Mors-Thy Håndbold var á heimavelli í dag en átti fá svör við strákunum hans Guðjóns Vals Sigurðssonar.
Gummersbach vann leikinn 35-22 eftir að hafa verið 17-10 yfir í hálfleik.
Seinni leikurinn fer síðan fram á heimavelli þýska liðsins. Það lið sem hefur betur samanlegt kemst í Evrópudeildina.
Teitur Örn Einarsson og Elliði Snær Viðarsson spiluðu með Gummersbach. Teitur er að koma nýr inn í liðið en Elliði hefur verið þar í fjögur ár.
Elliði Snær skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum og var markahæstur ásamt Julian Köster. Teitur skorað tvö mörk úr þremur skotum og átti líka þrjár stoðsendingar.