Treystir sér til formennsku ef Bjarni hættir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. ágúst 2024 20:45 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir er varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Einar Formaður Sjálfstæðisflokksins er ekki búinn að ákveða hvort hann sækist eftir áframhaldandi setu á formannsstól, en varaformaðurinn kveðst tilbúinn að taka við keflinu ef svo ber undir. Ungliðahreyfingin sendi forystu flokksins væna pillu vegna sögulega lítils fylgis í könnunum. Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram á Hilton í dag. Þrátt fyrir að vel hafi verið mætt þá var fundurinn haldinn í skugga þeirrar staðreyndar að flokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi en akkúrat nú. Í könnun Maskínu í liðinni viku mældist flokkurinn með 13,9 prósenta fylgi, og hefur aldrei mælst lægri. Í Þjóðarpúlsi Gallúp sem birtist í gær mældist fylgið skör meira, eða 17,1 prósent. Í báðum könnunum mælist Sjálfstæðisflokkurinn á sömu slóðum og Miðflokkurinn. Formaður flokksins telur fylgið óviðunandi. „En mín skilaboð hér í dag eru að slíkar mælingar eru engin ávísun á niðurstöður í kosningum, það sýnir nú sagan síðast í forsetakosningunum í vor. Verkefni okkar er að taka höndum saman og sækja fram,“ sagði Bjarni Benediktsson formaður í samtali við fréttastofu í dag, en ræðuna sem hann flutti á flokksráðsfundinum í dag er að finna hér að neðan. Ungir hnýta í forystuna Í tilefni af fylgismælingunni sendi Samband ungra Sjálfstæðismanna skilaboð til forystunnar og annarra fundarmanna: „13,9 prósent, hvað er planið?“ Auglýsingin var birt sem heilsíða í Morgunblaðinu, á skiltum við fundarstað og einnig dreift til fundargesta. Formaður sambandsins segir marga hafa tekið vel í uppátækið. „Forystan veit að það þarf eitthvað að gera. Við erum að líka að senda skilaboð til þjóðarinnar um að það eru ekki allir sáttir með stöðuna eins og hún er. Við þurfum að fara að hugsa okkar gang og fara í naflaskoðun, hvaða skilaboð það eru sem við erum að senda út í þjóðfélagið,“ sagði Viktor Pétur Finnsson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Viktor Pétur Finnsson, formaður SUS. Bjarni sagði unga Sjálfstæðismenn fara óhefðbundnar leiðir og þeir hafi alltaf viljað veita forystunni aðhald. „En þeir verða auðvitað líka að halda í það kjarnahlutverk sitt að teikna upp framtíðarsýn fyrir bæði ungt fólk og aðra í landinu. Framtíðar Ísland sem þau sjá fyrir sér, tala um það og færa inn í umræðuna. Ekki bara kasta höndum upp í loft og segja: Hvað eigum við að gera?“ Ákveður sig nær landsfundi Í ræðu sinni á fundinum sagðist Bjarni ekki hafa gert upp hug sinn um hvort hann myndi gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku á landsfundi í febrúar. „Og þegar nær dregur landsfundi þá þarf ég að taka ákvörðun um framtíðina með mínu fólki, og með hliðsjón af því sem ég tel vera best fyrir flokkinn okkar,“ sagði Bjarni í ræðunni. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður flokksins, hefur verið afdráttarlaus um að ætla að gefa kost á sér til áframhaldandi starfa í forystu flokksins, ólíkt Bjarna. Ef svo færi að hann gæfi ekki kost á sér, myndir þú þá sækjast eftir formennsku? „Ég hef alveg verið mjög heiðarleg og opin með að ef það er eftirspurn eftir því, ef flokksmenn treysta mér í það verkefni, þá treysti ég mér í það verkefni,“ sagði Þórdís Kolbrún. Ræðu Þórdísar á flokksráðsfundinum má finna í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Sósíalistar næðu manni inn Sósíalistaflokkurinn mælist með tæplega sex prósent fylgi í þjóðarpúsli Gallúp, nóg til að ná manni inn á þing. Lítill munur er á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. 31. ágúst 2024 15:41 Skynsamlegast fyrir stjórnarflokkana að segja satt um samstarfið Fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins telur skynsamlegast að ríkisstjórnarflokkarnir myndu viðurkenna að ekki verði lengra komist í núverandi stjórnarsamstarfi, og gengið yrði til kosninga. Uppstokkun í forystu Sjálfstæðisflokksins ein og sér myndi líklega ekki nægja til að auka við fylgi hans, að mati stjórnmálafræðiprófessors. 31. ágúst 2024 12:25 Svarar engu um framboð til formanns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. 