Fyrsti hópur Heimis í dramatísku myndbandi: „Forn rígur endurvakinn“ Sindri Sverrisson skrifar 29. ágúst 2024 11:49 Evan Ferguson, framherji Brighton, er á meðal leikmanna í írska hópnum hans Heimis Hallgrímssonar. Getty/Tim Clayton Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta. Óhætt er að segja að Heimir hefji störf á alvöru slag því fyrsti leikur Íra undir hans stjórn verður á heimavelli gegn Englandi. „Forn rígur endurvakinn,“ segir meðal annars í dramatísku myndbandi sem írska knattspyrnusambandið sendi frá sér núna í hádeginu, þegar hópurinn var tilkynntur. Leikurinn við England er laugardaginn 7. september, og verður sýndur á Vodafone Sport, og þremur dögum síðar taka Írar á móti Grikkjum. Heimir hefur áður sagt að við val á fyrsta hópnum sínum myndi hann fyrst og fremst horfa til þess sem aðstoðarmenn hans, John O'Shea og Paddy McCarthy, hefðu að segja. O'Shea stýrði írska liðinu tímabundið eftir að Stephen Kenny var kvaddur í lok síðasta árs. Kynningarmyndband á írska hópnum má sjá hér að neðan. An old rivalry renewed.Your Ireland squad to face England & Greece 🇮🇪 pic.twitter.com/XAirbxn34x— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) August 29, 2024 Á meðal leikmanna í hópnum er hinn 22 ára gamli Kasey McAteer, kantmaður Leicester, sem er í fyrsta sinn gjaldgengur eftir staðfestingu FIFA. Hann skoraði sjö mörk fyrir Leicester þegar liðið vann sig upp í ensku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð. Fyrirliðinn Seamus Coleman úr Everton og framherjinn Evan Ferguson úr Brighton eru einnig í hópnum. Hópinn í heild má sjá hér að neðan: Markmenn: Caoimhin Kelleher (Liverpool), Mark Travers (AFC Bournemouth), Max O'Leary (Bristol City). Varnarmenn: Seamus Coleman (Everton), Matt Doherty (Wolverhampton Wanderers), Dara O'Shea (Ipswich Town), Nathan Collins (Brentford), Jake O'Brien (Everton), Andrew Omobamidele (Nottingham Forest), Liam Scales (Celtic), Callum O'Dowda (Cardiff City), Robbie Brady (Preston North End). Miðjumenn: Will Smallbone (Southampton), Jayson Molumby (West Bromwich Albion), Alan Browne (Sunderland), Jason Knight (Bristol City), Kasey McAteer (Leicester City). Sóknarmenn: Adam Idah (Celtic), Evan Ferguson (Brighton and Hove Albion), Sammie Szmodics (Ipswich Town), Chiedozie Ogbene (Ipswich Town), Callum Robinson (Cardiff City), Troy Parrott (AZ Alkmaar). Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Körfubolti Fleiri fréttir Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Sjá meira
Óhætt er að segja að Heimir hefji störf á alvöru slag því fyrsti leikur Íra undir hans stjórn verður á heimavelli gegn Englandi. „Forn rígur endurvakinn,“ segir meðal annars í dramatísku myndbandi sem írska knattspyrnusambandið sendi frá sér núna í hádeginu, þegar hópurinn var tilkynntur. Leikurinn við England er laugardaginn 7. september, og verður sýndur á Vodafone Sport, og þremur dögum síðar taka Írar á móti Grikkjum. Heimir hefur áður sagt að við val á fyrsta hópnum sínum myndi hann fyrst og fremst horfa til þess sem aðstoðarmenn hans, John O'Shea og Paddy McCarthy, hefðu að segja. O'Shea stýrði írska liðinu tímabundið eftir að Stephen Kenny var kvaddur í lok síðasta árs. Kynningarmyndband á írska hópnum má sjá hér að neðan. An old rivalry renewed.Your Ireland squad to face England & Greece 🇮🇪 pic.twitter.com/XAirbxn34x— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) August 29, 2024 Á meðal leikmanna í hópnum er hinn 22 ára gamli Kasey McAteer, kantmaður Leicester, sem er í fyrsta sinn gjaldgengur eftir staðfestingu FIFA. Hann skoraði sjö mörk fyrir Leicester þegar liðið vann sig upp í ensku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð. Fyrirliðinn Seamus Coleman úr Everton og framherjinn Evan Ferguson úr Brighton eru einnig í hópnum. Hópinn í heild má sjá hér að neðan: Markmenn: Caoimhin Kelleher (Liverpool), Mark Travers (AFC Bournemouth), Max O'Leary (Bristol City). Varnarmenn: Seamus Coleman (Everton), Matt Doherty (Wolverhampton Wanderers), Dara O'Shea (Ipswich Town), Nathan Collins (Brentford), Jake O'Brien (Everton), Andrew Omobamidele (Nottingham Forest), Liam Scales (Celtic), Callum O'Dowda (Cardiff City), Robbie Brady (Preston North End). Miðjumenn: Will Smallbone (Southampton), Jayson Molumby (West Bromwich Albion), Alan Browne (Sunderland), Jason Knight (Bristol City), Kasey McAteer (Leicester City). Sóknarmenn: Adam Idah (Celtic), Evan Ferguson (Brighton and Hove Albion), Sammie Szmodics (Ipswich Town), Chiedozie Ogbene (Ipswich Town), Callum Robinson (Cardiff City), Troy Parrott (AZ Alkmaar).
Markmenn: Caoimhin Kelleher (Liverpool), Mark Travers (AFC Bournemouth), Max O'Leary (Bristol City). Varnarmenn: Seamus Coleman (Everton), Matt Doherty (Wolverhampton Wanderers), Dara O'Shea (Ipswich Town), Nathan Collins (Brentford), Jake O'Brien (Everton), Andrew Omobamidele (Nottingham Forest), Liam Scales (Celtic), Callum O'Dowda (Cardiff City), Robbie Brady (Preston North End). Miðjumenn: Will Smallbone (Southampton), Jayson Molumby (West Bromwich Albion), Alan Browne (Sunderland), Jason Knight (Bristol City), Kasey McAteer (Leicester City). Sóknarmenn: Adam Idah (Celtic), Evan Ferguson (Brighton and Hove Albion), Sammie Szmodics (Ipswich Town), Chiedozie Ogbene (Ipswich Town), Callum Robinson (Cardiff City), Troy Parrott (AZ Alkmaar).
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Körfubolti Fleiri fréttir Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Sjá meira