Innherji

Lít­il virð­is­rýrn­un hjá bönk­um er á­hyggj­u­efn­i en ekki „eitt­hvað til að gleðj­ast yfir“

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
„Það var eðlilegur taktur í þróun virðisrýrnunar hjá Arion banka. Þannig meira en tvöfaldaðist virðisrýrnun frá fyrsta ársfjórðungi til annars ársfjórðungs,“ segir Jakobsson Capital.
„Það var eðlilegur taktur í þróun virðisrýrnunar hjá Arion banka. Þannig meira en tvöfaldaðist virðisrýrnun frá fyrsta ársfjórðungi til annars ársfjórðungs,“ segir Jakobsson Capital. mynd/arion banki

Óeðlilega lítil virðisrýrnun í bankakerfinu síðastliðna tólf mánuði er „frekar áhyggjuefni en eitthvað til að gleðjast yfir“. Áhrif stýrivaxta koma síðast fram í vanskilum og því sé þessi þróun til marks um ójafnvægi og ofþenslu í hagkerfinu. „Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans síðastliðin þrjú ár hafi ekki verið að bíta nægjanlega fast,“ segir í hlutabréfagreiningu.


Tengdar fréttir

Tveir af stærstu hlut­höfunum seldu í Ís­lands­banka fyrir vel á annan milljarð

Tveir af stærstu lífeyrissjóðunum í hluthafahópi Íslandsbanka minnkuðu stöðu sína fyrir samanlagt vel á annan milljarð króna í liðnum mánuði þegar bankinn bauðst til að kaupa bréf hluthafa með öfugu tilboðsfyrirkomulagi. Hlutabréfaverð bankans hefur rétt úr kútnum undanfarna daga en stjórnvöld áforma að ráðast í tugmilljarða sölu síðar á árinu í gegnum almennt útboð.

„Nokkuð ein­hæf“ fjár­mögnun eykur endur­fjár­mögnunar­á­hættu bankanna

Markaðsfjármögnun stóru viðskiptabankanna innanlands er enn „nokkuð einhæf“ og eigi að takast að minnka endurfjármögnunaráhættu þeirra er mikilvægt að þeim takist að auka útgáfur ótryggðra skuldabréfa í krónum, að sögn Seðlabankans. Bankarnir hafa hins vegar nýtt sér hagfelldari aðstæður á erlendum mörkuðum á þessu ári til að sækja sér fjármagn á betri kjörum en áður sem ætti að hafa jákvæð áhrif á útlánavexti.

Gull­húð­un ger­ir ó­verð­tryggð lán með föst­um vöxt­um dýr­ar­i

Gullhúðun, sem átti að verja neytendur, gerir það að verkum að óverðtryggð lán með föstum vöxtum eru dýrari en annars væri, segir framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka. Þegar reglur séu settar þurfi að fylgja þeim vel eftir, horfa á stóru myndina og meta heildaráhrifin til lengri tíma. Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hafa sagt að fyrirkomulagið smitist yfir í skuldabréfamarkað því bankar geti fyrir vikið ekki fjármagnað sig með löngum sértryggðum skuldabréfum á móti fastvaxtaíbúðalánum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×