30. ágúst 2024 13:05 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram á Hilton í dag. Þrátt fyrir að vel hafi verið mætt þá var fundurinn haldinn í skugga þeirrar staðreyndar að flokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi en akkúrat nú. Í könnun Maskínu í liðinni viku mældist flokkurinn með 13,9 prósenta fylgi, og hefur aldrei mælst lægri. Í Þjóðarpúlsi Gallúp sem birtist í gær mældist fylgið skör meira, eða 17,1 prósent. Í báðum könnunum mælist Sjálfstæðisflokkurinn á sömu slóðum og Miðflokkurinn. Formaður flokksins telur fylgið óviðunandi. „En mín skilaboð hér í dag eru að slíkar mælingar eru engin ávísun á niðurstöður í kosningum, það sýnir nú sagan síðast í forsetakosningunum í vor. Verkefni okkar er að taka höndum saman og sækja fram,“ sagði Bjarni Benediktsson formaður í samtali við fréttastofu í dag, en ræðuna sem hann flutti á flokksráðsfundinum í dag er að finna hér að neðan. Ungir hnýta í forystuna Í tilefni af fylgismælingunni sendi Samband ungra Sjálfstæðismanna skilaboð til forystunnar og annarra fundarmanna: „13,9 prósent, hvað er planið?“ Auglýsingin var birt sem heilsíða í Morgunblaðinu, á skiltum við fundarstað og einnig dreift til fundargesta. Formaður sambandsins segir marga hafa tekið vel í uppátækið. „Forystan veit að það þarf eitthvað að gera. Við erum að líka að senda skilaboð til þjóðarinnar um að það eru ekki allir sáttir með stöðuna eins og hún er. Við þurfum að fara að hugsa okkar gang og fara í naflaskoðun, hvaða skilaboð það eru sem við erum að senda út í þjóðfélagið,“ sagði Viktor Pétur Finnsson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Viktor Pétur Finnsson, formaður SUS. Bjarni sagði unga Sjálfstæðismenn fara óhefðbundnar leiðir og þeir hafi alltaf viljað veita forystunni aðhald. „En þeir verða auðvitað líka að halda í það kjarnahlutverk sitt að teikna upp framtíðarsýn fyrir bæði ungt fólk og aðra í landinu. Framtíðar Ísland sem þau sjá fyrir sér, tala um það og færa inn í umræðuna. Ekki bara kasta höndum upp í loft og segja: Hvað eigum við að gera?“ Ákveður sig nær landsfundi Í ræðu sinni á fundinum sagðist Bjarni ekki hafa gert upp hug sinn um hvort hann myndi gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku á landsfundi í febrúar. „Og þegar nær dregur landsfundi þá þarf ég að taka ákvörðun um framtíðina með mínu fólki, og með hliðsjón af því sem ég tel vera best fyrir flokkinn okkar,“ sagði Bjarni í ræðunni. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður flokksins, hefur verið afdráttarlaus um að ætla að gefa kost á sér til áframhaldandi starfa í forystu flokksins, ólíkt Bjarna. Ef svo færi að hann gæfi ekki kost á sér, myndir þú þá sækjast eftir formennsku? „Ég hef alveg verið mjög heiðarleg og opin með að ef það er eftirspurn eftir því, ef flokksmenn treysta mér í það verkefni, þá treysti ég mér í það verkefni,“ sagði Þórdís Kolbrún. Ræðu Þórdísar á flokksráðsfundinum má finna í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Sósíalistar næðu manni inn Sósíalistaflokkurinn mælist með tæplega sex prósent fylgi í þjóðarpúsli Gallúp, nóg til að ná manni inn á þing. Lítill munur er á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. 31. ágúst 2024 15:41 Skynsamlegast fyrir stjórnarflokkana að segja satt um samstarfið Fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins telur skynsamlegast að ríkisstjórnarflokkarnir myndu viðurkenna að ekki verði lengra komist í núverandi stjórnarsamstarfi, og gengið yrði til kosninga. Uppstokkun í forystu Sjálfstæðisflokksins ein og sér myndi líklega ekki nægja til að auka við fylgi hans, að mati stjórnmálafræðiprófessors. 31. ágúst 2024 12:25 Svarar engu um framboð til formanns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. 30. ágúst 2024 13:05 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Sósíalistar næðu manni inn Sósíalistaflokkurinn mælist með tæplega sex prósent fylgi í þjóðarpúsli Gallúp, nóg til að ná manni inn á þing. Lítill munur er á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. 31. ágúst 2024 15:41
Skynsamlegast fyrir stjórnarflokkana að segja satt um samstarfið Fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins telur skynsamlegast að ríkisstjórnarflokkarnir myndu viðurkenna að ekki verði lengra komist í núverandi stjórnarsamstarfi, og gengið yrði til kosninga. Uppstokkun í forystu Sjálfstæðisflokksins ein og sér myndi líklega ekki nægja til að auka við fylgi hans, að mati stjórnmálafræðiprófessors. 31. ágúst 2024 12:25
Svarar engu um framboð til formanns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. 30. ágúst 2024 13:05