Þurfti að hætta í fótbolta vegna fötlunar sinnar Valur Páll Eiríksson skrifar 31. ágúst 2024 10:24 Ingeborg Eide Garðarsdóttir er sú eina sem keppir fyrir hönd Íslands í frjálsum íþróttum á Paralympics. Mynd/Laurent Bagnis Ingeborg Eide Garðarsdóttir keppir síðar í dag fyrir hönd Íslands á Ólympíumóti fatlaðra í fyrsta sinn. Hún neyddist til að hætta í fótbolta á unga aldri vegna fötlunar sinnar en fann sína fjöl í frjálsum íþróttum. Ingeborg glímir við CP helftarhömlun sem lýsir sér í lömun í hægri hendi og fæti. Hún lék fótbolta með Haukum sem stelpa en eftir því sem leið á kom í ljós að hún þurfti að gefa það upp á bátinn. „Það fóru að vera hamlanir þar út af minni fötlun. Þar fóru þjálfararnir svolítið að setja mig meira og meira á bekkinn og mamma rakst á auglýsingu þar sem verið að auglýsa frjálsar,“ segir Ingeborg í Sportpakkanum á Stöð 2. Frjálsu íþróttirnar tóku við og reyndi hún við sig í hinum ýmsu greinum áður en kúluvarpið tók yfir. „Það er svolítið mikið það sem ég geri. Ég geri voða lítið annað en að æfa, hvíla fyrir íþróttina og allt sem fylgir því,“ „Ég ákvað um áramótin að einbeita mér alveg að íþróttinni. Ég hætti vinnu og fór að vinna við þetta. Það er hluti af því sem er að skila mér þessum árangri núna,“ segir Ingeborg. Ingeborg keppir í flokki F37 hreyfihamlaðra seinni partinn í dag og kemur á mikilli siglingu inn á leikana. Hún sló til að mynda eigið Íslandsmet á alþjóðlegu móti í apríl. „Ég er mjög spennt og þakklát fyrir að fá að keppa fyrir hönd Íslands,“ segir Ingeborg. En hver eru markmiðin? „Fyrst og fremst að hafa gaman og gera mitt allra besta. Allt annað er eiginlega svolítill plús.“ Ingeborg keppir í kúluvarpi á Ólympíumóti fatlaðra í París seinni partinn. Áætlað er að hún taki fyrsta kast um klukkan 17:15. Ólympíumót fatlaðra Frjálsar íþróttir Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sjá meira
Ingeborg glímir við CP helftarhömlun sem lýsir sér í lömun í hægri hendi og fæti. Hún lék fótbolta með Haukum sem stelpa en eftir því sem leið á kom í ljós að hún þurfti að gefa það upp á bátinn. „Það fóru að vera hamlanir þar út af minni fötlun. Þar fóru þjálfararnir svolítið að setja mig meira og meira á bekkinn og mamma rakst á auglýsingu þar sem verið að auglýsa frjálsar,“ segir Ingeborg í Sportpakkanum á Stöð 2. Frjálsu íþróttirnar tóku við og reyndi hún við sig í hinum ýmsu greinum áður en kúluvarpið tók yfir. „Það er svolítið mikið það sem ég geri. Ég geri voða lítið annað en að æfa, hvíla fyrir íþróttina og allt sem fylgir því,“ „Ég ákvað um áramótin að einbeita mér alveg að íþróttinni. Ég hætti vinnu og fór að vinna við þetta. Það er hluti af því sem er að skila mér þessum árangri núna,“ segir Ingeborg. Ingeborg keppir í flokki F37 hreyfihamlaðra seinni partinn í dag og kemur á mikilli siglingu inn á leikana. Hún sló til að mynda eigið Íslandsmet á alþjóðlegu móti í apríl. „Ég er mjög spennt og þakklát fyrir að fá að keppa fyrir hönd Íslands,“ segir Ingeborg. En hver eru markmiðin? „Fyrst og fremst að hafa gaman og gera mitt allra besta. Allt annað er eiginlega svolítill plús.“ Ingeborg keppir í kúluvarpi á Ólympíumóti fatlaðra í París seinni partinn. Áætlað er að hún taki fyrsta kast um klukkan 17:15.
Ólympíumót fatlaðra Frjálsar íþróttir Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sjá meira