Hagnaður Skaga fyrstu sex mánuði ársins 273 milljónir Lovísa Arnardóttir skrifar 28. ágúst 2024 16:47 Haraldur Þórðarson er forstjóri Skaga. Skagi Kraftmikill viðsnúningur er í tryggingastarfsemi en á sama tíma litar krefjandi markaðsumhverfi afkomu Skaga, sem er samstæða Vátryggingafélags Íslands, áður VÍS. Hagnaður samstæðunnar fyrstu sex mánuði ársins eftir skatta voru 273 milljónir króna sem er töluvert lægri en á sama tíma í fyrra þegar hagnaður var rúmur milljarður. Þetta kemur fram í sex mánaða uppgjöri samstæðunnar fyrir árið í ár. Í tilkynningu um uppgjörið segir að áfram sé viðunandi árangur í ávöxtun fjáreigna, en lægri ávöxtun af hlutabréfum skýri helst lægri fjárfestingartekjur milli ára og hafi áhrif á hagnað samstæðunnar. Þá segir að það sé áframhaldandi tekjuvöxtur í tryggingastarfsemi með 10,4 prósent vexti á milli ára. Kostnaðarhlutfall fer samkvæmt tilkynningunni lækkandi og er samsett hlutfall í takt við markmið. Hreinar tekjur í fjármálastarfsemi nema 960 milljónum króna á fyrri hluta ársins og vaxa um 86 prósent milli ára í pro-forma samanburði. Hagnaður á hlut nam 0,15 krónum á tímabilinu. Eigið fé samstæðu nemur nú 20 milljörðum króna. Arðsemi eigin fjár var samkvæmt tilkynningunni 2,6 prósent á ársgrundvelli (6M 2023: 12,7%) og gjaldþol samstæðu er 1,49 í lok tímabilsins. Guðný Helga Herbertsdóttir er forstjóri VÍS sem nú heyrir undir Skaga.Vísir/Vilhelm „Rekstur samstæðunnar á fyrri helmingi ársins gekk að mörgu leyti vel, sérstaklega í tryggingastarfseminni þar sem við sáum kraftmikinn viðsnúning koma fram. Breyttar áherslur skiluðu miklum afkomubata af vátryggingarsamningum sem nemur 923 milljóna króna viðsnúningi á milli ára. Fjármálastarfsemin fór vel af stað í upphafi árs en krefjandi markaðsaðstæður höfðu neikvæð áhrif á öðrum ársfjórðungi og litaði það afkomu í fjármála- og fjárfestingarstarfsemi okkar á tímabilinu,“ segir Haraldur Þórðarson, forstjóri samstæðunnar, í tilkynningunni. Áfram viðunandi árangur í ávöxtun Hann segir að áfram sé viðunandi árangur í ávöxtun fjárfestingareigna, þar sem ávöxtun safnsins sé enn og aftur umfram viðmið. „Lægri ávöxtun af hlutabréfum skýrir þó lægri fjárfestingartekjur milli ára og hefur það áhrif á hagnað samstæðunnar. Við höldum áfram að undirbúa komu Íslenskra verðbréfa hf. í samstæðu Skaga, sem mun styðja enn frekar við vöxt tekna og auka eignir í stýringu. Hagnaður eftir skatta nam 273 milljónum fyrir tímabilið. Við höldum ótrauð áfram að vinna að rekstrarmarkmiðum Skaga, og horfur ársins eru óbreyttar,“ segir Haraldur. Þá segir hann mikinn rekstarbata hafa átt sér stað í tryggingastarfseminni. „Þessi kraftmikli viðsnúningur í átt að arðbærum grunnrekstri, sem markvisst hefur verið stefnt að, er nú að raungerast. Iðgjaldavöxtur nemur rúmum 10,4% milli ára. Þetta eru fleiri nýir viðskiptavinir ásamt aukinni sölu trygginga til núverandi viðskiptavina. Tekjuvöxtur í líf- og sjúkdómatryggingum nemur um 15,5% milli ára. Afkoma af vátryggingasamningum var jákvæð um 453 milljónir en á sama tíma í fyrra