Guide to Iceland viti ekkert um fólkið í ferðinni Tómas Arnar Þorláksson skrifar 30. ágúst 2024 07:02 Ingólfur Abrahim Shahin er stór eigandi í Guide to Iceland. Guide to Iceland Ingólfur Shahin, þróunarstjóri og stór hluthafi í Guide to Iceland, segist ekki hafa neinar leiðir til þess að vita hvort að ferðamennirnir sem voru í hópi Ice Pic Journeys þegar að banaslys varð á Breiðamerkurjökli eftir íshrun, hafi bókað í ferðina í gegnum bókunarsíðu Guide to Iceland. Þetta segir Ingólfur í samtali við Vísi. Guide to Iceland er ráðandi bókunarsíða í íslenskri ferðaþjónustu. Þar hefur meðal annars verið hægt að bóka íshellaferðir á Breiðamerkurjökli með leiðsögufyrirtækjum eins og Ice Pic Journeys. Hann bendir á að Ice Pic Journeys sé í viðskiptum við fjölmargar bókunarsíður og hótel og því alls ekki hægt að segja til um það í gegnum hvaða bókunarsíðu hver ferðamaður bókaði og með öllu óvíst hvort nokkur ferðamaður í þessari tilteknu ferð hafi bókað í gegnum Guide to Iceland. Ómögulegt fyrir okkur að vita „Við höldum utan um allar bókanir sem koma frá okkur en við vitum ekki hve stór hluti það er af hverri heildarferð. Það er ómögulegt fyrir okkur að vita,“ segir Ingólfur í samtali við Vísi. Hann bendir á að sá eini sem fær heildarlista yfir gesti í hverri ferð séu fyrirtæki sem bjóða upp á ferðir sem Guide to Iceland endurselur. Á bókunarsíðu Guide to Iceland er hægt að kaupa alls konar ferðir fyrir nokkra í einu án þess að skrá upplýsingar um hvern og einn gest eða farþega í hverri ferð. Guide to Iceland fær einungis upplýsingar um þann sem greiðir fyrir ferðina. Leiðsögumaðurinn sá eini sem sé með heildarlista Ýmsir aðilar í ferðaþjónustunni hafa bent á að að lokum sé það á ábyrgð hvers og eins fyrirtækis sem gerir út ferðir að halda utan um nöfn og fjölda þeirra sem taka þátt í hverri ferð. Lögreglan átti í vandræðum á sunnudaginn þegar slysið varð að vera viss hvort að einhver væri enn undir ísnum þar sem það vantaði nöfn á lista Ice Pic Journeys. Ingólfur minnir á að engin lög séu til staðar sem segi til um það að bókunarsíður í ferðir hér á landi hafi nöfn allra þeirra sem kaupa ferðina. Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir Ice Pic Journeys harma slysið á Breiðamerkurjökli „Við hjá Ice Pic Journeys hörmum mjög það slys sem átti sér stað í Breiðamerkurjökli síðastliðinn sunnudag í ferð á okkar vegum. 29. ágúst 2024 16:23 Fengu ekki vitneskju um slys níu dögum fyrir banaslys Vatnajökulsþjóðgarður fékk enga vitneskju um slys sem að ferðamaður í íshellaferð á Breiðamerkurjökli lenti í níu dögum fyrir banaslys á svæðinu. Þann 16. ágúst féll ísklumpur úr nokkurra metra hæð og lenti á höfði mannsins með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund í stutta stund. 29. ágúst 2024 17:15 Ekki tímabært að velta fyrir sér manndrápi af gáleysi Rannsókn varðandi banaslys á Breiðamerkurjökli, þegar einn lést og einn slasaðist á sunnudaginn eftir íshrun, miðar vel áfram. 29. ágúst 2024 15:38 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira
Þetta segir Ingólfur í samtali við Vísi. Guide to Iceland er ráðandi bókunarsíða í íslenskri ferðaþjónustu. Þar hefur meðal annars verið hægt að bóka íshellaferðir á Breiðamerkurjökli með leiðsögufyrirtækjum eins og Ice Pic Journeys. Hann bendir á að Ice Pic Journeys sé í viðskiptum við fjölmargar bókunarsíður og hótel og því alls ekki hægt að segja til um það í gegnum hvaða bókunarsíðu hver ferðamaður bókaði og með öllu óvíst hvort nokkur ferðamaður í þessari tilteknu ferð hafi bókað í gegnum Guide to Iceland. Ómögulegt fyrir okkur að vita „Við höldum utan um allar bókanir sem koma frá okkur en við vitum ekki hve stór hluti það er af hverri heildarferð. Það er ómögulegt fyrir okkur að vita,“ segir Ingólfur í samtali við Vísi. Hann bendir á að sá eini sem fær heildarlista yfir gesti í hverri ferð séu fyrirtæki sem bjóða upp á ferðir sem Guide to Iceland endurselur. Á bókunarsíðu Guide to Iceland er hægt að kaupa alls konar ferðir fyrir nokkra í einu án þess að skrá upplýsingar um hvern og einn gest eða farþega í hverri ferð. Guide to Iceland fær einungis upplýsingar um þann sem greiðir fyrir ferðina. Leiðsögumaðurinn sá eini sem sé með heildarlista Ýmsir aðilar í ferðaþjónustunni hafa bent á að að lokum sé það á ábyrgð hvers og eins fyrirtækis sem gerir út ferðir að halda utan um nöfn og fjölda þeirra sem taka þátt í hverri ferð. Lögreglan átti í vandræðum á sunnudaginn þegar slysið varð að vera viss hvort að einhver væri enn undir ísnum þar sem það vantaði nöfn á lista Ice Pic Journeys. Ingólfur minnir á að engin lög séu til staðar sem segi til um það að bókunarsíður í ferðir hér á landi hafi nöfn allra þeirra sem kaupa ferðina.
Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir Ice Pic Journeys harma slysið á Breiðamerkurjökli „Við hjá Ice Pic Journeys hörmum mjög það slys sem átti sér stað í Breiðamerkurjökli síðastliðinn sunnudag í ferð á okkar vegum. 29. ágúst 2024 16:23 Fengu ekki vitneskju um slys níu dögum fyrir banaslys Vatnajökulsþjóðgarður fékk enga vitneskju um slys sem að ferðamaður í íshellaferð á Breiðamerkurjökli lenti í níu dögum fyrir banaslys á svæðinu. Þann 16. ágúst féll ísklumpur úr nokkurra metra hæð og lenti á höfði mannsins með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund í stutta stund. 29. ágúst 2024 17:15 Ekki tímabært að velta fyrir sér manndrápi af gáleysi Rannsókn varðandi banaslys á Breiðamerkurjökli, þegar einn lést og einn slasaðist á sunnudaginn eftir íshrun, miðar vel áfram. 29. ágúst 2024 15:38 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira
Ice Pic Journeys harma slysið á Breiðamerkurjökli „Við hjá Ice Pic Journeys hörmum mjög það slys sem átti sér stað í Breiðamerkurjökli síðastliðinn sunnudag í ferð á okkar vegum. 29. ágúst 2024 16:23
Fengu ekki vitneskju um slys níu dögum fyrir banaslys Vatnajökulsþjóðgarður fékk enga vitneskju um slys sem að ferðamaður í íshellaferð á Breiðamerkurjökli lenti í níu dögum fyrir banaslys á svæðinu. Þann 16. ágúst féll ísklumpur úr nokkurra metra hæð og lenti á höfði mannsins með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund í stutta stund. 29. ágúst 2024 17:15
Ekki tímabært að velta fyrir sér manndrápi af gáleysi Rannsókn varðandi banaslys á Breiðamerkurjökli, þegar einn lést og einn slasaðist á sunnudaginn eftir íshrun, miðar vel áfram. 29. ágúst 2024 15:38