Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag.
Þar kemur fram að ungmennið hafi ekki beitt hnífnum og ekki ógnað neinum.
Á menningarnótt var 16 ára drengur handtekinn eftir að hafa stungið þrjá í miðbænum. Ein stúlka sem varð fyrir árásinni er enn í lífshættu.
Mikil umræða hefur verið í kjölfar af þessu um aukinn vopnaburð og ofbeldishegðun ungmenna. Yfirlögregluþjónar um land allt hafa lýst yfir áhyggjum af þróuninni. Þeir segja mikla vinnu fyrir höndum og ekki síst hjá foreldrum að snúa við þróuninni.