var afkoman neikvæð um 470 milljónir. Þessi ríflega 900 milljóna króna viðsnúningur milli ára er afrakstur breyttra áherslna þar sem sölufyrirkomulagi félagsins var umbylt og fjárfest í nýjum stafrænum sölurásum. Aukin áhersla hefur verið sett á þjónustu á landsbyggðinni og opnuðum við nýlega nýja þjónustuskrifstofu á Reykjanesi, sem hefur verið afar vel tekið,“ segir Haraldur. Samsett hlutfall í lægri enda Hann segir góða afkomu af tryggingastarfsemi á fyrri hluta ársins benda sterklega til þess að samsett hlutfall verði í lægri enda bilsins í markmiðum ársins. Markmiðið sé að samsetta hlutfallið verði á bilinu 94%-97%. „Tjónahlutfallið er hagstætt, þrátt fyrir tvö stórtjón á tímabilinu. Stórtjón var í Kringlunni og hefur tjónauppgjör með viðskiptavinum okkar gengið vel. Verðmætabjörgun með viðskiptavinum okkar gekk einnig vonum framar,“ segir Haraldur. Þá segir Haraldur ávöxtun fjárfestingareigna viðunandi í erfiðu markaðsumhverfi „Fjárfestingartekjur fyrstu sex mánuði ársins námu 1.298 milljónum eða því sem nemur 3,0% nafnávöxtun. Ávöxtun eignasafns heldur áfram að vera umfram viðmið. Skuldabréf skiluðu 1.242 milljónum á tímabilinu eða rúmlega 4,1% ávöxtun. Hlutabréf í heild lækkuðu um 27 milljónir á tímabilinu. Gengi Controlant var lækkað á öðrum ársfjórðungi úr 105 krónum í 80 krónur á hlut eða um 24% sem fól í sér 208 milljóna lækkun á virði hlutarins. Óskráð hlutabréf hækkuðu annars um 120 milljónir á fyrstu sex mánuðum ársins, sem má að mestu rekja til hækkana á virði framtakssjóða,“ segir Haraldur. Þá segir hann útlán bankans hafa aukist og fyrsta skráða skuldabréfið mikilvægt skref „Fjármálastarfsemin, sem samanstendur af rekstri Fossa og SIV, fór vel af stað á fyrsta ársfjórðungi ársins en erfiðar markaðsaðstæður höfðu sín áhrif á rekstur bankans á öðrum ársfjórðungi. Afkoma fjármálastarfseminnar á fyrstu sex mánuðum ársins var neikvæð um 119 milljónir fyrir skatta. Mikilvægir áfangar náðust á tímabilinu því hlutdeild bankans á skuldabréfamarkaði hélt áfram að aukast, vaxtamunur bankans varð stöðugri og lánabók bankans hélt áfram að stækka í takt við væntingar,“ segir hann og að frá áramótum hafi efnahagur vakið um fjórðung. „Bankinn gaf nýlega út sitt fyrsta skráða skuldabréf fyrir 1,5 milljarð, til 18 mánaða, með 150 punkta álagi á eins mánaða REIBOR. Þetta er mikilvægt skref fyrir Fossa fjárfestingarbanka vegna þess að útgáfan lengir í fjármögnun bankans á samkeppnishæfum kjörum og styður jafnframt við áframhaldandi vöxt bankans.“ Haraldur segir í tilkynningunni einnig frá tekjuvexti í fjármálastarfsemi og fer yfir fyrsta árið frá stofnun SIV eignastýringar Þá segir hann að Samkeppniseftirlit nú hafa aflétt fyrirvara vegna kaupa Skaga á Íslenskum verðbréfum. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands eigi eftir að aflétta sínum fyrirvara. Í tilkynningu er að lokum farið yfir horfur fyrir rekstrarárið og segir að þær séu óbreyttar. Hægt er að kynna sér málið betur hér. Kynningarfundur vegna uppgjörsins verður svo haldinn í fyrramálið, 29. ágúst, klukkan 8:30 í höfuðstöðvum félagsins í Ármúla 3, Reykjavík. Haraldur Þórðarson, forstjóri samstæðu, og Brynjar Þór Hreinsson, fjármálastjóri samstæðu, munu kynna uppgjörið. Skagi Tryggingar Fjármálafyrirtæki Kauphöllin Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Í tilkynningu um uppgjörið segir að áfram sé viðunandi árangur í ávöxtun fjáreigna, en lægri ávöxtun af hlutabréfum skýri helst lægri fjárfestingartekjur milli ára og hafi áhrif á hagnað samstæðunnar. Þá segir að það sé áframhaldandi tekjuvöxtur í tryggingastarfsemi með 10,4 prósent vexti á milli ára. Kostnaðarhlutfall fer samkvæmt tilkynningunni lækkandi og er samsett hlutfall í takt við markmið. Hreinar tekjur í fjármálastarfsemi nema 960 milljónum króna á fyrri hluta ársins og vaxa um 86 prósent milli ára í pro-forma samanburði. Hagnaður á hlut nam 0,15 krónum á tímabilinu. Eigið fé samstæðu nemur nú 20 milljörðum króna. Arðsemi eigin fjár var samkvæmt tilkynningunni 2,6 prósent á ársgrundvelli (6M 2023: 12,7%) og gjaldþol samstæðu er 1,49 í lok tímabilsins. Guðný Helga Herbertsdóttir er forstjóri VÍS sem nú heyrir undir Skaga.Vísir/Vilhelm „Rekstur samstæðunnar á fyrri helmingi ársins gekk að mörgu leyti vel, sérstaklega í tryggingastarfseminni þar sem við sáum kraftmikinn viðsnúning koma fram. Breyttar áherslur skiluðu miklum afkomubata af vátryggingarsamningum sem nemur 923 milljóna króna viðsnúningi á milli ára. Fjármálastarfsemin fór vel af stað í upphafi árs en krefjandi markaðsaðstæður höfðu neikvæð áhrif á öðrum ársfjórðungi og litaði það afkomu í fjármála- og fjárfestingarstarfsemi okkar á tímabilinu,“ segir Haraldur Þórðarson, forstjóri samstæðunnar, í tilkynningunni. Áfram viðunandi árangur í ávöxtun Hann segir að áfram sé viðunandi árangur í ávöxtun fjárfestingareigna, þar sem ávöxtun safnsins sé enn og aftur umfram viðmið. „Lægri ávöxtun af hlutabréfum skýrir þó lægri fjárfestingartekjur milli ára og hefur það áhrif á hagnað samstæðunnar. Við höldum áfram að undirbúa komu Íslenskra verðbréfa hf. í samstæðu Skaga, sem mun styðja enn frekar við vöxt tekna og auka eignir í stýringu. Hagnaður eftir skatta nam 273 milljónum fyrir tímabilið. Við höldum ótrauð áfram að vinna að rekstrarmarkmiðum Skaga, og horfur ársins eru óbreyttar,“ segir Haraldur. Þá segir hann mikinn rekstarbata hafa átt sér stað í tryggingastarfseminni. „Þessi kraftmikli viðsnúningur í átt að arðbærum grunnrekstri, sem markvisst hefur verið stefnt að, er nú að raungerast. Iðgjaldavöxtur nemur rúmum 10,4% milli ára. Þetta eru fleiri nýir viðskiptavinir ásamt aukinni sölu trygginga til núverandi viðskiptavina. Tekjuvöxtur í líf- og sjúkdómatryggingum nemur um 15,5% milli ára. Afkoma af vátryggingasamningum var jákvæð um 453 milljónir en á sama tíma í fyrra var afkoman neikvæð um 470 milljónir. Þessi ríflega 900 milljóna króna viðsnúningur milli ára er afrakstur breyttra áherslna þar sem sölufyrirkomulagi félagsins var umbylt og fjárfest í nýjum stafrænum sölurásum. Aukin áhersla hefur verið sett á þjónustu á landsbyggðinni og opnuðum við nýlega nýja þjónustuskrifstofu á Reykjanesi, sem hefur verið afar vel tekið,“ segir Haraldur. Samsett hlutfall í lægri enda Hann segir góða afkomu af tryggingastarfsemi á fyrri hluta ársins benda sterklega til þess að samsett hlutfall verði í lægri enda bilsins í markmiðum ársins. Markmiðið sé að samsetta hlutfallið verði á bilinu 94%-97%. „Tjónahlutfallið er hagstætt, þrátt fyrir tvö stórtjón á tímabilinu. Stórtjón var í Kringlunni og hefur tjónauppgjör með viðskiptavinum okkar gengið vel. Verðmætabjörgun með viðskiptavinum okkar gekk einnig vonum framar,“ segir Haraldur. Þá segir Haraldur ávöxtun fjárfestingareigna viðunandi í erfiðu markaðsumhverfi „Fjárfestingartekjur fyrstu sex mánuði ársins námu 1.298 milljónum eða því sem nemur 3,0% nafnávöxtun. Ávöxtun eignasafns heldur áfram að vera umfram viðmið. Skuldabréf skiluðu 1.242 milljónum á tímabilinu eða rúmlega 4,1% ávöxtun. Hlutabréf í heild lækkuðu um 27 milljónir á tímabilinu. Gengi Controlant var lækkað á öðrum ársfjórðungi úr 105 krónum í 80 krónur á hlut eða um 24% sem fól í sér 208 milljóna lækkun á virði hlutarins. Óskráð hlutabréf hækkuðu annars um 120 milljónir á fyrstu sex mánuðum ársins, sem má að mestu rekja til hækkana á virði framtakssjóða,“ segir Haraldur. Þá segir hann útlán bankans hafa aukist og fyrsta skráða skuldabréfið mikilvægt skref „Fjármálastarfsemin, sem samanstendur af rekstri Fossa og SIV, fór vel af stað á fyrsta ársfjórðungi ársins en erfiðar markaðsaðstæður höfðu sín áhrif á rekstur bankans á öðrum ársfjórðungi. Afkoma fjármálastarfseminnar á fyrstu sex mánuðum ársins var neikvæð um 119 milljónir fyrir skatta. Mikilvægir áfangar náðust á tímabilinu því hlutdeild bankans á skuldabréfamarkaði hélt áfram að aukast, vaxtamunur bankans varð stöðugri og lánabók bankans hélt áfram að stækka í takt við væntingar,“ segir hann og að frá áramótum hafi efnahagur vakið um fjórðung. „Bankinn gaf nýlega út sitt fyrsta skráða skuldabréf fyrir 1,5 milljarð, til 18 mánaða, með 150 punkta álagi á eins mánaða REIBOR. Þetta er mikilvægt skref fyrir Fossa fjárfestingarbanka vegna þess að útgáfan lengir í fjármögnun bankans á samkeppnishæfum kjörum og styður jafnframt við áframhaldandi vöxt bankans.“ Haraldur segir í tilkynningunni einnig frá tekjuvexti í fjármálastarfsemi og fer yfir fyrsta árið frá stofnun SIV eignastýringar Þá segir hann að Samkeppniseftirlit nú hafa aflétt fyrirvara vegna kaupa Skaga á Íslenskum verðbréfum. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands eigi eftir að aflétta sínum fyrirvara. Í tilkynningu er að lokum farið yfir horfur fyrir rekstrarárið og segir að þær séu óbreyttar. Hægt er að kynna sér málið betur hér. Kynningarfundur vegna uppgjörsins verður svo haldinn í fyrramálið, 29. ágúst, klukkan 8:30 í höfuðstöðvum félagsins í Ármúla 3, Reykjavík. Haraldur Þórðarson, forstjóri samstæðu, og Brynjar Þór Hreinsson, fjármálastjóri samstæðu, munu kynna uppgjörið.
Skagi Tryggingar Fjármálafyrirtæki Kauphöllin Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira