Betra að blása eða skola nornahárin af til að koma í veg fyrir skemmdir Lovísa Arnardóttir skrifar 28. ágúst 2024 21:02 Halldóra týndi saman þessi nornahár við heimili sitt í Reykjanesbæ. Hún segir hárin sitja fast og það sé ljóst að þau verði í einhvern tíma að losna við þau. Mynd/Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir Bergrún Arna Óladóttir, gjóskulagafræðingur á Veðurstofu Íslands, segir nornahár ekki ný af nálinni. Það þurfi ekki að óttast þau en hún hvetur þó fólk frekar til að skola eða blása þau burt en að bursta þau eða nudda þau burt liggi þau á bíl eða trampólíni. Bergrún ræddi nornahárin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Bergrún útskýrir að nornahárin hafi myndast í flestum gosanna síðustu ár á Reykjanesi en ekki í eins miklum mæli og núna. Þau myndist helst þegar kvikustrókarnir eru háir og þeir séu það núna. Þeir hafi síðast verið það í eldgosinu í Geldingadölum í maí 2021 og þá hafi verið töluvert af nornahári. Fólk í Grindavík til dæmis hafi orðið vart við nornahárin. „Þetta er í rauninni gjóska. Kvikan sem kemur upp,“ segir Bergrún Arna. „Þetta eru kvikudropar og í hraðanum þar sem efnið er að þeytast upp frá gosstöðvunum teygist á efninu og þetta myndar þessa glerjuðu þræði. Þetta er í rauninni gler,“ segir Bergrún. Hún segir glerið geta valdið skemmdum og ef það er til dæmis á bílum sé ekki gott að nudda því af heldur sé betra að blása eða skola nornahárinu af. Þá segir hún einnig gott að skola til dæmis trampólín ef það eru nornahár á þeim. Hún segir fólk líka geta meitt sig ef það heldur á miklu magni nornahára. Ekki gott að fikta í þeim „Það nornahár sem ég hef séð í þessum atburði. Þau eru í rauninni mjög þunn,“ segir hún og að hún hafi ekki meitt sig en hún ráðleggi ekki neinum að fikta í þessu. „En engin aðsteðjandi hætta og gaman að fylgjast með náttúruundrinu í stað þess að hræðast þau,“ segir Hún segir hárin mjög létt og geta borist langt. Það fari eftir veðuraðstæðum en þau geti borist töluverða vegalengd. Hún segist hafa heyrt af þessu núna á Reykjanesi og á Keflavíkurflugvelli. Hún segist sjálf hafa séð nokkuð mikið af þessu í kringum gosstöðvarnar, í um fimm eða sex kílómetra fjarlægð frá gosstöðvunum. „Það brakar ekki þegar þú gengur á þessu, ekki nema það sé í það miklu magni.“ Havísk gyðja og íslensk norn Hún segir töluvert magn af nornahárum hafa myndast líka í eldgosinu í Holuhrauni 2015. Þá hafi myndast vöndlar af nornahári í vindinum sem hafi skoppað yfir sandinn. En það fari svo eftir lengd háranna hvernig ásýnd þeirra er. Halldóra Fríða er búin að spúla pallinn en enn eru hárin föst í pallinum.Mynd/Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir Hún segir þau eflaust brotna niður á endanum. Hún hafi ekki séð mikið af nornahárum í gamalli gjósku en svo þau myndu finnast löngu eftir eldgos þurfi að varðveitast töluvert mikið af því. Varðandi nafnið á þessu fyrirbæri segir Bergrún að á ensku heiti þetta Pele´s Hair og að Pele sé gyðja eldfjallanna á Havaí en að hún viti ekki hvernig orðið nornahár kom til á íslensku. „En mér finnst þetta mjög flott orð og sérstaklega þegar þetta vöðlast svona saman og verður í rauninni eins og ljósir lokkar. Þá á þetta mjög vel við,“ segir hún. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Fyrsta marktæka gjóskufallið frá Norðra Ákveðin kaflaskipti urðu í eldgosinu í Geldingadölum í dag þegar fyrsta marktæka gjóskufallið frá Norðra mældist. Að sögn Eldfjallafræði- og náttúruvárhópi Háskóla Íslands mun gjóskan hafa fallið í gær eða í dag. 2. apríl 2021 22:16 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira
Bergrún útskýrir að nornahárin hafi myndast í flestum gosanna síðustu ár á Reykjanesi en ekki í eins miklum mæli og núna. Þau myndist helst þegar kvikustrókarnir eru háir og þeir séu það núna. Þeir hafi síðast verið það í eldgosinu í Geldingadölum í maí 2021 og þá hafi verið töluvert af nornahári. Fólk í Grindavík til dæmis hafi orðið vart við nornahárin. „Þetta er í rauninni gjóska. Kvikan sem kemur upp,“ segir Bergrún Arna. „Þetta eru kvikudropar og í hraðanum þar sem efnið er að þeytast upp frá gosstöðvunum teygist á efninu og þetta myndar þessa glerjuðu þræði. Þetta er í rauninni gler,“ segir Bergrún. Hún segir glerið geta valdið skemmdum og ef það er til dæmis á bílum sé ekki gott að nudda því af heldur sé betra að blása eða skola nornahárinu af. Þá segir hún einnig gott að skola til dæmis trampólín ef það eru nornahár á þeim. Hún segir fólk líka geta meitt sig ef það heldur á miklu magni nornahára. Ekki gott að fikta í þeim „Það nornahár sem ég hef séð í þessum atburði. Þau eru í rauninni mjög þunn,“ segir hún og að hún hafi ekki meitt sig en hún ráðleggi ekki neinum að fikta í þessu. „En engin aðsteðjandi hætta og gaman að fylgjast með náttúruundrinu í stað þess að hræðast þau,“ segir Hún segir hárin mjög létt og geta borist langt. Það fari eftir veðuraðstæðum en þau geti borist töluverða vegalengd. Hún segist hafa heyrt af þessu núna á Reykjanesi og á Keflavíkurflugvelli. Hún segist sjálf hafa séð nokkuð mikið af þessu í kringum gosstöðvarnar, í um fimm eða sex kílómetra fjarlægð frá gosstöðvunum. „Það brakar ekki þegar þú gengur á þessu, ekki nema það sé í það miklu magni.“ Havísk gyðja og íslensk norn Hún segir töluvert magn af nornahárum hafa myndast líka í eldgosinu í Holuhrauni 2015. Þá hafi myndast vöndlar af nornahári í vindinum sem hafi skoppað yfir sandinn. En það fari svo eftir lengd háranna hvernig ásýnd þeirra er. Halldóra Fríða er búin að spúla pallinn en enn eru hárin föst í pallinum.Mynd/Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir Hún segir þau eflaust brotna niður á endanum. Hún hafi ekki séð mikið af nornahárum í gamalli gjósku en svo þau myndu finnast löngu eftir eldgos þurfi að varðveitast töluvert mikið af því. Varðandi nafnið á þessu fyrirbæri segir Bergrún að á ensku heiti þetta Pele´s Hair og að Pele sé gyðja eldfjallanna á Havaí en að hún viti ekki hvernig orðið nornahár kom til á íslensku. „En mér finnst þetta mjög flott orð og sérstaklega þegar þetta vöðlast svona saman og verður í rauninni eins og ljósir lokkar. Þá á þetta mjög vel við,“ segir hún.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Fyrsta marktæka gjóskufallið frá Norðra Ákveðin kaflaskipti urðu í eldgosinu í Geldingadölum í dag þegar fyrsta marktæka gjóskufallið frá Norðra mældist. Að sögn Eldfjallafræði- og náttúruvárhópi Háskóla Íslands mun gjóskan hafa fallið í gær eða í dag. 2. apríl 2021 22:16 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira
Fyrsta marktæka gjóskufallið frá Norðra Ákveðin kaflaskipti urðu í eldgosinu í Geldingadölum í dag þegar fyrsta marktæka gjóskufallið frá Norðra mældist. Að sögn Eldfjallafræði- og náttúruvárhópi Háskóla Íslands mun gjóskan hafa fallið í gær eða í dag. 2. apríl 2021 22:16