Bera fyrir sig að hinir krakkarnir séu með hníf Bjarki Sigurðsson skrifar 29. ágúst 2024 19:29 Elísabet Ósk Maríusdóttir er hluti af samfélagslögguteyminu. Vísir/Einar Lögreglan telur að stórfellt átak þurfi til að taka á hnífaburði ungra barna. Dæmi er um að börn gangi um með rafvopn og piparúða. Einnig hefur borið á því að ungmenni mæti með hnífa í skólann. Fjöldi alvarlegra ofbeldisbrota ungmenna þrettán til fimmtán ára hefur fjórfaldast á tíu árum og í gær lýstu yfirlögregluþjónar landsins yfir þungum áhyggjum sínum af vopnaburði ungmenna sem og aukinni ofbeldishegðun þeirra. Sautján ára stúlka er enn í lífshættu eftir stunguárás í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt og er sextán ára drengur í gæsluvarðhaldi grunaður um árásina. Þrjú börn voru tekin með hnífa á Akureyri um helgina og mætti ungmenni með hníf í skólann miðsvæðis í Reykjavík í gær. Til að reyna að sporna gegn þessu hefur lögreglan síðustu ár verið með svokallaðar samfélagslöggur sem reyna að taka á stafrænu ofbeldi og vopnaburði barna og ungmenna. Lögreglan hefur tekið eftir aukningu þar á segir Elísabet Ósk Maríusdóttir, lögreglukona sem er hluti af samfélagslöggu verkefninu. „Fólk heldur að piparúðar séu löglegir því þeir eru löglegir í Bandaríkjunum, ég hef einu sinni tekið lítið rafvopn af barni. En hnífar, þeir eru að sækja í sig veðrið og við erum að heyra að þetta hafi verið vaxandi vandamál síðustu ár,“ segir Elísabet. Erfitt hefur reynst að rekja hvenær og hvar þessi hnífabylgja hófst. „Við höfum verið að heyra alltaf meira að krakkar segi: „Allir aðrir eru með hníf þannig ég verð að vera með hníf. Bara til að verja mig og ætla samt ekkert að nota hann.“ Síðan ertu í einhverjum aðstæðum sem stigmagnast, þú ert með hníf og notar hann. Þetta eru afleiðingarnar,“ segir Elísabet. Vegna árásarinnar um helgina sendi skóla- og frístundasvið borgarinnar tilkynningu til foreldra þar sem þeir voru hvattir til að ræða við börnin sín um hversu hættulegt það sé að ganga með hníf á sér. Borið hafi á því undanfarna mánuði að börn hafi verið með hníf á sér í skólum og frístundastarfi. „Allir þurfa að koma saman í þessu. Barnavernd, félagsþjónustur, foreldrar sérstaklega. Skólarnir. Það er enginn einn að fara að velta þessum steini, það þarf eitthvað samhent átak í þetta,“ segir Elísabet. Reykjavík Lögreglumál Skóla- og menntamál Stunguárás við Skúlagötu Börn og uppeldi Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er slegin yfir lífshættulegulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. 27. ágúst 2024 19:28 Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. 26. ágúst 2024 19:34 Allir undir átján ára og einn brotaþola í lífshættu Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. 25. ágúst 2024 10:35 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Fjöldi alvarlegra ofbeldisbrota ungmenna þrettán til fimmtán ára hefur fjórfaldast á tíu árum og í gær lýstu yfirlögregluþjónar landsins yfir þungum áhyggjum sínum af vopnaburði ungmenna sem og aukinni ofbeldishegðun þeirra. Sautján ára stúlka er enn í lífshættu eftir stunguárás í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt og er sextán ára drengur í gæsluvarðhaldi grunaður um árásina. Þrjú börn voru tekin með hnífa á Akureyri um helgina og mætti ungmenni með hníf í skólann miðsvæðis í Reykjavík í gær. Til að reyna að sporna gegn þessu hefur lögreglan síðustu ár verið með svokallaðar samfélagslöggur sem reyna að taka á stafrænu ofbeldi og vopnaburði barna og ungmenna. Lögreglan hefur tekið eftir aukningu þar á segir Elísabet Ósk Maríusdóttir, lögreglukona sem er hluti af samfélagslöggu verkefninu. „Fólk heldur að piparúðar séu löglegir því þeir eru löglegir í Bandaríkjunum, ég hef einu sinni tekið lítið rafvopn af barni. En hnífar, þeir eru að sækja í sig veðrið og við erum að heyra að þetta hafi verið vaxandi vandamál síðustu ár,“ segir Elísabet. Erfitt hefur reynst að rekja hvenær og hvar þessi hnífabylgja hófst. „Við höfum verið að heyra alltaf meira að krakkar segi: „Allir aðrir eru með hníf þannig ég verð að vera með hníf. Bara til að verja mig og ætla samt ekkert að nota hann.“ Síðan ertu í einhverjum aðstæðum sem stigmagnast, þú ert með hníf og notar hann. Þetta eru afleiðingarnar,“ segir Elísabet. Vegna árásarinnar um helgina sendi skóla- og frístundasvið borgarinnar tilkynningu til foreldra þar sem þeir voru hvattir til að ræða við börnin sín um hversu hættulegt það sé að ganga með hníf á sér. Borið hafi á því undanfarna mánuði að börn hafi verið með hníf á sér í skólum og frístundastarfi. „Allir þurfa að koma saman í þessu. Barnavernd, félagsþjónustur, foreldrar sérstaklega. Skólarnir. Það er enginn einn að fara að velta þessum steini, það þarf eitthvað samhent átak í þetta,“ segir Elísabet.
Reykjavík Lögreglumál Skóla- og menntamál Stunguárás við Skúlagötu Börn og uppeldi Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er slegin yfir lífshættulegulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. 27. ágúst 2024 19:28 Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. 26. ágúst 2024 19:34 Allir undir átján ára og einn brotaþola í lífshættu Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. 25. ágúst 2024 10:35 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er slegin yfir lífshættulegulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. 27. ágúst 2024 19:28
Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. 26. ágúst 2024 19:34
Allir undir átján ára og einn brotaþola í lífshættu Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. 25. ágúst 2024 10:35