Tapaði 1,2 milljörðum á fyrri hluta ársins Atli Ísleifsson skrifar 29. ágúst 2024 14:19 Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela. Vísir/Arnar Rekstrarhagnaður Íslandshótela fyrir afskriftir (EBITDA) var 735 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins samkvæmt samstæðuárshlutareikningi félagsins en var 1.290 milljónir á sama tímabili á síðasta ári. Tap varð af rekstrinum sem nam 1.201 milljónum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að tapið megi að mestu rekja til kjarasamningshækkana og hás vaxtastigs hérlendis og erlendis. „Tekjur félagsins fyrri helming ársins eru til samræmis við tekjur sama tímabils í fyrra en gistinætur voru 5% færri milli tímabila,“ segir í tilkynningunni. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Íslandshótelum en félagið stefndi á skráningu í Kauphöll. Greint var svo frá því í maí að ákveðið hefði verið að hætta við hlutafjárútboð Íslandshótela og skráningu félagsins í Kauphöllina. Hafi það verið gert þar sem ekki hafi fengist áskriftir fyrir öllum boðnum hlutum og því hafi seljendur hætt við. Á þriðja þúsund manna tóku þátt í útboðinu og skráðu sig fyrir hlutum að verðmæti um átta milljarða króna. Ytri þættir Í tilkynningunni sem send var á fjölmiðla í dag er haft eftir Davíð Torfa Ólafssyni, forstjóra Íslandshótela, að Íslandshótel standi sterk líkt og efnahagsreikningurinn sýni. Ýmsir ytri þættir hafi þó haft sín áhrif. „Má þar nefna kjarasamningshækkanir og vaxtastigið sömuleiðis. Gistinóttum hefur fækkað, spár um fjölda ferðamanna hafa ekki alveg gengið eftir og það er einnig ljóst að eldsumbrotin á Reykjanesi hafa haft áhrif. Við höldum áfram að sýna skynsemi í rekstri, starfsmannahópur okkar er öflugur og skýr og umhverfisvæn stefna okkar skilar sínu hjá ferðamönnum sem eru æ meðvitaðri um mikilvægi þess þáttar við val á gistingu. Við horfum því bjartsýn fram á veg,“ segir Davíð Torfi. Samstæðuárshlutareikningur Íslandshótela var sendur Kauphöll Íslands fyrr í dag. Íslandshótel rekur sautján hótel með 1955 herbergi víða um land. Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Kauphöllin Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að tapið megi að mestu rekja til kjarasamningshækkana og hás vaxtastigs hérlendis og erlendis. „Tekjur félagsins fyrri helming ársins eru til samræmis við tekjur sama tímabils í fyrra en gistinætur voru 5% færri milli tímabila,“ segir í tilkynningunni. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Íslandshótelum en félagið stefndi á skráningu í Kauphöll. Greint var svo frá því í maí að ákveðið hefði verið að hætta við hlutafjárútboð Íslandshótela og skráningu félagsins í Kauphöllina. Hafi það verið gert þar sem ekki hafi fengist áskriftir fyrir öllum boðnum hlutum og því hafi seljendur hætt við. Á þriðja þúsund manna tóku þátt í útboðinu og skráðu sig fyrir hlutum að verðmæti um átta milljarða króna. Ytri þættir Í tilkynningunni sem send var á fjölmiðla í dag er haft eftir Davíð Torfa Ólafssyni, forstjóra Íslandshótela, að Íslandshótel standi sterk líkt og efnahagsreikningurinn sýni. Ýmsir ytri þættir hafi þó haft sín áhrif. „Má þar nefna kjarasamningshækkanir og vaxtastigið sömuleiðis. Gistinóttum hefur fækkað, spár um fjölda ferðamanna hafa ekki alveg gengið eftir og það er einnig ljóst að eldsumbrotin á Reykjanesi hafa haft áhrif. Við höldum áfram að sýna skynsemi í rekstri, starfsmannahópur okkar er öflugur og skýr og umhverfisvæn stefna okkar skilar sínu hjá ferðamönnum sem eru æ meðvitaðri um mikilvægi þess þáttar við val á gistingu. Við horfum því bjartsýn fram á veg,“ segir Davíð Torfi. Samstæðuárshlutareikningur Íslandshótela var sendur Kauphöll Íslands fyrr í dag. Íslandshótel rekur sautján hótel með 1955 herbergi víða um land.
Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Kauphöllin Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira