar sérstaklega. Í stuttu máli þá taldi hún að flokkarnir hefðu yfirgefið venjulegt vinnandi fólk og lagt í staðinn áherslu á alls konar menningarbundna hluti, alþjóðahyggju, friðarstefnu, umhverfisstefnu, feminisma en gleymt verkafólki. Orð hennar ber ekki að skoða svo að þessi stefnumál eða hugmyndir séu óverðug á neinn hátt, heldur bendir hún á að rætur jafnaðarmanna liggi í verkalýðshreyfingunni og að barátta jafnaðarmanna eigi að snúast um kjör og lífsaðstæður vinnandi fólks. Hún nefnir sem dæmi baráttu portúgalskra sósíalista í „grísku kreppunni“, þar börðust þeir af hörku gegn niðurskurðinum og veikingu velferðarkerfisins, unnu kosningar, gerðu meira og minna sem þeir sögðu og unnu svo næstu kosningar einnig. Þessa grein má skoða sem vinsamlegar ábendingar til VG í aðdraganda flokksþings þeirra. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Valgarðsson Vinstri græn Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Sjá meira
Vinstri hreyfingin grænt framboð vill leita rótanna, fara til upprunans, ef maður skilur formann flokksins, Guðmund Inga Guðbrandsson, rétt. Hann vill róttækari VG: „Þannig við þurfum að leita í ræturnar og ákveða hvar viljum við staðsetja okkur í næstu kosningum og í mínum huga þarf það að vera vel til vinstri“ skv. mbl.is Það er í sjálfu sér athyglisvert að sjá viðurkenningu frá formanni flokksins um að flokkinn hafi borið af leið. VG liðar hafa hingað til ekki viljað viðurkenna að neitt hafi verið gagrýnisvert við samstarfið við frjálshyggjuna, þrátt fyrir mikla gagnrýni, ekki síst úr eigin röðum. Orð Drífu Snædal, á leíðinni út um dyrnar, hafa orðið að áhrínisorðum, spádómi sem rættist. En það er ekki aðalatriðið. Ég staldra við tvennt í orðum formannsins: „róttækni“ og „rætur“. Guðmundur Ingi telur, skv. viðtölum við hann í fjölmiðlum, að róttækni flokksins felist í feminisma, umhverfisstefnu, alþjóðlegri friðarhyggju og félagslegu jafnrétti. Það er venja að skilgreina VG sem flokk sem er róttækari en t.d. Samfylkingin. En er það svo? Verða flokkar og forystufólk ekki meir dæmd af verkum en orðum? Hvar er róttæknin í þeim leiðangri sem VG hefur verið í með frjálshyggjunni á Íslandi undanfarin 7 ár? Róttæknin verður hvorki skoðuð né skilgreind án samhengis við „ræturnar.“ Guðmundur Ingi telur, að því best verður séð, að rætur flokksins liggi í fyrrnefndum áherslumálum, feminisma, umhverfisstefnu, friði og félagshyggju (hvað þýðir það nákvæmlega?). Það sem vekur athygli er að formaðurinn nefnir ekki verkalýðshreyfinguna einu orði, eða verkafólk, launafólk, verkalýðsbaráttu, kjarabaráttu, eða annað sem ég tel að rími betur við „róttækni“. Ekkert verkalýðsmálaráð er í VG. Ef maður skoðar heimasíður „systurflokkanna“ á Norðurlöndum, þessara venjulegu 5% flokka sem oftast eru taldir vinstra megin við sósialdemókratana, þá velkjast þeir ekki í neinum vafa um hvar rætur þeirra liggja: Í verkalýðshreyfingunni. Ef við leggjum þessa skilgreiningu til grundvallar þá er Samfylkingin róttækari en VG. Samfylkingin vinnur þétt með verkalýðshreyfingunni, við störfum saman á vettvangi SAMAK, samstarfsvettvangi jafnaðarflokka og alþýðusambanda Norðurlanda, þar á Ísland tvo fulltrúa: Samfylkinguna og ASÍ. Án þess að hér sé verið að efna til keppni í hver er róttækastur. Ef að líkum lætur mun Samfylkingin stilla forystufólki úr verkalýðshreyfingunni á framboðslista fyrir næstu alþingiskosningar, í örugg sæti. Og þar með praktísera það sem hún predikar. Sheri Berman er stjórnmálafræðiprófessor við Bernard háskólann í New York. Hún hefur m.a. sérhæft sig í sögu og eðli jafnaðarmannaflokka í Evrópu, hún dvaldi í Þýskalandi og Svíþjóð til að skoða jafnaðarmannaflokkana þar sérstaklega. Í stuttu máli þá taldi hún að flokkarnir hefðu yfirgefið venjulegt vinnandi fólk og lagt í staðinn áherslu á alls konar menningarbundna hluti, alþjóðahyggju, friðarstefnu, umhverfisstefnu, feminisma en gleymt verkafólki. Orð hennar ber ekki að skoða svo að þessi stefnumál eða hugmyndir séu óverðug á neinn hátt, heldur bendir hún á að rætur jafnaðarmanna liggi í verkalýðshreyfingunni og að barátta jafnaðarmanna eigi að snúast um kjör og lífsaðstæður vinnandi fólks. Hún nefnir sem dæmi baráttu portúgalskra sósíalista í „grísku kreppunni“, þar börðust þeir af hörku gegn niðurskurðinum og veikingu velferðarkerfisins, unnu kosningar, gerðu meira og minna sem þeir sögðu og unnu svo næstu kosningar einnig. Þessa grein má skoða sem vinsamlegar ábendingar til VG í aðdraganda flokksþings þeirra. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun