„1-0 tap er ekki sanngjörn niðurstaða“ Einar Kárason skrifar 31. ágúst 2024 19:30 Guðni Eiríksson, þjálfari FH, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var að vonum ósáttur eftir tap liðsins gegn Þór/KA í Bestu deild kvenna í kvöld. „Mér finnst þessi úrslit ekki gefa rétta mynd af leiknum. 1-0 tap er ekki sanngjörn niðurstaða.“ „Það er nú þannig í þessum bolta að fyrsta mark skiptir gríðarlega miklu máli. Við skorum löglegt mark í fyrri hálfleik. Það er tekið af okkur og það hjálpar okkur svo sannarlega ekki. Það er algjör óþarfi að aðstoða Þór/KA í þessu, að taka af okkur löglegt mark,“ sagði Guðni en Snædís Jörundsdóttir skoraði mark sem dæmt var af. Guðni hrósaði Söndru Maríu Jessen sem skoraði sigurmark Akureyringa. „Í seinni hálfleik fengum við mjög góða stöðu. Snædís (María Jörundsdóttir) klikkar á því færi en gerði vel fram að því. Svo fáum við á okkur mark eftir slæm mistök í öftustu línu. Þar er gæða leikmaður eins og Sandra María sem nýtir sér það og gerir gott mark.“ Vindurinn hafði áhrif á leikinn í dag en Guðni var nokkuð ánægður með leik sinna kvenna þrátt fyrir tapið. „Við náðum að halda vel í boltann og eiginlega alltaf að spila okkur út úr fyrstu pressu. Úr öftustu línu upp í miðju náðum við aftur og aftur. Eiginlega allan leikinn og það er eitthvað sem við höfum verið að vinna að síðustu í dag. Það eru svo margir jákvæðir punktar sem við tökum úr þessum leik. Það er mikill vindur og hann hafði áhrif en samt náðum við að spila okkur í gegn.“ FH er í 5. sæti efri hlutans og eftir tapið í dag er liðið átta stigum á eftir Þór/KA sem situr í bronssætinu. „Við erum sátt með sumarið. Við erum ánægð með sumarið í heild sinni. Eins og alltaf, upp og niður en miklu meira upp heldur en niður. Við erum á góðum stað í dag og notum þessa leiki í efri hlutanum núna til að fá svör við allskonar spurningum sem við höfum. Þetta var einn liður í því og við fengum svör við allskonar vangaveltum í dag. Við höldum áfram að spyrja spurninga og fáum svör í næstu leikjum. Við nýtum þetta í að undirbúa næsta ár.“ Besta deild kvenna Þór Akureyri KA FH Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
„Mér finnst þessi úrslit ekki gefa rétta mynd af leiknum. 1-0 tap er ekki sanngjörn niðurstaða.“ „Það er nú þannig í þessum bolta að fyrsta mark skiptir gríðarlega miklu máli. Við skorum löglegt mark í fyrri hálfleik. Það er tekið af okkur og það hjálpar okkur svo sannarlega ekki. Það er algjör óþarfi að aðstoða Þór/KA í þessu, að taka af okkur löglegt mark,“ sagði Guðni en Snædís Jörundsdóttir skoraði mark sem dæmt var af. Guðni hrósaði Söndru Maríu Jessen sem skoraði sigurmark Akureyringa. „Í seinni hálfleik fengum við mjög góða stöðu. Snædís (María Jörundsdóttir) klikkar á því færi en gerði vel fram að því. Svo fáum við á okkur mark eftir slæm mistök í öftustu línu. Þar er gæða leikmaður eins og Sandra María sem nýtir sér það og gerir gott mark.“ Vindurinn hafði áhrif á leikinn í dag en Guðni var nokkuð ánægður með leik sinna kvenna þrátt fyrir tapið. „Við náðum að halda vel í boltann og eiginlega alltaf að spila okkur út úr fyrstu pressu. Úr öftustu línu upp í miðju náðum við aftur og aftur. Eiginlega allan leikinn og það er eitthvað sem við höfum verið að vinna að síðustu í dag. Það eru svo margir jákvæðir punktar sem við tökum úr þessum leik. Það er mikill vindur og hann hafði áhrif en samt náðum við að spila okkur í gegn.“ FH er í 5. sæti efri hlutans og eftir tapið í dag er liðið átta stigum á eftir Þór/KA sem situr í bronssætinu. „Við erum sátt með sumarið. Við erum ánægð með sumarið í heild sinni. Eins og alltaf, upp og niður en miklu meira upp heldur en niður. Við erum á góðum stað í dag og notum þessa leiki í efri hlutanum núna til að fá svör við allskonar spurningum sem við höfum. Þetta var einn liður í því og við fengum svör við allskonar vangaveltum í dag. Við höldum áfram að spyrja spurninga og fáum svör í næstu leikjum. Við nýtum þetta í að undirbúa næsta ár.“
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA FH Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira