Fyrsti hópur Heimis í dramatísku myndbandi: „Forn rígur endurvakinn“ Sindri Sverrisson skrifar 29. ágúst 2024 11:49 Evan Ferguson, framherji Brighton, er á meðal leikmanna í írska hópnum hans Heimis Hallgrímssonar. Getty/Tim Clayton Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta. Óhætt er að segja að Heimir hefji störf á alvöru slag því fyrsti leikur Íra undir hans stjórn verður á heimavelli gegn Englandi. „Forn rígur endurvakinn,“ segir meðal annars í dramatísku myndbandi sem írska knattspyrnusambandið sendi frá sér núna í hádeginu, þegar hópurinn var tilkynntur. Leikurinn við England er laugardaginn 7. september, og verður sýndur á Vodafone Sport, og þremur dögum síðar taka Írar á móti Grikkjum. Heimir hefur áður sagt að við val á fyrsta hópnum sínum myndi hann fyrst og fremst horfa til þess sem aðstoðarmenn hans, John O'Shea og Paddy McCarthy, hefðu að segja. O'Shea stýrði írska liðinu tímabundið eftir að Stephen Kenny var kvaddur í lok síðasta árs. Kynningarmyndband á írska hópnum má sjá hér að neðan. An old rivalry renewed.Your Ireland squad to face England & Greece 🇮🇪 pic.twitter.com/XAirbxn34x— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) August 29, 2024 Á meðal leikmanna í hópnum er hinn 22 ára gamli Kasey McAteer, kantmaður Leicester, sem er í fyrsta sinn gjaldgengur eftir staðfestingu FIFA. Hann skoraði sjö mörk fyrir Leicester þegar liðið vann sig upp í ensku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð. Fyrirliðinn Seamus Coleman úr Everton og framherjinn Evan Ferguson úr Brighton eru einnig í hópnum. Hópinn í heild má sjá hér að neðan: Markmenn: Caoimhin Kelleher (Liverpool), Mark Travers (AFC Bournemouth), Max O'Leary (Bristol City). Varnarmenn: Seamus Coleman (Everton), Matt Doherty (Wolverhampton Wanderers), Dara O'Shea (Ipswich Town), Nathan Collins (Brentford), Jake O'Brien (Everton), Andrew Omobamidele (Nottingham Forest), Liam Scales (Celtic), Callum O'Dowda (Cardiff City), Robbie Brady (Preston North End). Miðjumenn: Will Smallbone (Southampton), Jayson Molumby (West Bromwich Albion), Alan Browne (Sunderland), Jason Knight (Bristol City), Kasey McAteer (Leicester City). Sóknarmenn: Adam Idah (Celtic), Evan Ferguson (Brighton and Hove Albion), Sammie Szmodics (Ipswich Town), Chiedozie Ogbene (Ipswich Town), Callum Robinson (Cardiff City), Troy Parrott (AZ Alkmaar). Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Óhætt er að segja að Heimir hefji störf á alvöru slag því fyrsti leikur Íra undir hans stjórn verður á heimavelli gegn Englandi. „Forn rígur endurvakinn,“ segir meðal annars í dramatísku myndbandi sem írska knattspyrnusambandið sendi frá sér núna í hádeginu, þegar hópurinn var tilkynntur. Leikurinn við England er laugardaginn 7. september, og verður sýndur á Vodafone Sport, og þremur dögum síðar taka Írar á móti Grikkjum. Heimir hefur áður sagt að við val á fyrsta hópnum sínum myndi hann fyrst og fremst horfa til þess sem aðstoðarmenn hans, John O'Shea og Paddy McCarthy, hefðu að segja. O'Shea stýrði írska liðinu tímabundið eftir að Stephen Kenny var kvaddur í lok síðasta árs. Kynningarmyndband á írska hópnum má sjá hér að neðan. An old rivalry renewed.Your Ireland squad to face England & Greece 🇮🇪 pic.twitter.com/XAirbxn34x— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) August 29, 2024 Á meðal leikmanna í hópnum er hinn 22 ára gamli Kasey McAteer, kantmaður Leicester, sem er í fyrsta sinn gjaldgengur eftir staðfestingu FIFA. Hann skoraði sjö mörk fyrir Leicester þegar liðið vann sig upp í ensku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð. Fyrirliðinn Seamus Coleman úr Everton og framherjinn Evan Ferguson úr Brighton eru einnig í hópnum. Hópinn í heild má sjá hér að neðan: Markmenn: Caoimhin Kelleher (Liverpool), Mark Travers (AFC Bournemouth), Max O'Leary (Bristol City). Varnarmenn: Seamus Coleman (Everton), Matt Doherty (Wolverhampton Wanderers), Dara O'Shea (Ipswich Town), Nathan Collins (Brentford), Jake O'Brien (Everton), Andrew Omobamidele (Nottingham Forest), Liam Scales (Celtic), Callum O'Dowda (Cardiff City), Robbie Brady (Preston North End). Miðjumenn: Will Smallbone (Southampton), Jayson Molumby (West Bromwich Albion), Alan Browne (Sunderland), Jason Knight (Bristol City), Kasey McAteer (Leicester City). Sóknarmenn: Adam Idah (Celtic), Evan Ferguson (Brighton and Hove Albion), Sammie Szmodics (Ipswich Town), Chiedozie Ogbene (Ipswich Town), Callum Robinson (Cardiff City), Troy Parrott (AZ Alkmaar).
Markmenn: Caoimhin Kelleher (Liverpool), Mark Travers (AFC Bournemouth), Max O'Leary (Bristol City). Varnarmenn: Seamus Coleman (Everton), Matt Doherty (Wolverhampton Wanderers), Dara O'Shea (Ipswich Town), Nathan Collins (Brentford), Jake O'Brien (Everton), Andrew Omobamidele (Nottingham Forest), Liam Scales (Celtic), Callum O'Dowda (Cardiff City), Robbie Brady (Preston North End). Miðjumenn: Will Smallbone (Southampton), Jayson Molumby (West Bromwich Albion), Alan Browne (Sunderland), Jason Knight (Bristol City), Kasey McAteer (Leicester City). Sóknarmenn: Adam Idah (Celtic), Evan Ferguson (Brighton and Hove Albion), Sammie Szmodics (Ipswich Town), Chiedozie Ogbene (Ipswich Town), Callum Robinson (Cardiff City), Troy Parrott (AZ Alkmaar).
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira