„Það hafði smá áhrif að það voru engin læti“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 31. ágúst 2024 19:46 Frá Hlíðarenda í dag. Vísir/Lýður Valur vann stórsigur á RK Bjelin Spacva Vinkovci að Hlíðarenda í kvöld í fyrri umspilsleik liðanna um laust sæti í Evrópudeildinni í handbolta í vetur. Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari var ekki ánægður með mætingu stuðningsmanna Vals. Valsmenn byrjuðu leikinn afar illa og var staðan 0-6 eftir níu mínútur. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, segir að byrjunin hafi verið erfið. „Þetta var ansi erfitt. Þetta var 6-0 þarna í byrjun og þeir eru með hraðar og miklar klippingar og skyttur og við bara sátum eftir. Enginn að mæta þeim og í sjálfum sér var ekkert að ganga upp hjá okkur, vörn, sókn, hann var að verja tvö víti og allt þetta. Ég held að ég taki þetta bara að mestu á mig, við höfðum lagt með að vera aðeins of passívir.“ Úlfar Páll Monsi Þórðarson leikmaður Vals.Vísir/Lýður Heide Óskar Bjarni tók leikhlé eftir þessa erfiðu byrjun og breytti til. „Við breyttum aðeins og fórum að vera aðeins agresívari og tókum meira frumkvæði varnarlega. Við vissum að þetta yrði erfitt fyrir þá líka í 60 mínútur, en ég bjóst samt ekki við seinni hálfleiknum svona. Frábær seinni hálfleikur og Bjöggi kom sterkur inn og vörnin góð og allt annað lið í seinni hálfleik.“ Óskar Bjarni ósáttur með mætingu Valsara Óskar Bjarni telur að ómeðvitað hafi lítill áhugi, stuðningur og mæting Valsmanna á leikinn í kvöld haft áhrif á dapran leik liðsins í upphafi. „Ég held að við höfum orðið fyrir smá vonbrigðum. Þetta er Evrópu-dúkurinn og alltaf troðið hús og gaman og svona ómeðvitað þá voru ekki margir í húsinu. Síðast þegar við spiluðum var það til úrslita, úrslitaleikur, og við urðum Evrópumeistarar. Við bjuggumst við aðeins fleirum, en vorum samt aðeins búnir að ræða það. Það hafði svona smá áhrif að það voru engin læti. Svo vorum við líka bara of passívir. Þetta var ekki nógu vel upp lagt hjá okkur þjálfurunum í byrjun og við breyttum þessu svo saman í hálfleik. Það hentar líka Alexander Peterssyni og Róberti Aroni betur að fá aðeins að vaða út og klára þessar hröðu klippingar hjá þeim.“ „Það er alltaf gott að fá veganesti“ Óskar Bjarni á von á betri frammistöðu frá Króötunum í næsta leik eftir viku út í Króatíu. „Mér fannst þeir vera orðnir þreyttir í seinni hálfleik. Mikil ákefð og mikið hlaup. Eins og við vorum lélegir í byrjun þá finnst mér seinni hálfleikurinn vera of mikill munur á liðunum. Þeir voru að ferðast í gær og komu til landsins. Ég held að þeir verði mun betri í 60 mínútur út í Króatíu. Mér fannst þetta aðeins fuðra út hjá þeim í seinni hálfleik.“ Óskar Bjarni er þjálfari Vals.Vísir/Diego Óskar Bjarni er þakklátur fyrir þá níu marka forystu sem liðið fer með sér út. „Það er alltaf gott að fá veganesti, maður þiggur það alltaf. Eins og seinni hálfleikurinn var þá áttum við að vinna með tíu til ellefu mörkum, við slökuðum aðeins á þarna á lokakaflanum. Ég veit að þeir verða öflugir eins og þeir sýndu í fyrri hálfleik, en þetta er gott veganesti og við þurfum bara að spila vel. Svo fáum við ÍBV í fyrsta leik í Olís-deildinni á miðvikudaginn og förum svo út á fimmtudaginn,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira
Valsmenn byrjuðu leikinn afar illa og var staðan 0-6 eftir níu mínútur. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, segir að byrjunin hafi verið erfið. „Þetta var ansi erfitt. Þetta var 6-0 þarna í byrjun og þeir eru með hraðar og miklar klippingar og skyttur og við bara sátum eftir. Enginn að mæta þeim og í sjálfum sér var ekkert að ganga upp hjá okkur, vörn, sókn, hann var að verja tvö víti og allt þetta. Ég held að ég taki þetta bara að mestu á mig, við höfðum lagt með að vera aðeins of passívir.“ Úlfar Páll Monsi Þórðarson leikmaður Vals.Vísir/Lýður Heide Óskar Bjarni tók leikhlé eftir þessa erfiðu byrjun og breytti til. „Við breyttum aðeins og fórum að vera aðeins agresívari og tókum meira frumkvæði varnarlega. Við vissum að þetta yrði erfitt fyrir þá líka í 60 mínútur, en ég bjóst samt ekki við seinni hálfleiknum svona. Frábær seinni hálfleikur og Bjöggi kom sterkur inn og vörnin góð og allt annað lið í seinni hálfleik.“ Óskar Bjarni ósáttur með mætingu Valsara Óskar Bjarni telur að ómeðvitað hafi lítill áhugi, stuðningur og mæting Valsmanna á leikinn í kvöld haft áhrif á dapran leik liðsins í upphafi. „Ég held að við höfum orðið fyrir smá vonbrigðum. Þetta er Evrópu-dúkurinn og alltaf troðið hús og gaman og svona ómeðvitað þá voru ekki margir í húsinu. Síðast þegar við spiluðum var það til úrslita, úrslitaleikur, og við urðum Evrópumeistarar. Við bjuggumst við aðeins fleirum, en vorum samt aðeins búnir að ræða það. Það hafði svona smá áhrif að það voru engin læti. Svo vorum við líka bara of passívir. Þetta var ekki nógu vel upp lagt hjá okkur þjálfurunum í byrjun og við breyttum þessu svo saman í hálfleik. Það hentar líka Alexander Peterssyni og Róberti Aroni betur að fá aðeins að vaða út og klára þessar hröðu klippingar hjá þeim.“ „Það er alltaf gott að fá veganesti“ Óskar Bjarni á von á betri frammistöðu frá Króötunum í næsta leik eftir viku út í Króatíu. „Mér fannst þeir vera orðnir þreyttir í seinni hálfleik. Mikil ákefð og mikið hlaup. Eins og við vorum lélegir í byrjun þá finnst mér seinni hálfleikurinn vera of mikill munur á liðunum. Þeir voru að ferðast í gær og komu til landsins. Ég held að þeir verði mun betri í 60 mínútur út í Króatíu. Mér fannst þetta aðeins fuðra út hjá þeim í seinni hálfleik.“ Óskar Bjarni er þjálfari Vals.Vísir/Diego Óskar Bjarni er þakklátur fyrir þá níu marka forystu sem liðið fer með sér út. „Það er alltaf gott að fá veganesti, maður þiggur það alltaf. Eins og seinni hálfleikurinn var þá áttum við að vinna með tíu til ellefu mörkum, við slökuðum aðeins á þarna á lokakaflanum. Ég veit að þeir verða öflugir eins og þeir sýndu í fyrri hálfleik, en þetta er gott veganesti og við þurfum bara að spila vel. Svo fáum við ÍBV í fyrsta leik í Olís-deildinni á miðvikudaginn og förum svo út á fimmtudaginn,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira