Grunnskólarnir okkar allra Sindri Kristjánsson skrifar 29. ágúst 2024 07:01 Um þessar mundir er sá tími ársins þar sem skólarnir okkar fyllast aftur af börnum eftir hið langa, íslenska sumarfrí. Þetta er að mörgu leyti yndislegur tími, samfélagsmiðlar fyllast af myndum af misstórum brosandi börnum sem eru öll að hefja nýjan áfanga í sínu lífi, hvort sem það er að hefja nám í grunnskóla eða framhaldsskóla, flytjast upp um bekk eða jafnvel setjast á háskólabekk. Foreldrar og forráðamenn allir að rifna úr stolti, réttilega því börnin okkar eru jú eitt það allra dýrmætasta sem við eigum. En þessi börn, og þá sérstaklega börn á grunnskólaaldri, eru að halda sína leið inn í skólakerfi sem talsverður styr stendur um. Samræmdar, alþjóðlegar mælingar sýna stöðu barnanna okkar á hraðri niðurleið og ekki var úr háum söðli að falla til að byrja með. Fjölmiðlar keppast við að fjalla um stöðuna, sumir hafa ákveðið að gera sér meiri mat úr umfjöllunarefninu en aðrir, og sagan sem okkur er sögð er að íslenskir grunnskólar séu um það bil að fara fram af bjargbrúninni. Eins og hjá þorra landsmanna takmarkast þekking mín og reynsla af íslensku skólakerfi að langmestu leyti við mína eigin skólagöngu. Síðan hafa bæst við nokkur ár sem foreldri nemanda í þessu kerfi. Ég er því meðvitaður um að ég hef afskaplega lítið vit á því hvernig best er að því staðið að mennta börn, hvernig skólastarf á að fara fram, hvað er æskilegt og best í lestrarkennslu, hvort samræmd og stöðluð próf eigi að vera allsherjarmælikvarði á gæði náms o.s.frv. Þetta mættu fleiri í minni stöðu vera meðvitaðir um þegar stöðu skólanna og menntunar í landinu ber á góma. En það sem ég þó veit og hef upplifað á eigin skinni, bæði sem nemandi og foreldri, er að í skólunum okkar starfar afskaplega hæft og metnaðarfullt starfsfólk. Skólastjórnendur, kennarar, stuðningsfulltrúar, ritarar, kokkar og matráðar og svo mætti lengi telja. Upp til hópa er þetta allt fólk sem brennur fyrir hag og velferð barnanna okkar og vill ekkert frekar sjá en að þau nái árangri í leik og starfi. Þetta er fólk sem starfar við síbreytilegar og krefjandi aðstæður. Þetta er fólkið sem á einhvern óskiljanlegan hátt hélt skólunum okkar að langmestu leyti opnum í gegnum heimsfaraldurinn. Þetta er fólkið sem tekur á móti börnunum okkar hér um bil hvern virkan dag níu mánuði á ári, sama hvernig viðrar og hvað á bjátar, hvort sem það er hjá þeim eða okkur. Mér finnst því tími til kominn að við foreldrar og forráðamenn leggjum enn meira af mörkum til að styðja við starf skólanna þess fólks sem þar starfar. Og það er talsvert sem við getum gert. Mér efst í huga þátttaka foreldra og forráðamanna í sjálfu skólastarfinu. Tökum þátt í þessu. Bjóðum okkur fram í stjórn foreldrafélagsins, verum virkir bekkjarfulltrúar eða virk í foreldrasamstarfinu. Mætum að viðburði sem skólinn skipuleggur fyrir aðstandendur, fræðslur og fyrirlestra. Hjálpumst öll að við fjáraflanir þegar þannig ber undir. Löbbum með börnunum okkar í skólann og bjóðum skólaliðum sem taka á móti þeim góðan daginn. Umfram allt – verum til staðar fyrir bæði börnin okkar og skólana. Leggjum okkar af mörkum til að gera íslenska skóla enn betri mennta- og uppeldistofnanir en þeir eru í dag. Og þó að stóru áskoranir íslenska skólakerfisins verði ekki leystar með foreldrastuðningi einar og sér, þá gildir hið fornkveðna auðvitað. Margt smátt gerir eitt stórt. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri og foreldri tveggja grunnskólabarna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er sá tími ársins þar sem skólarnir okkar fyllast aftur af börnum eftir hið langa, íslenska sumarfrí. Þetta er að mörgu leyti yndislegur tími, samfélagsmiðlar fyllast af myndum af misstórum brosandi börnum sem eru öll að hefja nýjan áfanga í sínu lífi, hvort sem það er að hefja nám í grunnskóla eða framhaldsskóla, flytjast upp um bekk eða jafnvel setjast á háskólabekk. Foreldrar og forráðamenn allir að rifna úr stolti, réttilega því börnin okkar eru jú eitt það allra dýrmætasta sem við eigum. En þessi börn, og þá sérstaklega börn á grunnskólaaldri, eru að halda sína leið inn í skólakerfi sem talsverður styr stendur um. Samræmdar, alþjóðlegar mælingar sýna stöðu barnanna okkar á hraðri niðurleið og ekki var úr háum söðli að falla til að byrja með. Fjölmiðlar keppast við að fjalla um stöðuna, sumir hafa ákveðið að gera sér meiri mat úr umfjöllunarefninu en aðrir, og sagan sem okkur er sögð er að íslenskir grunnskólar séu um það bil að fara fram af bjargbrúninni. Eins og hjá þorra landsmanna takmarkast þekking mín og reynsla af íslensku skólakerfi að langmestu leyti við mína eigin skólagöngu. Síðan hafa bæst við nokkur ár sem foreldri nemanda í þessu kerfi. Ég er því meðvitaður um að ég hef afskaplega lítið vit á því hvernig best er að því staðið að mennta börn, hvernig skólastarf á að fara fram, hvað er æskilegt og best í lestrarkennslu, hvort samræmd og stöðluð próf eigi að vera allsherjarmælikvarði á gæði náms o.s.frv. Þetta mættu fleiri í minni stöðu vera meðvitaðir um þegar stöðu skólanna og menntunar í landinu ber á góma. En það sem ég þó veit og hef upplifað á eigin skinni, bæði sem nemandi og foreldri, er að í skólunum okkar starfar afskaplega hæft og metnaðarfullt starfsfólk. Skólastjórnendur, kennarar, stuðningsfulltrúar, ritarar, kokkar og matráðar og svo mætti lengi telja. Upp til hópa er þetta allt fólk sem brennur fyrir hag og velferð barnanna okkar og vill ekkert frekar sjá en að þau nái árangri í leik og starfi. Þetta er fólk sem starfar við síbreytilegar og krefjandi aðstæður. Þetta er fólkið sem á einhvern óskiljanlegan hátt hélt skólunum okkar að langmestu leyti opnum í gegnum heimsfaraldurinn. Þetta er fólkið sem tekur á móti börnunum okkar hér um bil hvern virkan dag níu mánuði á ári, sama hvernig viðrar og hvað á bjátar, hvort sem það er hjá þeim eða okkur. Mér finnst því tími til kominn að við foreldrar og forráðamenn leggjum enn meira af mörkum til að styðja við starf skólanna þess fólks sem þar starfar. Og það er talsvert sem við getum gert. Mér efst í huga þátttaka foreldra og forráðamanna í sjálfu skólastarfinu. Tökum þátt í þessu. Bjóðum okkur fram í stjórn foreldrafélagsins, verum virkir bekkjarfulltrúar eða virk í foreldrasamstarfinu. Mætum að viðburði sem skólinn skipuleggur fyrir aðstandendur, fræðslur og fyrirlestra. Hjálpumst öll að við fjáraflanir þegar þannig ber undir. Löbbum með börnunum okkar í skólann og bjóðum skólaliðum sem taka á móti þeim góðan daginn. Umfram allt – verum til staðar fyrir bæði börnin okkar og skólana. Leggjum okkar af mörkum til að gera íslenska skóla enn betri mennta- og uppeldistofnanir en þeir eru í dag. Og þó að stóru áskoranir íslenska skólakerfisins verði ekki leystar með foreldrastuðningi einar og sér, þá gildir hið fornkveðna auðvitað. Margt smátt gerir eitt stórt. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri og foreldri tveggja grunnskólabarna.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar