Erpur staðfesti þetta í útvarpsviðtali á K100 í dag, án þess að minnast á það hver sú heppna væri. Hann stefni á langt ferðalag til Indónesíu þar sem kærastan ætlar að koma í heimsókn.
Erpur vildi lítið tjá sig þegar Vísir náði af honum tali.
„Ég hef aldrei talað, hvorki sagt já né nei um neitt svona, alveg frá 2001. Það verður ekki núna,“ sagði Erpur léttur í bragði.
„Heyrðu í einhverjum „Daddyboyfrappó“ eða eitthvað, þeir hafa geðveikt gaman að tala um þetta. Ég er að gera svo margt annað í lífinu,“ bætti hann við og skellti upp úr.
„Getum djöflast á hvort öðru“
Erpur hefur samt sem áður opnað sig um ástina og ástarsorg. Það gerði hann í einlægu viðtali við Auðunn Blöndal í sjónvarpsþáttunum Tónlistarmennirnir okkar á Stöð 2.
„Mér finnst ótrúlega gott að stýra lífi mínu sjálfur og hef ekki verið mikið í kærustuleiknum. Ástarsamband sem ég myndi vilja vera í er að eiga besta vin og við getum djöflast á hvort öðru,“ sagði Erpur spurður út í ástarmálin, en hann tjáði sig líka um ástarsorg:
„Ég svaf ekki í einhverja þrjá mánuði. Ég hef alltaf viljað læra allt og kynnast öllu en þarna var komið eitthvað sem ég var búinn að loka á og fannst bara hlægilegt og trúi ekki á en þegar maður lendir síðan í því þá er maður bara what the fuck. Ég var í heilt sumar bara að skítandi í mig, komandi heim og svaf ekki og skrifaði texta. Ég samdi svona tíu lög og eru þetta lög sem skipta mig öllu máli.“